Pisa-skelkur Guðmundur Andri Thorsson skrifar 9. desember 2013 07:00 Eins og kunnugt er birtist sjálfsvitund þessa þjóðarkrílis ýmist í formi oflætis eða vanmetakenndar. Annaðhvort tala menn eins og Íslendingar séu frumkvöðlar allra hluta í fararbroddi á heimsvísu – eða einstök flón. Við erum hvorugt.Leiðinlegri skóla? Skelkurinn í bringunni að þessu sinni er ný könnun kennd við Pisa og leiðir í ljós að skólabörn á Íslandi dragast aftur úr jafnöldrum sínum í öðrum löndum í lestri, lestrarskilningi og stærðfræði. Einkum eru það eins og fyrri daginn blessaðir drengirnir okkar sem þykja standa sig frámunalega illa, sérstaklega í lestrarskilningi. Sumir segja að þessi könnun mæli ekki neitt sem máli skipti – bara einhverja gamaldags hæfni sem ekki reyni á í nútímasamfélagi þar sem tölvulæsi og útsjónarsemi sé mikilvægari og meira sé um vert að börnunum líði almennt vel og dregið hafi stórlega úr einelti. Aðrir eru ókátari og hafa mörg orð um að nú þurfi að auka aga í skóla; gera skólann leiðinlegri og erfiðari; það vanti meira stagl, helst að innleiða kverið gamla á ný með hundraðogelleftu meðferðinni. Líka hafa heyrst skýringar þess efnis að börn nái ekki eðlilegum málþroska því þau séu of lengi og of ung og of mörg saman á leikskólum á máltökuskeiðinu og heyri einfaldlega ekki nægilega mikið talað til þess að ná eðlilegum málþroska. Eitthvað er að minnsta kosti ekki eins og það á að vera. Ekki verður undan því litið að vaxandi lestrarerfiðleikar eru töluvert áhyggjuefni. Það kann að vera þjóðsaga að Íslendingar hafi verið upp til hópa læsir hér um aldir, en sagnaþjóð hafa þeir þó verið frá fyrstu tíð og sagnamennskan mikilvægur þáttur í sjálfsmynd og réttlætingu þjóðarinnar fyrir því að vera til ásamt annarri þeirri menningarstarfsemi sem útvarpsstjóri er farinn að skilgreina sem sérvisku. Sagnamennskan er þó ekki endilega bundin við bókina, eins og við þekkjum og kann að lifa hana af, rétt eins og hún lifði það af þegar bókin kom til sögunnar. Hitt varðar ekki síður miklu, að vondur lestrarskilningur kann að bitna á fólki og almennum skilningi í samfélaginu. Lestur er nefnilega gagnleg aðferð við að afla sér upplýsinga og skilja margbrotinn veruleika, brjóta til mergjar, hugsa. Það er slæmt að skilja ekki tiltölulega einfaldan texta og þótt viðkomandi einstaklingur geti að sjálfsögðu spjarað sig vel og átt gott og gjöfult líf án þess að lesa stafkrók, þá getur ólæsi leitt til þess að fólk dragist aftur úr öðrum á ýmsan hátt. Er nokkuð of lítið lesið á heimilum landsmanna? Skyldi það vera algengt að börn sjái foreldra sína aldrei opna bók? Ætli séu mörg heimili þar sem bækur eru ekki hafðar í skápum sem stofustáss? Fá börn skilaboð að heiman um að vert sé að lesa? Er það forsvaranlegt að eftirláta kennurunum það einvörðungu að sjá til þess að börnin tileinki sér bókmenningu og lestur?Gildi menntunar? Og stundum sækja á mann grunsemdir. Stundum hvarflar að manni að hér ríki viss tvískinnungur í menntamálum. Stjórnmálamennirnir okkar tala í ræðum sínum um gildi menntunar og nauðsyn þess að auka menntun hér og efla hana á alla lund. En er æðri menntun mikils metin í íslensku samfélagi – í rauninni? Fólk á miðjum aldri kannast allt við sögur af krökkum – iðulega strákum – sem hættu í skóla snemma og fóru út í atvinnulífið og voru komnir í einbýlishús í Grafarvogi eða Garðabæ milli tvítugs og þrítugs með bílaflotann í hlaðinu meðan langskólagengin skólasystkini hírðust í leiguherbergjum við rýran kost á rándýrum námslánum, fóru svo að vinna við starf sem þau höfðu menntað sig til og urðu ekki hálfdrættingar á við þá stuttskólagengnu sem ásamt lögfræðingum stjórna landinu sem kunnugt er. Ofan á þetta lélega kaup menntafólks bætist svívirðilegt verð á mat og öðrum nauðsynjum í þessu landi þar sem krónan nýtur ámóta helgi og lóan. Getur verið að strákarnir séu sumir hverjir geymdir í skólanum meðan þess er beðið að skyldunni ljúki og þeir geti farið að skaffa og vera eins og menn? Er hugsanlegt að þeir fái úr umhverfi sínu skilaboð þess efnis að menntun sé ekki bráðnauðsynleg til að komast áfram í lífinu – öllu fremur til trafala? Og séð sé í gegnum fingur við þá með bága frammistöðu í greinum á borð við lestur? Og þá hin – unga fólkið sem hyggur á menntun á ólíkum sviðum fræða og lista, líknar og umönnunar, tækni og vísinda: fær það kannski bein og óbein skilaboð um þessar mundir frá stjórnvöldum um að hypja sig? Ekki sé brýn þörf fyrir framlag þess. Það sem það fáist við sé kannski ágætt og jafnvel skemmtileg sérviska en ekki sé ástæða til að launa það sérstaklega umfram til dæmis skúringar eða húsvörslu. Í Laxdæla sögu segir sá norski höfðingi Ketill flatnefur um Ísland: „Í þá veiðistöð fer ég aldrei.“ Stundum finnst manni eins og verið sé leynt og ljóst að breyta samfélaginu okkar í þess háttar stað þar sem fáir höfðingjar eiga auðlindir en fjöldinn sé illa launaður og reynt sé að halda honum illa upplýstum. Þá er þess skammt að bíða að margt af okkar unga og besta fólki taki undir með Katli þegar það lítur hingað frá löndum þar sem menntun og menning er í hávegum höfð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Eins og kunnugt er birtist sjálfsvitund þessa þjóðarkrílis ýmist í formi oflætis eða vanmetakenndar. Annaðhvort tala menn eins og Íslendingar séu frumkvöðlar allra hluta í fararbroddi á heimsvísu – eða einstök flón. Við erum hvorugt.Leiðinlegri skóla? Skelkurinn í bringunni að þessu sinni er ný könnun kennd við Pisa og leiðir í ljós að skólabörn á Íslandi dragast aftur úr jafnöldrum sínum í öðrum löndum í lestri, lestrarskilningi og stærðfræði. Einkum eru það eins og fyrri daginn blessaðir drengirnir okkar sem þykja standa sig frámunalega illa, sérstaklega í lestrarskilningi. Sumir segja að þessi könnun mæli ekki neitt sem máli skipti – bara einhverja gamaldags hæfni sem ekki reyni á í nútímasamfélagi þar sem tölvulæsi og útsjónarsemi sé mikilvægari og meira sé um vert að börnunum líði almennt vel og dregið hafi stórlega úr einelti. Aðrir eru ókátari og hafa mörg orð um að nú þurfi að auka aga í skóla; gera skólann leiðinlegri og erfiðari; það vanti meira stagl, helst að innleiða kverið gamla á ný með hundraðogelleftu meðferðinni. Líka hafa heyrst skýringar þess efnis að börn nái ekki eðlilegum málþroska því þau séu of lengi og of ung og of mörg saman á leikskólum á máltökuskeiðinu og heyri einfaldlega ekki nægilega mikið talað til þess að ná eðlilegum málþroska. Eitthvað er að minnsta kosti ekki eins og það á að vera. Ekki verður undan því litið að vaxandi lestrarerfiðleikar eru töluvert áhyggjuefni. Það kann að vera þjóðsaga að Íslendingar hafi verið upp til hópa læsir hér um aldir, en sagnaþjóð hafa þeir þó verið frá fyrstu tíð og sagnamennskan mikilvægur þáttur í sjálfsmynd og réttlætingu þjóðarinnar fyrir því að vera til ásamt annarri þeirri menningarstarfsemi sem útvarpsstjóri er farinn að skilgreina sem sérvisku. Sagnamennskan er þó ekki endilega bundin við bókina, eins og við þekkjum og kann að lifa hana af, rétt eins og hún lifði það af þegar bókin kom til sögunnar. Hitt varðar ekki síður miklu, að vondur lestrarskilningur kann að bitna á fólki og almennum skilningi í samfélaginu. Lestur er nefnilega gagnleg aðferð við að afla sér upplýsinga og skilja margbrotinn veruleika, brjóta til mergjar, hugsa. Það er slæmt að skilja ekki tiltölulega einfaldan texta og þótt viðkomandi einstaklingur geti að sjálfsögðu spjarað sig vel og átt gott og gjöfult líf án þess að lesa stafkrók, þá getur ólæsi leitt til þess að fólk dragist aftur úr öðrum á ýmsan hátt. Er nokkuð of lítið lesið á heimilum landsmanna? Skyldi það vera algengt að börn sjái foreldra sína aldrei opna bók? Ætli séu mörg heimili þar sem bækur eru ekki hafðar í skápum sem stofustáss? Fá börn skilaboð að heiman um að vert sé að lesa? Er það forsvaranlegt að eftirláta kennurunum það einvörðungu að sjá til þess að börnin tileinki sér bókmenningu og lestur?Gildi menntunar? Og stundum sækja á mann grunsemdir. Stundum hvarflar að manni að hér ríki viss tvískinnungur í menntamálum. Stjórnmálamennirnir okkar tala í ræðum sínum um gildi menntunar og nauðsyn þess að auka menntun hér og efla hana á alla lund. En er æðri menntun mikils metin í íslensku samfélagi – í rauninni? Fólk á miðjum aldri kannast allt við sögur af krökkum – iðulega strákum – sem hættu í skóla snemma og fóru út í atvinnulífið og voru komnir í einbýlishús í Grafarvogi eða Garðabæ milli tvítugs og þrítugs með bílaflotann í hlaðinu meðan langskólagengin skólasystkini hírðust í leiguherbergjum við rýran kost á rándýrum námslánum, fóru svo að vinna við starf sem þau höfðu menntað sig til og urðu ekki hálfdrættingar á við þá stuttskólagengnu sem ásamt lögfræðingum stjórna landinu sem kunnugt er. Ofan á þetta lélega kaup menntafólks bætist svívirðilegt verð á mat og öðrum nauðsynjum í þessu landi þar sem krónan nýtur ámóta helgi og lóan. Getur verið að strákarnir séu sumir hverjir geymdir í skólanum meðan þess er beðið að skyldunni ljúki og þeir geti farið að skaffa og vera eins og menn? Er hugsanlegt að þeir fái úr umhverfi sínu skilaboð þess efnis að menntun sé ekki bráðnauðsynleg til að komast áfram í lífinu – öllu fremur til trafala? Og séð sé í gegnum fingur við þá með bága frammistöðu í greinum á borð við lestur? Og þá hin – unga fólkið sem hyggur á menntun á ólíkum sviðum fræða og lista, líknar og umönnunar, tækni og vísinda: fær það kannski bein og óbein skilaboð um þessar mundir frá stjórnvöldum um að hypja sig? Ekki sé brýn þörf fyrir framlag þess. Það sem það fáist við sé kannski ágætt og jafnvel skemmtileg sérviska en ekki sé ástæða til að launa það sérstaklega umfram til dæmis skúringar eða húsvörslu. Í Laxdæla sögu segir sá norski höfðingi Ketill flatnefur um Ísland: „Í þá veiðistöð fer ég aldrei.“ Stundum finnst manni eins og verið sé leynt og ljóst að breyta samfélaginu okkar í þess háttar stað þar sem fáir höfðingjar eiga auðlindir en fjöldinn sé illa launaður og reynt sé að halda honum illa upplýstum. Þá er þess skammt að bíða að margt af okkar unga og besta fólki taki undir með Katli þegar það lítur hingað frá löndum þar sem menntun og menning er í hávegum höfð.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun