Hættur að svekkja sig á landsliðsvalinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. desember 2013 06:00 Bjarki Már (til hægri) ásamt Guðjón Val Sigurðssyni fyrir viðureign Kiel og Eisenach í haust.Mynd/Aðsend Óhætt er að segja að Bjarki Már Elísson hafi slegið í gegn í þýsku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíð. Hann fékk sig lausan frá HK í sumar og einsetti sér að halda í atvinnumennsku. Lítið virtist ganga í þeim efnum og fór svo að hann samdi við FH. „Ég gæti alveg eins hafa verið að spila í Hafnarfjarðarslagnum í síðustu viku,“ segir Bjarki sem tekur undir með blaðamanni að hlutirnir geti gerst hratt. Þannig hafi það svo sannarlega verið í þess tilfelli þegar síminn hringdi óvænt frá Aðalsteini Eyjólfssyni, þjálfara Eisenach. „Ég fékk símtal frá Alla á föstudegi og var kominn út á sunnudegi. Þetta var aðeins tíu dögum áður en ákvæði í samningi mínum um að mega yfirgefa FH átti að renna út,“ segir hornamaðurinn sem skoraði þrjú mörk í sínum fyrsta leik með liðinu. Nú eftir 16 leiki er hann markahæstur Íslendinga í sterkustu deild í heimi með 64 mörk eða 4 mörk að meðaltali í leik. „Það hefur gengið mjög vel að aðlagast. Ég fæ að spila helling og nýt mikils trausts,“ segir Fylkismaðurinn uppaldi. Hann viðurkennir að hafa átt lélega leiki inn á milli en fleiri hafi verið góðir. „Ég er svo metnaðarfullur að mér finnst að ég ætti að vera kominn með 100 mörk en ekki 64. Mig langar að enda tímabilið á meðal 25 markahæstu leikmanna deildarinnar,“ segir Bjarki Már. Lykillinn í velgengninni sé spilatíminn enda hafi það vegið þungt þegar skrifað var undir samninginn. Mikil samkeppni er um stöðu vinstri hornamanns í íslenska landsliðinu. Guðjón Valur Sigurðsson hefur staðið vaktina þar lengi og erfitt fyrir nokkurn að veita Seltirningnum eldfljóta samkeppni. „Ég er svo oft búinn að svekkja mig á því að vera ekki valinn að ég myndi líta á það sem bónus,“ segir Bjarki Már um möguleika sína á að komast í landsliðshópinn fyrir EM í Danmörku í janúar. „Ég hef tvisvar verið í æfingahópi fyrir stórmót en ekki farið með. Það er auðvelt að leggjast í eitthvað svekkelsi en nú lít ég bara á það sem bónus.“ Aðspurður um stöðu Eisenach sem situr í fallsæti segir Bjarki Már að menn megi ekki gleyma stærð félagsins. Liðið hafi verið síðasta liðið til að koma upp úr b-deildinni síðastliðið vor og skrýtið að það komi fólki á óvart að liðið sé í botnbaráttu. „Við erum nýliðar og leikmenn með ekki það há laun. Við erum nokkuð ánægðir með stigin sjö á þessum tímapunkti. Þau gætu verið aðeins fleiri en einnig aðeins færri. Við erum bara á ágætu róli í dag.“ EM 2014 karla Handbolti Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Fleiri fréttir Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Sjá meira
Óhætt er að segja að Bjarki Már Elísson hafi slegið í gegn í þýsku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíð. Hann fékk sig lausan frá HK í sumar og einsetti sér að halda í atvinnumennsku. Lítið virtist ganga í þeim efnum og fór svo að hann samdi við FH. „Ég gæti alveg eins hafa verið að spila í Hafnarfjarðarslagnum í síðustu viku,“ segir Bjarki sem tekur undir með blaðamanni að hlutirnir geti gerst hratt. Þannig hafi það svo sannarlega verið í þess tilfelli þegar síminn hringdi óvænt frá Aðalsteini Eyjólfssyni, þjálfara Eisenach. „Ég fékk símtal frá Alla á föstudegi og var kominn út á sunnudegi. Þetta var aðeins tíu dögum áður en ákvæði í samningi mínum um að mega yfirgefa FH átti að renna út,“ segir hornamaðurinn sem skoraði þrjú mörk í sínum fyrsta leik með liðinu. Nú eftir 16 leiki er hann markahæstur Íslendinga í sterkustu deild í heimi með 64 mörk eða 4 mörk að meðaltali í leik. „Það hefur gengið mjög vel að aðlagast. Ég fæ að spila helling og nýt mikils trausts,“ segir Fylkismaðurinn uppaldi. Hann viðurkennir að hafa átt lélega leiki inn á milli en fleiri hafi verið góðir. „Ég er svo metnaðarfullur að mér finnst að ég ætti að vera kominn með 100 mörk en ekki 64. Mig langar að enda tímabilið á meðal 25 markahæstu leikmanna deildarinnar,“ segir Bjarki Már. Lykillinn í velgengninni sé spilatíminn enda hafi það vegið þungt þegar skrifað var undir samninginn. Mikil samkeppni er um stöðu vinstri hornamanns í íslenska landsliðinu. Guðjón Valur Sigurðsson hefur staðið vaktina þar lengi og erfitt fyrir nokkurn að veita Seltirningnum eldfljóta samkeppni. „Ég er svo oft búinn að svekkja mig á því að vera ekki valinn að ég myndi líta á það sem bónus,“ segir Bjarki Már um möguleika sína á að komast í landsliðshópinn fyrir EM í Danmörku í janúar. „Ég hef tvisvar verið í æfingahópi fyrir stórmót en ekki farið með. Það er auðvelt að leggjast í eitthvað svekkelsi en nú lít ég bara á það sem bónus.“ Aðspurður um stöðu Eisenach sem situr í fallsæti segir Bjarki Már að menn megi ekki gleyma stærð félagsins. Liðið hafi verið síðasta liðið til að koma upp úr b-deildinni síðastliðið vor og skrýtið að það komi fólki á óvart að liðið sé í botnbaráttu. „Við erum nýliðar og leikmenn með ekki það há laun. Við erum nokkuð ánægðir með stigin sjö á þessum tímapunkti. Þau gætu verið aðeins fleiri en einnig aðeins færri. Við erum bara á ágætu róli í dag.“
EM 2014 karla Handbolti Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Fleiri fréttir Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Sjá meira