Starfsmenn Arion banka fá 125 þúsund króna jólabónus Brjánn Jónasson skrifar 20. desember 2013 06:00 Viðskiptabankarnir gefa starfsmönnum sínum jólagjafir, en aðeins Arion Banki borgar sérstakan jólabónus. Fréttablaðið/Vilhelm Viðskipti Starfsmenn Arion banka fá 125 þúsund króna bónusgreiðslu fyrir jólin, auk 30 þúsund króna gjafakorts sem gildir í öllum verslunum. Starfsmenn annarra viðskiptabanka fá ekki slíka bónusgreiðslu. „Stjórn bankans ákvað í tilefni af þeirri viðurkenningu sem Arion banki fékk nýlega, þegar fagtímaritið The Banker, sem er útgefið af the Financial Times, valdi Arion banka sem banka ársins á Íslandi 2013, að þakka starfsfólki með þessum hætti fyrir vel unnin störf á þessu ári sem og á undanförnum árum,“ segir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs bankans. Starfsmenn bankans fá að auki körfu með ýmsu matarkyns og til heimilisins. Ekki fékkst gefið upp hver jólagjöf starfsmanna annarra banka er þetta árið. Hjá Landsbankanum, Íslandsbanka og MP Banka fengust þau svör að jólagjafir starfsmanna frá bönkunum væru innpakkaðar og margir starfsmenn opnuðu þær ekki fyrr en á aðfangadag. Svipuð svör fengust einnig við fyrirspurn Fréttablaðsins um bónusgreiðslur frá öðrum bönkum en Arion Banka. „Við greiðum bara umsamda desemberuppbót,“ segir Sigrún Eyjólfsdóttir, aðstoðarmaður forstjóra MP Banka. Samherji gefur ekki upp jólabónusinn Samherji greiddi starfsmönnum sínum 378 þúsund króna jólabónus í fyrra, en ekki verður gefið upp hvort, og þá hversu háan bónus starfsmenn fá þetta árið. „Samherji gerir vel við starfsmenn sína,“ er það eina sem Margrét Ólafsdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Samherja, vill segja um málið. Hún upplýsti þó að starfsmenn fái kjöt og fisk í jólagjöf. Hjá HB Granda fást þau svör að starfsmenn fái gjafabréf í jólagjöf, en ekki sé greiddur jólabónus. Fyrirtækið greiddi ekki heldur jólabónus í fyrra. Upphæð gjafabréfsins fæst ekki gefin upp. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um jólabónus hjá Síldarvinnslunni segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, segist ekki vilja tjá sig um jólabónus hjá fyrirtækinu við Fréttablaðið. Jólagjafir fyrirtækja Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Viðskipti Starfsmenn Arion banka fá 125 þúsund króna bónusgreiðslu fyrir jólin, auk 30 þúsund króna gjafakorts sem gildir í öllum verslunum. Starfsmenn annarra viðskiptabanka fá ekki slíka bónusgreiðslu. „Stjórn bankans ákvað í tilefni af þeirri viðurkenningu sem Arion banki fékk nýlega, þegar fagtímaritið The Banker, sem er útgefið af the Financial Times, valdi Arion banka sem banka ársins á Íslandi 2013, að þakka starfsfólki með þessum hætti fyrir vel unnin störf á þessu ári sem og á undanförnum árum,“ segir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs bankans. Starfsmenn bankans fá að auki körfu með ýmsu matarkyns og til heimilisins. Ekki fékkst gefið upp hver jólagjöf starfsmanna annarra banka er þetta árið. Hjá Landsbankanum, Íslandsbanka og MP Banka fengust þau svör að jólagjafir starfsmanna frá bönkunum væru innpakkaðar og margir starfsmenn opnuðu þær ekki fyrr en á aðfangadag. Svipuð svör fengust einnig við fyrirspurn Fréttablaðsins um bónusgreiðslur frá öðrum bönkum en Arion Banka. „Við greiðum bara umsamda desemberuppbót,“ segir Sigrún Eyjólfsdóttir, aðstoðarmaður forstjóra MP Banka. Samherji gefur ekki upp jólabónusinn Samherji greiddi starfsmönnum sínum 378 þúsund króna jólabónus í fyrra, en ekki verður gefið upp hvort, og þá hversu háan bónus starfsmenn fá þetta árið. „Samherji gerir vel við starfsmenn sína,“ er það eina sem Margrét Ólafsdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Samherja, vill segja um málið. Hún upplýsti þó að starfsmenn fái kjöt og fisk í jólagjöf. Hjá HB Granda fást þau svör að starfsmenn fái gjafabréf í jólagjöf, en ekki sé greiddur jólabónus. Fyrirtækið greiddi ekki heldur jólabónus í fyrra. Upphæð gjafabréfsins fæst ekki gefin upp. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um jólabónus hjá Síldarvinnslunni segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, segist ekki vilja tjá sig um jólabónus hjá fyrirtækinu við Fréttablaðið.
Jólagjafir fyrirtækja Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira