Þegar Trölli yfirtók Alþingi Friðrika Benónýsdóttir skrifar 16. desember 2013 06:00 Nokkrum dögum fyrir kosningar í vor stillti myndlistarmaðurinn Ragnar Kjartansson sér upp við styttuna af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli og flutti þar tónlistargjörning við annan mann. Boðskapurinn var sáraeinfaldur, í raun bara ein setning endurtekin hvað eftir annað. Þetta var krúttlegur og skemmtilegur gjörningur og vakti sennilega ekki marga til umhugsunar um það hvernig atkvæði þeirra í alþingiskosningunum yrði best varið. Sé innihaldið hins vegar skoðað í ljósi atburða þeirra mánaða sem síðan hafa liðið er hætt við að kaldur hrollur hríslist um fólk. Setningin sem Ragnar söng hljómaði nefnilega á þessa leið: „Ekki kjósa Framsókn eða Sjálfstæðisflokkinn, því ef að þú gerir það þá fer allt til helvítis.“ Listamenn hafa löngum verið taldir hafa gáfu sjáandans og hæfni til að greina samfélagið skarplegar en aðrir og í þessu tilfelli virðist sú kenning á rökum reist. Í tíð þessarar ríkisstjórnar hefur ekki staðið steinn yfir steini og svo sem að bera í bakkaflullan lækinn að tíunda þau „afrek“ öll. Það er grátlegt að fylgjast með tilraunum hennar til að finna peninga til að stoppa í fjárlagagatið sem hún sjálf bjó til með því að lækka veiðigjald og afnema auðlegðarskatt. Væri þetta raunveruleikaþáttur í sjónvarpi gengi þrautin út á það að finna peninga alls staðar annars staðar en þar sem þeir eru til, einkum og sérílagi hjá sjúklingum, fátæklingum, atvinnulausum, öryrkjum, gamalmennum, börnum í Afríku, námsmönnum og menningariðkendum. Þar ætlar rískisstjórnin að herða sultarólina svo um munar, hún var greinilega alltof slök fyrir að hennar mati. Þríhrossin hafa alltaf haft lag á því að láta aumingjana blæða og ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks er skilgetið afkvæmi þeirra. Lítilmótlegust af öllum þessum aðgerðum er þó sennilega sú ákvörðun að atvinnulausir fái ekki jólauppbót eins og allir aðrir landsmenn. Það er eins og ríkisstjórnin álíti að fólk velji sér sjálfviljugt það hlutskipti að missa atvinnuna og geti því bara sjálfu sér um kennt. Vigdís Hauksdóttir hefur meira að segja lýst yfir því markmiði að venja fólk af þeim ósóma að þyggja bætur, slíkt sé vinstri sinnaður aumingjaskapur sem ekki eigi að líðast. Velferðarþjóðfélag virðist vera hugtak sem ekki er finnanlegt í orðabók stjórnarliða. Bæði Þríhross og Skröggur hefðu orðið stoltir af þessum afkvæmum sínum væru þeir ekki skáldskapur. „.. þá fer allt til helvítis“ söng myndlistarmaðurinn í vor. Korteri í jól virðist sá spádómur kominn fram, það tók ekki langan tíma. Hvernig þetta forríka samfélag ætlar að finna anda jólanna með því að svipta þá sem minnst mega sín þeim litla glaðningi sem hægt er að veita sér fyrir þær rúmu 50.000 krónur sem jólauppbótin er mega guðirnir vita. Kannski það eigi að efna til landssöfnunar fyrir henni eins og tækjunum á Landspítalann. Láta þá ríku deila út ölmusunni til aumingja fátæka fólksins til að sýna gæsku sína og yfirburði eins og tíðkaðist á tímum Dickens. Það væri nú aldeilis jólastemning í því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Nokkrum dögum fyrir kosningar í vor stillti myndlistarmaðurinn Ragnar Kjartansson sér upp við styttuna af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli og flutti þar tónlistargjörning við annan mann. Boðskapurinn var sáraeinfaldur, í raun bara ein setning endurtekin hvað eftir annað. Þetta var krúttlegur og skemmtilegur gjörningur og vakti sennilega ekki marga til umhugsunar um það hvernig atkvæði þeirra í alþingiskosningunum yrði best varið. Sé innihaldið hins vegar skoðað í ljósi atburða þeirra mánaða sem síðan hafa liðið er hætt við að kaldur hrollur hríslist um fólk. Setningin sem Ragnar söng hljómaði nefnilega á þessa leið: „Ekki kjósa Framsókn eða Sjálfstæðisflokkinn, því ef að þú gerir það þá fer allt til helvítis.“ Listamenn hafa löngum verið taldir hafa gáfu sjáandans og hæfni til að greina samfélagið skarplegar en aðrir og í þessu tilfelli virðist sú kenning á rökum reist. Í tíð þessarar ríkisstjórnar hefur ekki staðið steinn yfir steini og svo sem að bera í bakkaflullan lækinn að tíunda þau „afrek“ öll. Það er grátlegt að fylgjast með tilraunum hennar til að finna peninga til að stoppa í fjárlagagatið sem hún sjálf bjó til með því að lækka veiðigjald og afnema auðlegðarskatt. Væri þetta raunveruleikaþáttur í sjónvarpi gengi þrautin út á það að finna peninga alls staðar annars staðar en þar sem þeir eru til, einkum og sérílagi hjá sjúklingum, fátæklingum, atvinnulausum, öryrkjum, gamalmennum, börnum í Afríku, námsmönnum og menningariðkendum. Þar ætlar rískisstjórnin að herða sultarólina svo um munar, hún var greinilega alltof slök fyrir að hennar mati. Þríhrossin hafa alltaf haft lag á því að láta aumingjana blæða og ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks er skilgetið afkvæmi þeirra. Lítilmótlegust af öllum þessum aðgerðum er þó sennilega sú ákvörðun að atvinnulausir fái ekki jólauppbót eins og allir aðrir landsmenn. Það er eins og ríkisstjórnin álíti að fólk velji sér sjálfviljugt það hlutskipti að missa atvinnuna og geti því bara sjálfu sér um kennt. Vigdís Hauksdóttir hefur meira að segja lýst yfir því markmiði að venja fólk af þeim ósóma að þyggja bætur, slíkt sé vinstri sinnaður aumingjaskapur sem ekki eigi að líðast. Velferðarþjóðfélag virðist vera hugtak sem ekki er finnanlegt í orðabók stjórnarliða. Bæði Þríhross og Skröggur hefðu orðið stoltir af þessum afkvæmum sínum væru þeir ekki skáldskapur. „.. þá fer allt til helvítis“ söng myndlistarmaðurinn í vor. Korteri í jól virðist sá spádómur kominn fram, það tók ekki langan tíma. Hvernig þetta forríka samfélag ætlar að finna anda jólanna með því að svipta þá sem minnst mega sín þeim litla glaðningi sem hægt er að veita sér fyrir þær rúmu 50.000 krónur sem jólauppbótin er mega guðirnir vita. Kannski það eigi að efna til landssöfnunar fyrir henni eins og tækjunum á Landspítalann. Láta þá ríku deila út ölmusunni til aumingja fátæka fólksins til að sýna gæsku sína og yfirburði eins og tíðkaðist á tímum Dickens. Það væri nú aldeilis jólastemning í því.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun