Ferð til Brasilíu í sumar er ekki lengur draumur Kolbeinn Tumi Daðason í Zagreb skrifar 19. nóvember 2013 08:00 Eiður Smári Guðjohnsen vinnur skallaeinvígi á æfingu íslenska landsliðsins í Zagreb í gær. MYnd/Vilhelm „Ég er gífurlega stoltur af því að vera fyrirliði þessa liðs,“ segir Aron Einar Gunnarsson. Miðjumaðurinn segir hlutverk sitt sérstaklega skemmtilegt þessa dagana þegar svona vel gangi. „Okkur hefur tekist að breyta hugarfari Íslendinga gagnvart landsliðinu. Við spilum skemmtilegan fótbolta og það sást í stúkunni á Laugardalsvelli á föstudaginn.“ Leikmenn íslenska liðsins börðust sem sært ljón í umræddum leik. Niðurstaðan varð markalaust jafntefli sem voru fyrsta flokks úrslit í ljósi þess að Íslendingar spiluðu manni færri í síðari hálfleik. „Auðvitað erum við minni spámenn í þessum leikjum en við erum þó ekki svo fjarri Króötunum,“ segir landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck. „Ég hlakka til leiksins og tel okkur eiga góðan möguleika.“ Landsliðsþjálfarinn 65 ára hefur ítrekað lýst yfir ánægju sinni með leikmenn íslenska landsliðsins. Þeir hvorki kvarti né kveini heldur taki mikla ábyrgð, séu ófeimnir og flottir fulltrúar þjóðar sinnar. Fyrirliðinn Aron Einar er ekki síður stoltur af strákunum sem hann mun leiða út á Maksimir-leikvanginn í Zagreb í kvöld. „Ég er rosalega stoltur af strákunum, hvernig þetta hefur gengið og hvernig þeir hafa meðhöndlað stöðuna,“ segir Aron Einar hvergi banginn fyrir leikinn stóra í kvöld. Menn séu hættir að láta sig dreyma því nú sé þetta í þeirra höndum. Ferð til Brasilíu í sumar sé góður möguleiki. „Við verðum bara að hafa trú á því. Það er það eina sem skiptir máli. Hafi leikmenn ekki trú á verkefninu er voðinn vís. Leikurinn verður erfiður og strákarnir vita það vel.“ Lagerbäck var brosmildur í spjalli við blaðamann í gær og óskandi að hið sama verði uppi á teningnum að leik loknum í kvöld. „Maður veit aldrei hvað gerist í fótbolta. Ég vona það að sjálfsögðu en það kemur í ljós að leik loknum. Yfirspili Króatar okkur og sigri þá brosi ég varla,“ segir Lagerbäck. Þá þurfi Ísland að sætta sig við að vera lakara lið en Króatía. „Ég vona hins vegar að við verðum báðir brosandi annað kvöld.“ Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Sjá meira
„Ég er gífurlega stoltur af því að vera fyrirliði þessa liðs,“ segir Aron Einar Gunnarsson. Miðjumaðurinn segir hlutverk sitt sérstaklega skemmtilegt þessa dagana þegar svona vel gangi. „Okkur hefur tekist að breyta hugarfari Íslendinga gagnvart landsliðinu. Við spilum skemmtilegan fótbolta og það sást í stúkunni á Laugardalsvelli á föstudaginn.“ Leikmenn íslenska liðsins börðust sem sært ljón í umræddum leik. Niðurstaðan varð markalaust jafntefli sem voru fyrsta flokks úrslit í ljósi þess að Íslendingar spiluðu manni færri í síðari hálfleik. „Auðvitað erum við minni spámenn í þessum leikjum en við erum þó ekki svo fjarri Króötunum,“ segir landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck. „Ég hlakka til leiksins og tel okkur eiga góðan möguleika.“ Landsliðsþjálfarinn 65 ára hefur ítrekað lýst yfir ánægju sinni með leikmenn íslenska landsliðsins. Þeir hvorki kvarti né kveini heldur taki mikla ábyrgð, séu ófeimnir og flottir fulltrúar þjóðar sinnar. Fyrirliðinn Aron Einar er ekki síður stoltur af strákunum sem hann mun leiða út á Maksimir-leikvanginn í Zagreb í kvöld. „Ég er rosalega stoltur af strákunum, hvernig þetta hefur gengið og hvernig þeir hafa meðhöndlað stöðuna,“ segir Aron Einar hvergi banginn fyrir leikinn stóra í kvöld. Menn séu hættir að láta sig dreyma því nú sé þetta í þeirra höndum. Ferð til Brasilíu í sumar sé góður möguleiki. „Við verðum bara að hafa trú á því. Það er það eina sem skiptir máli. Hafi leikmenn ekki trú á verkefninu er voðinn vís. Leikurinn verður erfiður og strákarnir vita það vel.“ Lagerbäck var brosmildur í spjalli við blaðamann í gær og óskandi að hið sama verði uppi á teningnum að leik loknum í kvöld. „Maður veit aldrei hvað gerist í fótbolta. Ég vona það að sjálfsögðu en það kemur í ljós að leik loknum. Yfirspili Króatar okkur og sigri þá brosi ég varla,“ segir Lagerbäck. Þá þurfi Ísland að sætta sig við að vera lakara lið en Króatía. „Ég vona hins vegar að við verðum báðir brosandi annað kvöld.“
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Sjá meira