Milljarðagjöf Mikael Torfason skrifar 18. nóvember 2013 00:00 Makríll verður settur í kvótakerfi á næsta ári samkvæmt Sigurði Inga Jóhannssyni sjávarútvegsráðherra, en á Stöð 2 fyrir viku sagði hann að veiðiheimildir yrðu miðaðar við aflareynslu skipa og þær yrðu með frjálsu framsali. Á mannamáli gæti þetta þýtt að líklega fá útgerðarmenn makrílkvóta nánast frítt og geta selt hann og veðsett eftir hentisemi. Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Columbia-háskóla í New York, ritaði grein í Fréttablaðið á laugardag og bar upp mjög einfalda spurningu fyrir sjávarútvegsráðherra: ,,Hvað er það sem mælir gegn því að nýútgefinn makrílkvóti verði boðinn upp?“ Það er nefnilega þannig að þarf ekki að vera samasemmerki á milli kvótakerfis og gjafakvóta. Kvótakerfið sem slíkt er ágætt og „hefur sýnt sig að vera gríðarlega þjóðhagslega hagkvæmt,“ svo vitnað sé í orð ráðherra sem segir margar þjóðir horfa „með aðdáunar- og öfundaraugum til okkar hvað það varðar“. Hingað til hafa makrílveiðar staðið utan kvótakerfis og í grein sem Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, skrifaði í Fréttablaðið segir að frá 2010 hafi útflutningsverðmætið numið 70 milljörðum króna. Samkvæmt hans útreikningum ætti hagnaður útgerðanna af þessum veiðum að nema 45 milljörðum. Eflaust er hægt að rífast um þá tölu en greiðslur fyrir veiðiréttinn til ríkisins eru aðeins 2,4 milljarðar á þessum árum samkvæmt Kristni. Fyrirkomulagið er þannig að ráðherra hefur til þessa gefið út heildaraflamark og hafa mjög ólík skip haldið til veiða, frá hafi og upp í fjöruborð nánast, eins og komið hefur fram í fréttum. Í ráðuneytinu er nú verið að leita að ásættanlegri lausn um úthlutun kvóta á makríl og hefur ráðherra leitað eftir „samráði við útgerðarmenn“, jafnt stóra sem smáa. Jón Steinsson segir í grein sinni að auðvitað eigi makríll að fara inn í kvótakerfið en hann vill að leitað sé samráðs við þjóðina líka. Það að úthluta makrílkvóta með gamla laginu færir örfáum fyrirtækjum tugi milljarða á silfurfati. Jón segir að ráðherra hafi ekki haft samráð við skattgreiðendur eða sjúklinga á Landspítalanum. „Sátt“ í sjávarútvegsmálum snúist fyrst og síðast um að „útgerðarmenn séu sáttir og að þjóðin sé ávallt aukaatriði í því sambandi“. Auðvitað á að bjóða makrílkvóta hæstbjóðanda. Þetta eru verðmæti sem sjávarútvegsráðherra á að selja fyrir hönd þjóðarinnar. Þannig næst sátt við þjóðina um kvótakerfið sem er jú ágætis kerfi þegar öllu er á botninn hvolft. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra er sjávarútvegsráðherra Íslendinga allra en ekki bara sjávarútvegsráðherra útgerðarmanna. Jón Steinsson bendir á annan áhugaverðan punkt í grein sinni og það er að „sjávarútvegsfyrirtækin sem veitt hafa makríl á síðustu árum hafa að mestu getað notað þau skip og þann tækjabúnað sem þau áttu hvort sem er og var ekki fullnýttur þar sem veiðar á uppsjávarfirski eiga sér stað í skorpum. Makríll var hreinn bónus fyrir uppsjávarfyrirtækin sem var hægt að sækja í milli þess sem þau sóttu í loðnu og síld“. Fjárfesting fyrirtækjanna er því óveruleg og engin rök sem mæla með því að gefa örfáum sægreifum milljarða í formi makrílkvóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Sjá meira
Makríll verður settur í kvótakerfi á næsta ári samkvæmt Sigurði Inga Jóhannssyni sjávarútvegsráðherra, en á Stöð 2 fyrir viku sagði hann að veiðiheimildir yrðu miðaðar við aflareynslu skipa og þær yrðu með frjálsu framsali. Á mannamáli gæti þetta þýtt að líklega fá útgerðarmenn makrílkvóta nánast frítt og geta selt hann og veðsett eftir hentisemi. Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Columbia-háskóla í New York, ritaði grein í Fréttablaðið á laugardag og bar upp mjög einfalda spurningu fyrir sjávarútvegsráðherra: ,,Hvað er það sem mælir gegn því að nýútgefinn makrílkvóti verði boðinn upp?“ Það er nefnilega þannig að þarf ekki að vera samasemmerki á milli kvótakerfis og gjafakvóta. Kvótakerfið sem slíkt er ágætt og „hefur sýnt sig að vera gríðarlega þjóðhagslega hagkvæmt,“ svo vitnað sé í orð ráðherra sem segir margar þjóðir horfa „með aðdáunar- og öfundaraugum til okkar hvað það varðar“. Hingað til hafa makrílveiðar staðið utan kvótakerfis og í grein sem Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, skrifaði í Fréttablaðið segir að frá 2010 hafi útflutningsverðmætið numið 70 milljörðum króna. Samkvæmt hans útreikningum ætti hagnaður útgerðanna af þessum veiðum að nema 45 milljörðum. Eflaust er hægt að rífast um þá tölu en greiðslur fyrir veiðiréttinn til ríkisins eru aðeins 2,4 milljarðar á þessum árum samkvæmt Kristni. Fyrirkomulagið er þannig að ráðherra hefur til þessa gefið út heildaraflamark og hafa mjög ólík skip haldið til veiða, frá hafi og upp í fjöruborð nánast, eins og komið hefur fram í fréttum. Í ráðuneytinu er nú verið að leita að ásættanlegri lausn um úthlutun kvóta á makríl og hefur ráðherra leitað eftir „samráði við útgerðarmenn“, jafnt stóra sem smáa. Jón Steinsson segir í grein sinni að auðvitað eigi makríll að fara inn í kvótakerfið en hann vill að leitað sé samráðs við þjóðina líka. Það að úthluta makrílkvóta með gamla laginu færir örfáum fyrirtækjum tugi milljarða á silfurfati. Jón segir að ráðherra hafi ekki haft samráð við skattgreiðendur eða sjúklinga á Landspítalanum. „Sátt“ í sjávarútvegsmálum snúist fyrst og síðast um að „útgerðarmenn séu sáttir og að þjóðin sé ávallt aukaatriði í því sambandi“. Auðvitað á að bjóða makrílkvóta hæstbjóðanda. Þetta eru verðmæti sem sjávarútvegsráðherra á að selja fyrir hönd þjóðarinnar. Þannig næst sátt við þjóðina um kvótakerfið sem er jú ágætis kerfi þegar öllu er á botninn hvolft. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra er sjávarútvegsráðherra Íslendinga allra en ekki bara sjávarútvegsráðherra útgerðarmanna. Jón Steinsson bendir á annan áhugaverðan punkt í grein sinni og það er að „sjávarútvegsfyrirtækin sem veitt hafa makríl á síðustu árum hafa að mestu getað notað þau skip og þann tækjabúnað sem þau áttu hvort sem er og var ekki fullnýttur þar sem veiðar á uppsjávarfirski eiga sér stað í skorpum. Makríll var hreinn bónus fyrir uppsjávarfyrirtækin sem var hægt að sækja í milli þess sem þau sóttu í loðnu og síld“. Fjárfesting fyrirtækjanna er því óveruleg og engin rök sem mæla með því að gefa örfáum sægreifum milljarða í formi makrílkvóta.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar