„Snarkvondir“ dagar á Ríkisútvarpinu… Björg Eva Erlendsdóttir skrifar 30. nóvember 2013 06:00 Eðlilega er nú spurt um ábyrgð stjórnar Ríkisútvarpsins á því sem gerist á fjölmiðlinum þessa dagana. Því er nauðsynlegt að vekja athygli á eftirfarandi. Í lögum frá í vor segir að starfssvið stjórnar sé: „að móta í samvinnu við útvarpsstjóra dagskrárstefnu og megináherslur í starfi Ríkisútvarpsins til lengri tíma. …taka meiriháttar ákvarðanir um rekstur Ríkisútvarpsins, …ýmist að eigin frumkvæði eða fengnum tillögum útvarpsstjóra eða annarra starfsmanna. Skal útvarpsstjóri gæta þess að stjórnin sé á hverjum tíma upplýst um helstu þætti í starfseminni.“ Ný níu manna stjórn kosin af Alþingi í sumar þarf að sýna á spilin. Rekstraráætlun sem fól í sér uppsagnir sextíu starfsmanna var borin undir hana fyrir mánuði og samþykkt af meirihluta. Tveir stjórnarmenn greiddu atkvæði gegn með bókun, um að þeir teldu það brjóta gegn skyldum almannaútvarps að skera mest niður í dagskrá sem snýr að menningar- og fræðsluhlutverki, en verja afþreyingarefni sem tekur til sín auglýsingar. Eftirmálann þekkjum við. Vert er að rifja upp orð menntamálaráðherra á Alþingi sem kveðst vilja verja menningarhlutverk Ríkisútvarpsins sem markaðurinn getur ekki sinnt. Stjórn hefur nú harmað uppsagnirnar og skorað á stjórnvöld að tryggja reksturinn. Ábyrgðin En að ábyrgð útvarpsstjóra. Rekstraráætlun var lögð fyrir stjórn með hraði. Til að ekki hlytist meira tjón af. En tjónið varð og trúverðugleikinn brast. Lamað útvarp, átakafundur starfsmanna, umdeilanlegar aðferðir við uppsagnir og óljós framtíð eru staðreynd. Stjórn hefur enga hugmynd um hvernig fyllt verður í dagskrárskörðin. En í sjónvarpinu kemur yfirlit yfir skapsmuni útvarpsstjóra, sem þó eru flestum kunnir og ræða hans um að aðrir séu ábyrgir. Stjórnvöld beri ábyrgð á fjármálunum, færustu uppsagnarsérfræðingar á framkomu við brottrekna starfsmenn, ákvarðanir um hverjum var sagt upp komi „að neðan“. Geðslag útvarpsstjórans virðist það eina sem hann ber ábyrgð á og hann fær gott pláss til að biðjast fyrirgefningar á því að hafa orðið „snarkvondur“ á starfsmannafundi. Brýnna væri að fá vitneskju um hvort stefna hafi verið mörkuð til að lágmarka tjón sem hlýst af því að Rás eitt missir helming starfsmanna, tónlistardeildin er aflögð og Kastljós vængstýft. Og fróðlegt væri að sjá sérfræðingana sem Páll vísar til, standa fyrir máli sínu um fagmennsku við uppsagnir. Fyrir útvarpsstjóra sjálfan hefði verið betra að geta borið aðra fyrir ummælum sínum að það séu smámunir og lýðskrum að lækka stjórnendalaun á RÚV til að spara. Svör útvarpsstjóra voru rýr. En spurningarnar góðar sem sýnir að Ríkisútvarpið á sér viðreisnar von. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Eva Erlendsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Eðlilega er nú spurt um ábyrgð stjórnar Ríkisútvarpsins á því sem gerist á fjölmiðlinum þessa dagana. Því er nauðsynlegt að vekja athygli á eftirfarandi. Í lögum frá í vor segir að starfssvið stjórnar sé: „að móta í samvinnu við útvarpsstjóra dagskrárstefnu og megináherslur í starfi Ríkisútvarpsins til lengri tíma. …taka meiriháttar ákvarðanir um rekstur Ríkisútvarpsins, …ýmist að eigin frumkvæði eða fengnum tillögum útvarpsstjóra eða annarra starfsmanna. Skal útvarpsstjóri gæta þess að stjórnin sé á hverjum tíma upplýst um helstu þætti í starfseminni.“ Ný níu manna stjórn kosin af Alþingi í sumar þarf að sýna á spilin. Rekstraráætlun sem fól í sér uppsagnir sextíu starfsmanna var borin undir hana fyrir mánuði og samþykkt af meirihluta. Tveir stjórnarmenn greiddu atkvæði gegn með bókun, um að þeir teldu það brjóta gegn skyldum almannaútvarps að skera mest niður í dagskrá sem snýr að menningar- og fræðsluhlutverki, en verja afþreyingarefni sem tekur til sín auglýsingar. Eftirmálann þekkjum við. Vert er að rifja upp orð menntamálaráðherra á Alþingi sem kveðst vilja verja menningarhlutverk Ríkisútvarpsins sem markaðurinn getur ekki sinnt. Stjórn hefur nú harmað uppsagnirnar og skorað á stjórnvöld að tryggja reksturinn. Ábyrgðin En að ábyrgð útvarpsstjóra. Rekstraráætlun var lögð fyrir stjórn með hraði. Til að ekki hlytist meira tjón af. En tjónið varð og trúverðugleikinn brast. Lamað útvarp, átakafundur starfsmanna, umdeilanlegar aðferðir við uppsagnir og óljós framtíð eru staðreynd. Stjórn hefur enga hugmynd um hvernig fyllt verður í dagskrárskörðin. En í sjónvarpinu kemur yfirlit yfir skapsmuni útvarpsstjóra, sem þó eru flestum kunnir og ræða hans um að aðrir séu ábyrgir. Stjórnvöld beri ábyrgð á fjármálunum, færustu uppsagnarsérfræðingar á framkomu við brottrekna starfsmenn, ákvarðanir um hverjum var sagt upp komi „að neðan“. Geðslag útvarpsstjórans virðist það eina sem hann ber ábyrgð á og hann fær gott pláss til að biðjast fyrirgefningar á því að hafa orðið „snarkvondur“ á starfsmannafundi. Brýnna væri að fá vitneskju um hvort stefna hafi verið mörkuð til að lágmarka tjón sem hlýst af því að Rás eitt missir helming starfsmanna, tónlistardeildin er aflögð og Kastljós vængstýft. Og fróðlegt væri að sjá sérfræðingana sem Páll vísar til, standa fyrir máli sínu um fagmennsku við uppsagnir. Fyrir útvarpsstjóra sjálfan hefði verið betra að geta borið aðra fyrir ummælum sínum að það séu smámunir og lýðskrum að lækka stjórnendalaun á RÚV til að spara. Svör útvarpsstjóra voru rýr. En spurningarnar góðar sem sýnir að Ríkisútvarpið á sér viðreisnar von.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun