Öflug stjórnarandstaða skilar árangri Árni Páll Árnason skrifar 23. desember 2013 09:21 Ríkisstjórnin lagði fram furðulegt fjárlagafrumvarp síðastliðið haust. Sköttum var létt af þeim sem best voru í færum til að bera þá og tekna aflað með því að skera niður í heilbrigðisþjónustu, menntun, atvinnuþróun og rannsóknum. Framlög til ríkisstjórnarinnar sjálfrar voru hækkuð um 23%. Ný gjöld voru lögð á sjúklinga sem áttu að vera þeim mun hærri sem þeir þyrftu á lengri spítalavist að halda. Í samningum við þinglok fékk stjórnarandstaðan samþykktar breytingar, sem skipta miklu máli. Við fengum samþykkt að sett yrði á fót nefnd fulltrúa allra flokka sem útfæri gjald á nýjar fisktegundir í íslenskri lögsögu, þannig að unnt verði að leggja sérstakt gjald á makrílúthlutun strax á næsta ári. Við fengum sjúklingagjöldin burt. Við fengum því framgengt með góðri samvinnu við verkalýðshreyfinguna að desemberuppbót yrði greidd. Við fengum líka aukin framlög í ýmsa þróunar- og rannsóknasjóði og afnumið nýtt hámark á þeim þróunarkostnaði sem fyrirtæki geta fengið endurgreiddan. Þannig er hluta af aðför ríkisstjórnarinnar að rannsóknum og þróunarstarfi hrundið. Við í Samfylkingunni lögðum líka til ítarlegar breytingatillögur við skattkerfisbreytingar ríkisstjórnarinnar, því tillögur hennar nýttust einvörðungu hinum best settu. Tillögur okkar voru samhljóða þeim hugmyndum sem ASÍ hafði sett fram. Ríkisstjórnin kaus engu að síður að lögfesta óréttlætið. Aðilar vinnumarkaðarins reyndust hins vegar á sama máli og við í Samfylkingunni. Því var ríkisstjórninni stillt upp við vegg og hún knúin til að draga til baka dagsgamla lagasetningu og lagfæra hana í átt til þess sem tillaga Samfylkingarinnar hafði hljóðað upp á. Það var gaman að sjá barða ráðherra reyna að bera sig mannalega við þær aðstæður. Niðurstaðan er því skárri en það frumvarp sem lagt var upp með, þótt ekki sé það gott. Einbeittur vilji ríkisstjórnarinnar til að lækka skatta á ríkustu 10% þjóðarinnar og andstaða hennar við skattalækkun til lágtekjufólks er það sem helst veldur óróa á vinnumarkaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin lagði fram furðulegt fjárlagafrumvarp síðastliðið haust. Sköttum var létt af þeim sem best voru í færum til að bera þá og tekna aflað með því að skera niður í heilbrigðisþjónustu, menntun, atvinnuþróun og rannsóknum. Framlög til ríkisstjórnarinnar sjálfrar voru hækkuð um 23%. Ný gjöld voru lögð á sjúklinga sem áttu að vera þeim mun hærri sem þeir þyrftu á lengri spítalavist að halda. Í samningum við þinglok fékk stjórnarandstaðan samþykktar breytingar, sem skipta miklu máli. Við fengum samþykkt að sett yrði á fót nefnd fulltrúa allra flokka sem útfæri gjald á nýjar fisktegundir í íslenskri lögsögu, þannig að unnt verði að leggja sérstakt gjald á makrílúthlutun strax á næsta ári. Við fengum sjúklingagjöldin burt. Við fengum því framgengt með góðri samvinnu við verkalýðshreyfinguna að desemberuppbót yrði greidd. Við fengum líka aukin framlög í ýmsa þróunar- og rannsóknasjóði og afnumið nýtt hámark á þeim þróunarkostnaði sem fyrirtæki geta fengið endurgreiddan. Þannig er hluta af aðför ríkisstjórnarinnar að rannsóknum og þróunarstarfi hrundið. Við í Samfylkingunni lögðum líka til ítarlegar breytingatillögur við skattkerfisbreytingar ríkisstjórnarinnar, því tillögur hennar nýttust einvörðungu hinum best settu. Tillögur okkar voru samhljóða þeim hugmyndum sem ASÍ hafði sett fram. Ríkisstjórnin kaus engu að síður að lögfesta óréttlætið. Aðilar vinnumarkaðarins reyndust hins vegar á sama máli og við í Samfylkingunni. Því var ríkisstjórninni stillt upp við vegg og hún knúin til að draga til baka dagsgamla lagasetningu og lagfæra hana í átt til þess sem tillaga Samfylkingarinnar hafði hljóðað upp á. Það var gaman að sjá barða ráðherra reyna að bera sig mannalega við þær aðstæður. Niðurstaðan er því skárri en það frumvarp sem lagt var upp með, þótt ekki sé það gott. Einbeittur vilji ríkisstjórnarinnar til að lækka skatta á ríkustu 10% þjóðarinnar og andstaða hennar við skattalækkun til lágtekjufólks er það sem helst veldur óróa á vinnumarkaði.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun