Lýðræði í blíðu og stríðu Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 24. desember 2013 06:00 Ísland er lýðræðisríki. Lýðurinn ræður. Það er talið skapa frið í samfélaginu þar sem tekið er tillit til allra hagsmuna, og leitast er við að finna sem bestu lausnina fyrir sem flesta. Lýðræði er gott ef það virkar. Lýðræðisröðin frá 2010 sýnir að Noregur kemur í fyrsta sæti sem lýðræðislegasta ríki heims út frá meðal annars stjórnmálamenningu. Forsendur góðrar stjórnmálamenningar verður efni greinarinnar.Mikilvægi gagnrýnnar hugsunar Hið opinbera líf Vesturlandabúa hefst í leikskólanum og hjá sumum í grunnskólanum. Skólinn mótar okkur og kennir okkur grundvallaratriði sem góður samfélagsþegn þarf að kunna. Að skilja muninn á réttu og röngu, muninn á slæmum rökum og góðum og hvernig við eigum að gera okkar hugmyndir um lífið skiljanlegar. Skólinn á líka að gefa okkur yfirsýn yfir hvers vegna heimurinn er eins og hann er og hvort okkar hugmyndir hafi verið hugsaðar áður og þá til hvers þær hafi leitt og verkfæri til að geta haft góð áhrif og skilið samfélagið. Þar sem sumir mennta sig ekki umfram grunnskólanám er afar mikilvægt að grunnskólinn uppfylli þessar kröfur. Í samtölum við norska vini hef ég dregið þá ályktun að það sé munur á kennsluaðferðum á Íslandi og í Noregi, efnið var gert lifandi fyrir þeim á annan hátt en ég hef upplifað. Þeir muna smáatriði frá fyrstu árum grunnskólans á meðan ég man varla neitt af því sem ég lærði. Þetta virðist vera upplifun mjög margra sem hafa gengið í skóla á Íslandi. Hér vantar rökræðu sem leiðir til djúps skilnings og notast er meira við utanbókarlærdóm sem situr ekki til lengdar. Mér líður eins og ég þurfi að læra heimssöguna upp á nýtt til þess að skilja hvað er í gangi í dag. Ég held að ástæðan sé skólamenningin í samfélaginu. Ef samfélagið krefst þess ekki af þér að þú skiljir söguna og sért gagnrýnin þá er ekki skrítið að kennarar krefjist þess ekki heldur.Upplýstur almenningur Til þess að lýðræði virki vel þurfa borgararnir að vera upplýstir um málefni líðandi stundar. Á litlu landi er erfitt að halda uppi góðum fréttamiðlum ef þeir eru háðir sölu auglýsinga og áskrifendum. Í Noregi er notast við víðfeðman kerfisbundinn opinberan fjárstuðning við miðla. Hugmyndafræði kerfisins er að breið og góð umræða sé mikilvæg góðu samfélagi og lýðræði og þess vegna er peningunum talið vera vel varið. Auðvitað er erfitt að koma á álíka kerfi á Íslandi eins og ástandið er, en það er þó mikilvægt að hafa í huga hversu mikils virði góðir fréttamiðlar eru. Auk fjárskorts er vandamálið að íslenskir miðlar vilja ekki hafa hátt um frá hvaða sjónarhorni þeir skrifa. Þetta veldur því að fölsk hugmynd um óháð skrif gerir umræðuna enn minna upplýsta en hún gæti verið ef forsendur væru uppi á borðum. Í ljósi þessa er ástandið á RÚV, sem er einn af fáum fréttamiðlum sem getur talist nánast óháður einkaaðilum, hræðilegt. Sem Íslendingur í útlöndum er ég oft spurð um ástæður efnahagshrunsins á Íslandi. Undanfarið hefur svarið mitt verið: Lélegt lýðræði. Þegar illa upplýstur og ógagnrýninn almenningur ræður verða ekki góðar ákvarðarnir teknar í kosningum og þá vantar hollt aðhald að stjórnmálaöflum. Það er ekki nóg að kjósa og láta svo eins og við höfum ekki borið ábyrgð á efnahagshruninu. Við kjósum fólk til að stjórna fyrir okkur og sem umbjóðendur þess verðum við að fylgjast með og láta vita þegar illa gengur, ekki treysta kjörnum fulltrúum í blindni. Við verðum líka að lesa okkur til og vera upplýst um það sem fulltrúar okkar eru að gera. Þannig virkar gott lýðræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Ísland er lýðræðisríki. Lýðurinn ræður. Það er talið skapa frið í samfélaginu þar sem tekið er tillit til allra hagsmuna, og leitast er við að finna sem bestu lausnina fyrir sem flesta. Lýðræði er gott ef það virkar. Lýðræðisröðin frá 2010 sýnir að Noregur kemur í fyrsta sæti sem lýðræðislegasta ríki heims út frá meðal annars stjórnmálamenningu. Forsendur góðrar stjórnmálamenningar verður efni greinarinnar.Mikilvægi gagnrýnnar hugsunar Hið opinbera líf Vesturlandabúa hefst í leikskólanum og hjá sumum í grunnskólanum. Skólinn mótar okkur og kennir okkur grundvallaratriði sem góður samfélagsþegn þarf að kunna. Að skilja muninn á réttu og röngu, muninn á slæmum rökum og góðum og hvernig við eigum að gera okkar hugmyndir um lífið skiljanlegar. Skólinn á líka að gefa okkur yfirsýn yfir hvers vegna heimurinn er eins og hann er og hvort okkar hugmyndir hafi verið hugsaðar áður og þá til hvers þær hafi leitt og verkfæri til að geta haft góð áhrif og skilið samfélagið. Þar sem sumir mennta sig ekki umfram grunnskólanám er afar mikilvægt að grunnskólinn uppfylli þessar kröfur. Í samtölum við norska vini hef ég dregið þá ályktun að það sé munur á kennsluaðferðum á Íslandi og í Noregi, efnið var gert lifandi fyrir þeim á annan hátt en ég hef upplifað. Þeir muna smáatriði frá fyrstu árum grunnskólans á meðan ég man varla neitt af því sem ég lærði. Þetta virðist vera upplifun mjög margra sem hafa gengið í skóla á Íslandi. Hér vantar rökræðu sem leiðir til djúps skilnings og notast er meira við utanbókarlærdóm sem situr ekki til lengdar. Mér líður eins og ég þurfi að læra heimssöguna upp á nýtt til þess að skilja hvað er í gangi í dag. Ég held að ástæðan sé skólamenningin í samfélaginu. Ef samfélagið krefst þess ekki af þér að þú skiljir söguna og sért gagnrýnin þá er ekki skrítið að kennarar krefjist þess ekki heldur.Upplýstur almenningur Til þess að lýðræði virki vel þurfa borgararnir að vera upplýstir um málefni líðandi stundar. Á litlu landi er erfitt að halda uppi góðum fréttamiðlum ef þeir eru háðir sölu auglýsinga og áskrifendum. Í Noregi er notast við víðfeðman kerfisbundinn opinberan fjárstuðning við miðla. Hugmyndafræði kerfisins er að breið og góð umræða sé mikilvæg góðu samfélagi og lýðræði og þess vegna er peningunum talið vera vel varið. Auðvitað er erfitt að koma á álíka kerfi á Íslandi eins og ástandið er, en það er þó mikilvægt að hafa í huga hversu mikils virði góðir fréttamiðlar eru. Auk fjárskorts er vandamálið að íslenskir miðlar vilja ekki hafa hátt um frá hvaða sjónarhorni þeir skrifa. Þetta veldur því að fölsk hugmynd um óháð skrif gerir umræðuna enn minna upplýsta en hún gæti verið ef forsendur væru uppi á borðum. Í ljósi þessa er ástandið á RÚV, sem er einn af fáum fréttamiðlum sem getur talist nánast óháður einkaaðilum, hræðilegt. Sem Íslendingur í útlöndum er ég oft spurð um ástæður efnahagshrunsins á Íslandi. Undanfarið hefur svarið mitt verið: Lélegt lýðræði. Þegar illa upplýstur og ógagnrýninn almenningur ræður verða ekki góðar ákvarðarnir teknar í kosningum og þá vantar hollt aðhald að stjórnmálaöflum. Það er ekki nóg að kjósa og láta svo eins og við höfum ekki borið ábyrgð á efnahagshruninu. Við kjósum fólk til að stjórna fyrir okkur og sem umbjóðendur þess verðum við að fylgjast með og láta vita þegar illa gengur, ekki treysta kjörnum fulltrúum í blindni. Við verðum líka að lesa okkur til og vera upplýst um það sem fulltrúar okkar eru að gera. Þannig virkar gott lýðræði.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun