Jafna sem ekki gengur upp Tryggvi Felixson skrifar 23. nóvember 2013 07:00 Á vorþingi 2013 var samþykkt þingsályktun um verndar- og orkunýtingaráætlun sem skipar hugmyndum um Norðlingaölduveitu í „verndarflokk“. Mörk þessa svæðis eru Þjórsá frá upphafskvíslum allt suður að Sultartangalóni. Þar sem vatnasviði að austan hefur þegar verið raskað með Kvíslaveitum er aðeins um vatnasviðið að vestan að ræða. Í júní hugðist umhverfisráðherra fylgja ákvörðun Alþingis og stækka friðlandið í Þjórsárverum. Landsvirkjun brást illa við þessu og gleymdi með öllu gefnum loforðum, að lúta niðurstöðu rammaáætlunar. Ráðherra var hótað lögsókn færði hann út friðlandsmörkin. Þetta stöðvaði friðlýsingarferlið. Nú berast þau tíðindi að Landsvirkjun sé tilbúin með nýja útfærslu á Norðlingaölduveitu sem vel geti farið saman með verndun Þjórsárvera. Umhverfisráðherra virðist ekki útiloka að svo geti verið. Í lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun segir: „stjórnvöld skulu þegar Alþingi hefur samþykkt verndar- og nýtingaráætlun hefja undirbúning að friðlýsingu landssvæða sem ástæða þykir til að friðlýsa gagnvart orkuvinnslu samkvæmt verndarflokki áætlunarinnar“. Í skýringum við frumvarpið er tekið fram að virkjunarsvæði í vatnsafli miðist við allt vatnasvið fallvatns ofan þeirrar virkjunar sem nýtir fallið og farveg fallsvatnsins neðan virkjunar. Einnig er tilgreind sú meginregla að hvers konar framkvæmdir og rannsóknir vegna virkjunarkosta í verndarflokki séu óheimilar. Samkvæmt þessu eru forsendur fyrir Norðlingaölduveitu brostnar. Nýjar útfærslur fá því ekki breytt. Að baki er yfir 40 ára barátta fyrir verndun Þjórsárvera. Margt hefur áunnist á þeim árum. Tillögur um mannvirki hafa hægt og bítandi breyst frá því að vera mannvirki sem valda myndu algjörri eyðingu náttúrufars á svæðinu í eitthvað minna, en sem engu að síður mun valda umtalsverðum umhverfisáhrifum. Norðlingaölduveita verður ekki reist án mannvirkja sem eyða víðernum og veita vatni frá einum glæsilegustu fossum landsins. Nú er mál að linni. Vinir Þjórsárvera hvetja umhverfisráðherra að friðlýsa svæðið í samræmi við lögin. Félagið biður Landsvirkjun að sætta sig við orðinn hlut, standa við gefin loforð, lifa í sátt með þjóðinni sem á fyrirtækið og bera ekki fleiri sprek (almannafé) á bál ófriðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Felixson Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Á vorþingi 2013 var samþykkt þingsályktun um verndar- og orkunýtingaráætlun sem skipar hugmyndum um Norðlingaölduveitu í „verndarflokk“. Mörk þessa svæðis eru Þjórsá frá upphafskvíslum allt suður að Sultartangalóni. Þar sem vatnasviði að austan hefur þegar verið raskað með Kvíslaveitum er aðeins um vatnasviðið að vestan að ræða. Í júní hugðist umhverfisráðherra fylgja ákvörðun Alþingis og stækka friðlandið í Þjórsárverum. Landsvirkjun brást illa við þessu og gleymdi með öllu gefnum loforðum, að lúta niðurstöðu rammaáætlunar. Ráðherra var hótað lögsókn færði hann út friðlandsmörkin. Þetta stöðvaði friðlýsingarferlið. Nú berast þau tíðindi að Landsvirkjun sé tilbúin með nýja útfærslu á Norðlingaölduveitu sem vel geti farið saman með verndun Þjórsárvera. Umhverfisráðherra virðist ekki útiloka að svo geti verið. Í lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun segir: „stjórnvöld skulu þegar Alþingi hefur samþykkt verndar- og nýtingaráætlun hefja undirbúning að friðlýsingu landssvæða sem ástæða þykir til að friðlýsa gagnvart orkuvinnslu samkvæmt verndarflokki áætlunarinnar“. Í skýringum við frumvarpið er tekið fram að virkjunarsvæði í vatnsafli miðist við allt vatnasvið fallvatns ofan þeirrar virkjunar sem nýtir fallið og farveg fallsvatnsins neðan virkjunar. Einnig er tilgreind sú meginregla að hvers konar framkvæmdir og rannsóknir vegna virkjunarkosta í verndarflokki séu óheimilar. Samkvæmt þessu eru forsendur fyrir Norðlingaölduveitu brostnar. Nýjar útfærslur fá því ekki breytt. Að baki er yfir 40 ára barátta fyrir verndun Þjórsárvera. Margt hefur áunnist á þeim árum. Tillögur um mannvirki hafa hægt og bítandi breyst frá því að vera mannvirki sem valda myndu algjörri eyðingu náttúrufars á svæðinu í eitthvað minna, en sem engu að síður mun valda umtalsverðum umhverfisáhrifum. Norðlingaölduveita verður ekki reist án mannvirkja sem eyða víðernum og veita vatni frá einum glæsilegustu fossum landsins. Nú er mál að linni. Vinir Þjórsárvera hvetja umhverfisráðherra að friðlýsa svæðið í samræmi við lögin. Félagið biður Landsvirkjun að sætta sig við orðinn hlut, standa við gefin loforð, lifa í sátt með þjóðinni sem á fyrirtækið og bera ekki fleiri sprek (almannafé) á bál ófriðar.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun