Lægsta hvötin Teitur Guðmundsson skrifar 19. nóvember 2013 00:00 Öll höfum við tilfinningar, hvatir og þarfir sem hafa áhrif á okkur dagsdaglega. Sumar þessara tilfinninga getur verið erfitt að bera á borð, sérstaklega ef þær eru vandræðalegar eða mjög persónulegar. Ekki síst ef við eigum von á því að fá neikvæð viðbrögð þegar við látum þær í ljós. Lítið og sætt dæmi sem flestir kannast við er að vera ástfanginn, en vera ekki viss um að sá sem ástin beinist að beri sömu tilfinningar til okkar og við til viðkomandi. Þessi glíma, að opinbera sig ekki fyrr en maður er nokkuð viss í sinni sök, leiðir af sér áhugaverð hegðunarmynstur og er oft á tíðum heilmikið leikrit. Hver man ekki eftir því að vera skotinn í fyrsta sinn, þvílíkt sem það var vandræðalegt allt saman! Svo vaxa menn úr grasi og þroskast, sumum gengur betur en öðrum að tjá tilfinningar sínar en aðrir eiga alltaf í jafn miklum erfiðleikum með það. Annað dæmi um tilfinningar sem við getum átt í erfiðleikum með að tjá er sorgin. Þeir sem ganga í gegnum lífið hafa allir á einhverjum tímapunkti orðið fyrir missi ástvinar, hvernig sem slíkt ber að, eða hver það er sem kveður, er það alltaf ákveðið áfall. Margir bera harm sinn í hljóði, sumir missa tökin á lífinu og tilverunni, aðrir bresta í grát og bera tilfinningar sínar á borð. Allir eiga það þó sameiginlegt að líða illa og eiga erfitt. Við vitum að engir tveir einstaklingar eru eins og upplifun þeirra því ekki sú sama, en af því að sorgin er það algengt fyrirbæri getum við að vissu leyti sett okkur í spor þess sem glímir við sorgina hverju sinni og við tökum þátt í henni. Með þessu er ég á engan hátt að einfalda sorgarferlið, né gera lítið úr tilfinningum einstaklinga heldur þvert á móti að benda á það að engin ein leið er út úr slíkri vanlíðan.Reiðin og gleðin Í tengslum við bæði ást og sorg er algengt að upplifa reiði sem á sér margar orsakir í sjálfu sér en grundvallast þó oftast á því að maður hefur ekki fulla stjórn á því sem er í kringum mann. Við getum ekki stjórnað lífi og dauða í almennum skilningi, né heldur tilfinningum eða gjörðum annarra. Þegar viðkomandi gerir sér grein fyrir því hversu lítil áhrif hann hefur brýst reiðin stundum út sem viðbragð. Við eigum auðveldara með að stjórna reiðinni þegar við sýnum auðmýkt gagnvart þeirri staðreynd að hafa takmarkaða stjórn. Reiði er í eðli sínu neikvæð tilfinning í samanburði við hinar fyrri sem byggja á væntumþykju og hluttekningu í lífi annarra. Hægt er að ræða ýmsar aðrar tilfinningar sem hafa áhrif á líf okkar og líðan en andstæðan við reiðina er gleðin sem virðist oftsinnis vera auðvelt að sýna og tjá sé hún til staðar. Henni fylgir jákvæðni og einhver orka sem er smitandi. Við viljum gjarnan vera í kringum þá sem eru glaðir og við þurfum að hlæja, helst sem mest. Þá er okkur mikilvæg svokölluð öryggistilfinning, ekki síður en hræðslan, en það eru tilfinningar sem byggja á lífshvötinni svokölluðu sem liggur til grundvallar því að viðhalda sjálfum sér. Hvatir og þarfir spila stórt hlutverk en í þann flokk falla til dæmis kynhvötin og kynþörfin sem geta brenglað verulega tilfinningalíf einstaklinga og hafa áhrif á samskipti þeirra við aðra. Sumir hafa gengið svo langt að segja að þessar frumhvatir stýri meiru um það hvernig við högum okkur en flest annað. Oft er talað um hinar lægstu hvatir en erfitt er að skilgreina þær nema út frá þörfum og tilfinningum einstaklinga og því hvaða áhrif þær hafa á þá. Ef ég ætti að velja eina sem virðist ekkert jákvætt hafa með sér, þá væri það öfundin. Hún skilur ekkert uppbyggilegt eftir sig og megintilgangur hennar virðist vera að brjóta niður þann sem öfundar og skemma samskiptin við þann sem öfundast er út í. Meiningin með þessum freudíska pistli er að benda á við getum átt erfitt með að stjórna tilfinningum okkar en að við eigum að reyna að stefna að þeim jákvæðu sem veita vellíðan. Þá er skynsamlegt að tjá tilfinningar sínar á þann máta að þeir sem í kringum mann eru skilji og þurfi síður að geta í eyðurnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Öll höfum við tilfinningar, hvatir og þarfir sem hafa áhrif á okkur dagsdaglega. Sumar þessara tilfinninga getur verið erfitt að bera á borð, sérstaklega ef þær eru vandræðalegar eða mjög persónulegar. Ekki síst ef við eigum von á því að fá neikvæð viðbrögð þegar við látum þær í ljós. Lítið og sætt dæmi sem flestir kannast við er að vera ástfanginn, en vera ekki viss um að sá sem ástin beinist að beri sömu tilfinningar til okkar og við til viðkomandi. Þessi glíma, að opinbera sig ekki fyrr en maður er nokkuð viss í sinni sök, leiðir af sér áhugaverð hegðunarmynstur og er oft á tíðum heilmikið leikrit. Hver man ekki eftir því að vera skotinn í fyrsta sinn, þvílíkt sem það var vandræðalegt allt saman! Svo vaxa menn úr grasi og þroskast, sumum gengur betur en öðrum að tjá tilfinningar sínar en aðrir eiga alltaf í jafn miklum erfiðleikum með það. Annað dæmi um tilfinningar sem við getum átt í erfiðleikum með að tjá er sorgin. Þeir sem ganga í gegnum lífið hafa allir á einhverjum tímapunkti orðið fyrir missi ástvinar, hvernig sem slíkt ber að, eða hver það er sem kveður, er það alltaf ákveðið áfall. Margir bera harm sinn í hljóði, sumir missa tökin á lífinu og tilverunni, aðrir bresta í grát og bera tilfinningar sínar á borð. Allir eiga það þó sameiginlegt að líða illa og eiga erfitt. Við vitum að engir tveir einstaklingar eru eins og upplifun þeirra því ekki sú sama, en af því að sorgin er það algengt fyrirbæri getum við að vissu leyti sett okkur í spor þess sem glímir við sorgina hverju sinni og við tökum þátt í henni. Með þessu er ég á engan hátt að einfalda sorgarferlið, né gera lítið úr tilfinningum einstaklinga heldur þvert á móti að benda á það að engin ein leið er út úr slíkri vanlíðan.Reiðin og gleðin Í tengslum við bæði ást og sorg er algengt að upplifa reiði sem á sér margar orsakir í sjálfu sér en grundvallast þó oftast á því að maður hefur ekki fulla stjórn á því sem er í kringum mann. Við getum ekki stjórnað lífi og dauða í almennum skilningi, né heldur tilfinningum eða gjörðum annarra. Þegar viðkomandi gerir sér grein fyrir því hversu lítil áhrif hann hefur brýst reiðin stundum út sem viðbragð. Við eigum auðveldara með að stjórna reiðinni þegar við sýnum auðmýkt gagnvart þeirri staðreynd að hafa takmarkaða stjórn. Reiði er í eðli sínu neikvæð tilfinning í samanburði við hinar fyrri sem byggja á væntumþykju og hluttekningu í lífi annarra. Hægt er að ræða ýmsar aðrar tilfinningar sem hafa áhrif á líf okkar og líðan en andstæðan við reiðina er gleðin sem virðist oftsinnis vera auðvelt að sýna og tjá sé hún til staðar. Henni fylgir jákvæðni og einhver orka sem er smitandi. Við viljum gjarnan vera í kringum þá sem eru glaðir og við þurfum að hlæja, helst sem mest. Þá er okkur mikilvæg svokölluð öryggistilfinning, ekki síður en hræðslan, en það eru tilfinningar sem byggja á lífshvötinni svokölluðu sem liggur til grundvallar því að viðhalda sjálfum sér. Hvatir og þarfir spila stórt hlutverk en í þann flokk falla til dæmis kynhvötin og kynþörfin sem geta brenglað verulega tilfinningalíf einstaklinga og hafa áhrif á samskipti þeirra við aðra. Sumir hafa gengið svo langt að segja að þessar frumhvatir stýri meiru um það hvernig við högum okkur en flest annað. Oft er talað um hinar lægstu hvatir en erfitt er að skilgreina þær nema út frá þörfum og tilfinningum einstaklinga og því hvaða áhrif þær hafa á þá. Ef ég ætti að velja eina sem virðist ekkert jákvætt hafa með sér, þá væri það öfundin. Hún skilur ekkert uppbyggilegt eftir sig og megintilgangur hennar virðist vera að brjóta niður þann sem öfundar og skemma samskiptin við þann sem öfundast er út í. Meiningin með þessum freudíska pistli er að benda á við getum átt erfitt með að stjórna tilfinningum okkar en að við eigum að reyna að stefna að þeim jákvæðu sem veita vellíðan. Þá er skynsamlegt að tjá tilfinningar sínar á þann máta að þeir sem í kringum mann eru skilji og þurfi síður að geta í eyðurnar.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun