Enn einn vafningur ríkisstjórnarinnar Oddný G. Harðardóttir skrifar 9. desember 2013 07:00 Fjármála- og efnahagsráðherra sagði í hádegisfréttum RÚV á sunnudaginn að meðal breytingartillagna við fjárlagafrumvarpið væri að skera niður þróunaraðstoð, barnabætur og vaxtabætur. Það sé nauðsynlegt að gera til að mæta vanda í heilbrigðiskerfinu. Erum við raunverulega í svo miklum vanda að einstæðir foreldrar, barnafólk og fátækustu ríki heims þurfi að taka á sig auknar byrðar til að mæta rekstrarvanda heilbrigðiskerfisins? Lítum á heildarmyndina: 1. Fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar var að lækka veiðigjald til útgerðarmanna um 6,4 milljarða króna á árinu 2014 og lækka neysluskatt sem erlendir ferðamenn greiða að mestu um 1,5 milljarða króna. Samtals dragast tekjur ríkisins saman um 7,9 milljarða vegna þessara forgangsverka ríkisstjórnarinnar. 2. Fyrri ríkisstjórn hafði stöðvað niðurskurð í rekstri heilbrigðisstofnana og vegna brýnnar þarfar bætt við umtalsverðum fjárhæðum til tækjakaupa og til geðheilbrigðismála. 3. Hin nýja ríkisstjórn hóf hins vegar niðurskurð í rekstri heilbrigðisstofnana að nýju eftir að hafa gefið útvegsmönnum og erlendum ferðamönnum umtalsverðan afslátt á opinberum gjöldum. 4. Nú hefur nýja ríkisstjórnin áttað sig á því að nauðsynlegt muni vera að draga úr fyrirhuguðum niðurskurði í rekstri heilbrigðisstofnana og bæta þurfi við fjármagni vegna endurnýjunar tækjakosts sem hafinn var í tíð fyrri ríkisstjórnar. 5. Til þess að þetta sé mögulegt, segir fjármálaráðherra að nú verði að leita í vasa einstæðra foreldra, barnafólks, þeirra sem njóta tekjutengdra vaxtabóta og fátækustu ríkja heims. Eftir þessa snúninga ríkisstjórnarinnar er niðurstaðan sú að það eru þeir sem eru í mestum fjárhagsvanda sem greiða fyrir afslátt til útgerðarmanna og erlendra ferðamanna. Afganginn á fólk í fátækustu ríkjum heims að taka á sig. Stefna ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er skýr í þessu sem öðru. Auka skal ójöfnuð í samfélaginu og flytja markvisst fjármuni frá þeim sem minnst hafa til þeirra sem hafa nóg fyrir. Það mun Samfylkingin – jafnaðarmannaflokkur Íslands aldrei sætta sig við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Fjármála- og efnahagsráðherra sagði í hádegisfréttum RÚV á sunnudaginn að meðal breytingartillagna við fjárlagafrumvarpið væri að skera niður þróunaraðstoð, barnabætur og vaxtabætur. Það sé nauðsynlegt að gera til að mæta vanda í heilbrigðiskerfinu. Erum við raunverulega í svo miklum vanda að einstæðir foreldrar, barnafólk og fátækustu ríki heims þurfi að taka á sig auknar byrðar til að mæta rekstrarvanda heilbrigðiskerfisins? Lítum á heildarmyndina: 1. Fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar var að lækka veiðigjald til útgerðarmanna um 6,4 milljarða króna á árinu 2014 og lækka neysluskatt sem erlendir ferðamenn greiða að mestu um 1,5 milljarða króna. Samtals dragast tekjur ríkisins saman um 7,9 milljarða vegna þessara forgangsverka ríkisstjórnarinnar. 2. Fyrri ríkisstjórn hafði stöðvað niðurskurð í rekstri heilbrigðisstofnana og vegna brýnnar þarfar bætt við umtalsverðum fjárhæðum til tækjakaupa og til geðheilbrigðismála. 3. Hin nýja ríkisstjórn hóf hins vegar niðurskurð í rekstri heilbrigðisstofnana að nýju eftir að hafa gefið útvegsmönnum og erlendum ferðamönnum umtalsverðan afslátt á opinberum gjöldum. 4. Nú hefur nýja ríkisstjórnin áttað sig á því að nauðsynlegt muni vera að draga úr fyrirhuguðum niðurskurði í rekstri heilbrigðisstofnana og bæta þurfi við fjármagni vegna endurnýjunar tækjakosts sem hafinn var í tíð fyrri ríkisstjórnar. 5. Til þess að þetta sé mögulegt, segir fjármálaráðherra að nú verði að leita í vasa einstæðra foreldra, barnafólks, þeirra sem njóta tekjutengdra vaxtabóta og fátækustu ríkja heims. Eftir þessa snúninga ríkisstjórnarinnar er niðurstaðan sú að það eru þeir sem eru í mestum fjárhagsvanda sem greiða fyrir afslátt til útgerðarmanna og erlendra ferðamanna. Afganginn á fólk í fátækustu ríkjum heims að taka á sig. Stefna ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er skýr í þessu sem öðru. Auka skal ójöfnuð í samfélaginu og flytja markvisst fjármuni frá þeim sem minnst hafa til þeirra sem hafa nóg fyrir. Það mun Samfylkingin – jafnaðarmannaflokkur Íslands aldrei sætta sig við.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun