Kvótakerfi = gjafakvóti? Jón Steinsson skrifar 16. nóvember 2013 06:00 Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hefur lýst því yfir að hann ætli að setja makríl inn í kvótakerfið. Með því verður makrílkvóti framseljanlegur og gríðarlega verðmætur. Sigurður segir að það hafi sýnt sig að kvótakerfi framseljanlegra veiðiheimilda sé „gríðarlega þjóðhagslega hagkvæmt“. Það má til sanns vegar færa. Auðvitað á makríll að fara inn í kvótakerfið. Það að makríll eigi að fara inn í kvótakerfið þýðir hins vegar ekki að úthluta eigi þessum glænýja markrílkvóta án endurgjalds (eða svo gott sem). Það er ekkert sem segir að það þurfi að vera samasemmerki milli kvótakerfis og gjafakvóta. Sjávarútvegsráðherra segir að horft verði til veiðireynslu, verðmætasköpunar og „væntanlega einhverra fleiri þátta“ við úthlutunina. Sjávarútvegsfyrirtækin sem veitt hafa makríl á síðustu árum hafa að mestu getað notað þau skip og þann tækjabúnað sem þau áttu hvort sem er og var ekki fullnýttur þar sem veiðar á uppsjávarfiski á sér stað í skorpum. Makríllinn var hreinn bónus fyrir uppsjávarfyrirtækin sem hægt var að sækja í milli þess sem þau sóttu í loðnu og síld. Að úthluta verðmætum upp á tugi milljarða á þessum grundvelli orkar tvímælis svo ekki sé fastar að orði kveðið. Sjávarútvegsráðherra segist hafa leitað eftir samráði við útgerðarmenn jafnt stóra sem smáa og vonast til að finna lausn sem flestir geta sætt sig við. Hér á hann auðvitað við flestir útgerðarmenn. Einhverra hluta vegna hefur hann ekkert samráð við skattgreiðendur og sjúklinga á Landspítalanum. Ætli þeir séu sáttir við að ráðherra úthluti gríðarlegum verðmætum langt undir markaðsverði? „Sátt“ í sjávarútvegsmálum virðist alltaf þýða að útgerðarmenn séu sáttir. Þjóðin er algjört aukaatriði í því sambandi. Ég hef einfalda spurningu fyrir ráðherra: Hvað er það sem mælir gegn því að nýútgefinn makrílkvóti verði boðinn upp? Með því myndi kvótinn renna til þeirra sem geta búið til mest verðmæti með hann (hagkvæmnin sem honum er tíðrætt um í þessu sambandi). Og ríkissjóður myndi fá talsverðar tekjur. Þær mætti nota til þess að lækka skatta eða bæta þjónustu (til dæmis á Landspítalanum). Ekki veitir af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hefur lýst því yfir að hann ætli að setja makríl inn í kvótakerfið. Með því verður makrílkvóti framseljanlegur og gríðarlega verðmætur. Sigurður segir að það hafi sýnt sig að kvótakerfi framseljanlegra veiðiheimilda sé „gríðarlega þjóðhagslega hagkvæmt“. Það má til sanns vegar færa. Auðvitað á makríll að fara inn í kvótakerfið. Það að makríll eigi að fara inn í kvótakerfið þýðir hins vegar ekki að úthluta eigi þessum glænýja markrílkvóta án endurgjalds (eða svo gott sem). Það er ekkert sem segir að það þurfi að vera samasemmerki milli kvótakerfis og gjafakvóta. Sjávarútvegsráðherra segir að horft verði til veiðireynslu, verðmætasköpunar og „væntanlega einhverra fleiri þátta“ við úthlutunina. Sjávarútvegsfyrirtækin sem veitt hafa makríl á síðustu árum hafa að mestu getað notað þau skip og þann tækjabúnað sem þau áttu hvort sem er og var ekki fullnýttur þar sem veiðar á uppsjávarfiski á sér stað í skorpum. Makríllinn var hreinn bónus fyrir uppsjávarfyrirtækin sem hægt var að sækja í milli þess sem þau sóttu í loðnu og síld. Að úthluta verðmætum upp á tugi milljarða á þessum grundvelli orkar tvímælis svo ekki sé fastar að orði kveðið. Sjávarútvegsráðherra segist hafa leitað eftir samráði við útgerðarmenn jafnt stóra sem smáa og vonast til að finna lausn sem flestir geta sætt sig við. Hér á hann auðvitað við flestir útgerðarmenn. Einhverra hluta vegna hefur hann ekkert samráð við skattgreiðendur og sjúklinga á Landspítalanum. Ætli þeir séu sáttir við að ráðherra úthluti gríðarlegum verðmætum langt undir markaðsverði? „Sátt“ í sjávarútvegsmálum virðist alltaf þýða að útgerðarmenn séu sáttir. Þjóðin er algjört aukaatriði í því sambandi. Ég hef einfalda spurningu fyrir ráðherra: Hvað er það sem mælir gegn því að nýútgefinn makrílkvóti verði boðinn upp? Með því myndi kvótinn renna til þeirra sem geta búið til mest verðmæti með hann (hagkvæmnin sem honum er tíðrætt um í þessu sambandi). Og ríkissjóður myndi fá talsverðar tekjur. Þær mætti nota til þess að lækka skatta eða bæta þjónustu (til dæmis á Landspítalanum). Ekki veitir af.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun