Margrét Lára: Ég þurfti að breyta um lífsstíl Kolbein Tumi Daðason skrifar 19. desember 2013 08:30 Margrét Lára Viðarsdóttir. Mynd/E.Stefán „Mér finnst ég eiga mikið inni á erlendri grundu. Sérstaklega í ljósi þess að ég er laus við meiðslin,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir. Markadrottningin er samningslaus en hún varð þriðji til fjórði markahæsti leikmaður sænsku deildarinnar með Kristianstad á síðustu leiktíð með 13 mörk. Samningur hennar rann út í kjölfarið og kaus hún að endurnýja hann ekki að svo stöddu. Margrét Lára hefur verið á Íslandi undanfarnar vikur og notið þess að vera í fríi frá fótbolta. „Maður er svo sem aldrei í fríi. Þegar maður er atvinnumaður æfir maður allt árið,“ segir Margrét Lára. Hún fagnar því að geta loksins gert æfingar sem hafa reynst henni erfiðar undanfarin ár sökum langvinnra meiðsla. Hún vill ekkert gefa upp um líklegan áfangastað en segir þó að spennandi tímar séu framundan.Þurfti að breyta um lífsstíl „Það má segja að ég sé að fá mitt annað tækifæri á ferlinum til þess að spila fótbolta. Ég þarf að nýta það rétt,“ segir framherjinn sem spilaði meidd í heil fimm ár og gat ekki beitt sér að fullu. Sökum þess yfirgaf hún mikið æfingaálag hjá þýska félaginu Turbine Potsdam og gekk í raðir Kristianstad sumarið 2012. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar liðið og mætti Margrét Lára miklum skilningi hvað meiðslin varðaði og æfingaálagið minnkaði til muna. „Ég þurfti að breyta um lífsstíl. Ég var vön að æfa tíu til tólf sinnum í viku en æfi nú sex til sjö sinnum. Þannig verður mín framtíð ef ég ætla að spila fótbolta,“ segir Eyjamærin 27 ára. Hún þurfi að æfa minna en einfaldlega nýta æfingarnar betur. „Ef ég fer í nýtt umhverfi þarf að vera skilningur á þessu svo ég geti notið mín og blómstrað.“ Margrét Lára er ekki sú eina í fjölskyldunni sem liggur undir feldi þessa dagana. Elísa, yngri systir hennar, sem spilað hefur undanfarin sjö sumur með uppeldisfélagi sínu, ÍBV, er með tilboð frá fleiri íslenskum félögum að sögn Margrétar. Þá hafi erlend félög sýnt henni áhuga.Margrét Lára Viðarsdóttir og Elísa Viðarsdóttir.Mynd/ÓskarÓLaunin skipta ekki mestu „Hún er metnaðarfull og langar eins og marga að reyna fyrir sér erlendis,“ segir Margrét um Elísu sem er 22 ára. Elísa hefur spilað mest sem hægri bakvörður en einnig miðvörður með Eyjaliðinu. Hlaupageta hennar er með ólíkindum og var hún í landsliðshópi Íslands á EM síðastliðið sumar. „Hún verður að halda áfram að sýna sig og standa sig vel,“ segir Margrét. Elísa þurfi að passa að taka rétt skref ætli hún í nýtt umhverfi og skoða hlutina í víðu samhengi. Þjálfarateymi, samherjar og umhverfið skipti meiru máli en launin. „Fólk má auðvitað samt ekki svelta í hel,“ segir Margrét Lára. Hún reiknar með því að þær systur taki ákvörðun um framtíð sína áður en árið er úti. „Það er alltaf rosalega gott að vera búin að ákveða sig þegar nýtt ár gengur í garð. Vera búin að setja sér markmið og geta skálað fyrir þeim og góðu ári. Við systurnar munum gera það.“ Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM Sjá meira
„Mér finnst ég eiga mikið inni á erlendri grundu. Sérstaklega í ljósi þess að ég er laus við meiðslin,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir. Markadrottningin er samningslaus en hún varð þriðji til fjórði markahæsti leikmaður sænsku deildarinnar með Kristianstad á síðustu leiktíð með 13 mörk. Samningur hennar rann út í kjölfarið og kaus hún að endurnýja hann ekki að svo stöddu. Margrét Lára hefur verið á Íslandi undanfarnar vikur og notið þess að vera í fríi frá fótbolta. „Maður er svo sem aldrei í fríi. Þegar maður er atvinnumaður æfir maður allt árið,“ segir Margrét Lára. Hún fagnar því að geta loksins gert æfingar sem hafa reynst henni erfiðar undanfarin ár sökum langvinnra meiðsla. Hún vill ekkert gefa upp um líklegan áfangastað en segir þó að spennandi tímar séu framundan.Þurfti að breyta um lífsstíl „Það má segja að ég sé að fá mitt annað tækifæri á ferlinum til þess að spila fótbolta. Ég þarf að nýta það rétt,“ segir framherjinn sem spilaði meidd í heil fimm ár og gat ekki beitt sér að fullu. Sökum þess yfirgaf hún mikið æfingaálag hjá þýska félaginu Turbine Potsdam og gekk í raðir Kristianstad sumarið 2012. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar liðið og mætti Margrét Lára miklum skilningi hvað meiðslin varðaði og æfingaálagið minnkaði til muna. „Ég þurfti að breyta um lífsstíl. Ég var vön að æfa tíu til tólf sinnum í viku en æfi nú sex til sjö sinnum. Þannig verður mín framtíð ef ég ætla að spila fótbolta,“ segir Eyjamærin 27 ára. Hún þurfi að æfa minna en einfaldlega nýta æfingarnar betur. „Ef ég fer í nýtt umhverfi þarf að vera skilningur á þessu svo ég geti notið mín og blómstrað.“ Margrét Lára er ekki sú eina í fjölskyldunni sem liggur undir feldi þessa dagana. Elísa, yngri systir hennar, sem spilað hefur undanfarin sjö sumur með uppeldisfélagi sínu, ÍBV, er með tilboð frá fleiri íslenskum félögum að sögn Margrétar. Þá hafi erlend félög sýnt henni áhuga.Margrét Lára Viðarsdóttir og Elísa Viðarsdóttir.Mynd/ÓskarÓLaunin skipta ekki mestu „Hún er metnaðarfull og langar eins og marga að reyna fyrir sér erlendis,“ segir Margrét um Elísu sem er 22 ára. Elísa hefur spilað mest sem hægri bakvörður en einnig miðvörður með Eyjaliðinu. Hlaupageta hennar er með ólíkindum og var hún í landsliðshópi Íslands á EM síðastliðið sumar. „Hún verður að halda áfram að sýna sig og standa sig vel,“ segir Margrét. Elísa þurfi að passa að taka rétt skref ætli hún í nýtt umhverfi og skoða hlutina í víðu samhengi. Þjálfarateymi, samherjar og umhverfið skipti meiru máli en launin. „Fólk má auðvitað samt ekki svelta í hel,“ segir Margrét Lára. Hún reiknar með því að þær systur taki ákvörðun um framtíð sína áður en árið er úti. „Það er alltaf rosalega gott að vera búin að ákveða sig þegar nýtt ár gengur í garð. Vera búin að setja sér markmið og geta skálað fyrir þeim og góðu ári. Við systurnar munum gera það.“
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM Sjá meira