Halldór Ásgrímsson samdi sjálfur við Bandaríkin Árni Finnsson skrifar 26. nóvember 2013 00:00 Ótrúlegt þykir mér að lesa barlóm Halldórs Ásgrímssonar í Fréttablaðinu í gær. Staðreynd málsins er sú að Bandaríkjastjórn beitti Ísland miklu meiri þrýstingi vegna hvalveiða en það „lið“ sem hann vísar til án þess nefna á nafn. Halldóri þykir henta að kveinka sér undan þessu „liði“ en lætur hjá líða að nefna allan þann fjölda samningafunda sem íslenskir ráðamenn áttu með bandarískum starfsbræðrum sínum vegna hvalveiða í vísindaskyni árin 1986-1989 og þá staðreynd að íslensk stjórnvöld – þ.m.t. hann sjálfur - gáfu iðulega eftir gagnvart kröfum Bandaríkjanna og drógu úr veiðunum. Í sumum tilfellum var um algjöra uppgjöf að ræða. Fyrst hætti sjávarútvegsráðherrann Halldór Ásgrímsson við veiðar á steypireyðum líkt og til stóð í upphaflegri áætlun um veiðar á hvölum í vísindaskyni árin 1986-1989, því næst var kippt út veiðum á 80 hrefnum árlega og síðastar út af lista yfir öflun vísindalegra gagna voru sandreyðar. Árið 1989 voru því bara veiddar langreyðar og fjöldinn skorinn niður í 68 dýr í stað 80. Allt var þetta gert samkvæmt samningum við bandarísk stjórnvöld sem Halldór Ásgrímsson var ábyrgur fyrir.Alvarlegt mál Hvorki Greenpeace né önnur samtök stóðu að morðhótunum líkt og Halldór Ásgrímsson lætur að liggja í ummælum sínum. Forvitnilegt væri að sjá hvort íslensk stjórnvöld sáu nokkurn tíma ástæðu til að óska eftir rannsókn breskra, bandarískra eða þýskra lögregluyfirvalda á þeim hótunum sem Halldór vísar til líkt og gert var í samvinnu ríkislögreglustjóra við bresku lögregluna þegar Kárahnjúkavirkjun var mótmælt á árunum 2004-2007. Morðhótanir eru mjög alvarlegt mál en hvað Kárahnjúkavirkjun varðar kom í ljós að meintar hótanir náttúruverndarsinna áttu öðru fremur rætur sínar að rekja til bresks lögreglumanns sem gegndi nafninu Mark Kennedy og ku hafa hreiðrað um sig í búðum breskra mótmælenda. Í einhverjum tilvikum ku hreiðurgerð Kennedys ekki hafa verið í samræmi við gæðastaðal bresku lögreglunnar. Ummæli Halldórs Ásgrímssonar eru ætluð til að beina sjónum manna frá þeirri staðreynd að sú hvalveiðistefna sem hann markaði á 9. áratug síðustu aldar, þjónkun hans við Kristján Loftsson, hefur engum árangri skilað heldur kostað íslenska skattborgara vel á annan milljarð króna. Starfsmenn utanríkisráðuneytisins hafa mátt eyða ómældum vinnustundum í að skýra út fyrir erlendum starfsbræðrum sínum hvers vegna sjávarútvegsráðherra og Kristján Loftsson telja svo brýnt að veiða hvali eða hvað þeir eigi við með nauðsyn þess að halda jafnvægi í lífríki sjávar með veiðum á X fjölda hvala. Allur sá málaflutningur skilaði takmörkuðum árangri og niðurstaða arftaka Halldórs í embætti, Þorsteins Pálssonar, var að eina leiðin til að tryggja vöxt og viðgang þorskstofnsins væri að draga verulega úr veiðum. Í ljós kom að ekki var við hvalinn að sakast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Finnsson Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ótrúlegt þykir mér að lesa barlóm Halldórs Ásgrímssonar í Fréttablaðinu í gær. Staðreynd málsins er sú að Bandaríkjastjórn beitti Ísland miklu meiri þrýstingi vegna hvalveiða en það „lið“ sem hann vísar til án þess nefna á nafn. Halldóri þykir henta að kveinka sér undan þessu „liði“ en lætur hjá líða að nefna allan þann fjölda samningafunda sem íslenskir ráðamenn áttu með bandarískum starfsbræðrum sínum vegna hvalveiða í vísindaskyni árin 1986-1989 og þá staðreynd að íslensk stjórnvöld – þ.m.t. hann sjálfur - gáfu iðulega eftir gagnvart kröfum Bandaríkjanna og drógu úr veiðunum. Í sumum tilfellum var um algjöra uppgjöf að ræða. Fyrst hætti sjávarútvegsráðherrann Halldór Ásgrímsson við veiðar á steypireyðum líkt og til stóð í upphaflegri áætlun um veiðar á hvölum í vísindaskyni árin 1986-1989, því næst var kippt út veiðum á 80 hrefnum árlega og síðastar út af lista yfir öflun vísindalegra gagna voru sandreyðar. Árið 1989 voru því bara veiddar langreyðar og fjöldinn skorinn niður í 68 dýr í stað 80. Allt var þetta gert samkvæmt samningum við bandarísk stjórnvöld sem Halldór Ásgrímsson var ábyrgur fyrir.Alvarlegt mál Hvorki Greenpeace né önnur samtök stóðu að morðhótunum líkt og Halldór Ásgrímsson lætur að liggja í ummælum sínum. Forvitnilegt væri að sjá hvort íslensk stjórnvöld sáu nokkurn tíma ástæðu til að óska eftir rannsókn breskra, bandarískra eða þýskra lögregluyfirvalda á þeim hótunum sem Halldór vísar til líkt og gert var í samvinnu ríkislögreglustjóra við bresku lögregluna þegar Kárahnjúkavirkjun var mótmælt á árunum 2004-2007. Morðhótanir eru mjög alvarlegt mál en hvað Kárahnjúkavirkjun varðar kom í ljós að meintar hótanir náttúruverndarsinna áttu öðru fremur rætur sínar að rekja til bresks lögreglumanns sem gegndi nafninu Mark Kennedy og ku hafa hreiðrað um sig í búðum breskra mótmælenda. Í einhverjum tilvikum ku hreiðurgerð Kennedys ekki hafa verið í samræmi við gæðastaðal bresku lögreglunnar. Ummæli Halldórs Ásgrímssonar eru ætluð til að beina sjónum manna frá þeirri staðreynd að sú hvalveiðistefna sem hann markaði á 9. áratug síðustu aldar, þjónkun hans við Kristján Loftsson, hefur engum árangri skilað heldur kostað íslenska skattborgara vel á annan milljarð króna. Starfsmenn utanríkisráðuneytisins hafa mátt eyða ómældum vinnustundum í að skýra út fyrir erlendum starfsbræðrum sínum hvers vegna sjávarútvegsráðherra og Kristján Loftsson telja svo brýnt að veiða hvali eða hvað þeir eigi við með nauðsyn þess að halda jafnvægi í lífríki sjávar með veiðum á X fjölda hvala. Allur sá málaflutningur skilaði takmörkuðum árangri og niðurstaða arftaka Halldórs í embætti, Þorsteins Pálssonar, var að eina leiðin til að tryggja vöxt og viðgang þorskstofnsins væri að draga verulega úr veiðum. Í ljós kom að ekki var við hvalinn að sakast.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar