Fengu ekki mikla hjálp við flutningana til Portúgal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. desember 2013 07:00 Landsliðsmaður Helgi Valur á ferðinni í 2-0 sigrinum á Noregi sem markaði upphafið á frábærri undankeppni strákanna okkar. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég held að það komi enginn vetur hérna. Hitastigið hefur verið í kringum 17-18 gráður og sól og blíða. Þetta er aðeins öðru vísi jólaveður,“ segir atvinnumaðurinn Helgi Valur Daníelsson. Árbæingurinn undirbýr að halda jólin hátíðleg í höfuðborg Portúgals, Lissabon, þar sem hann hefur búið síðan í sumar er hann gekk í raðir Belenenses. Helgi Valur hefur komið víða við á tólf árum í atvinnumennskunni. Eftir eitt tímabil með karlaliði Fylkis hélt miðjumaðurinn utan til Peterborough á Englandi. Síðan hefur hann spilað lengst af í Svíþjóð með viðkomu í Árbænum og hjá Hansa Rostock í Þýskalandi. Hann tekur undir að Portúgal skeri sig úr hvað varðar viðkomustaði sína til þessa. „Fólkið er rosalega afslappað hérna og virðist ekki gera hluti í dag sem hægt er að fresta til morguns. Maður þarf að ýta á eftir því að hlutirnir séu gerðir,“ segir Helgi Valur léttur. Fjölskyldan hafi fundið fyrir því þegar hún flutti með sitt hafurtask frá Stokkhólmi til Lissabon. „Við fengum ekki svakalega mikla hjálp þegar við fluttum hingað. Það hjálpaði ekki til fyrsta mánuðinn.“Helgi Valur í 2-0 sigurleiknum gegn Noregi haustið 2012.Mynd/VilhelmÚtlitið betra fyrir Eggert Helgi Valur er fyrsti Íslendingurinn sem spilar í portúgölsku deildinni. Hann segir það sérstakt en hann njóti tímans vel í sólinni. Hann hafi reiknað með því að boltinn væri allt öðruvísi og myndi kannski ekki henta sér sérstaklega vel. „Eftir að hafa spilað helling af leikjum fíla ég mig mjög vel,“ segir Árbæingurinn sem hefur verið í byrjunarliðinu í tíu leikjum af þrettán. „Liðin leggja upp með skipulagðan varnarleik og skyndisóknir. Svo eru margir teknískir og fljótir leikmenn,“ segir Helgi Valur. Eskfirðingurinn Eggert Gunnþór Jónsson er einnig á mála hjá liðinu en hefur lítið spilað. Helgi Valur segir félaga sinn hafa lent í meiðslum fyrir mót og svo aftur fyrir nokkrum vikum. Á meðan hafi aðrir spilað vel. „Við erum að selja einn miðjumann núna svo það lítur vel út fyrir Eggert ef hann heldur sér heilum.“ Tíu vikur eru síðan Belenenses vann leik í deildinni. Liðið situr í 13. sæti af liðunum sextán. „Vörnin hefur verið góð en við verðum að fara að skora,“ segir Helgi Valur. Liðið hefur aðeins skorað níu mörk á leiktíðinni og ekkert mark í síðustu fimm leikjum. Helgi minnir þó á að liðið sé nýliði í deildinni, ekki séu miklir fjármunir til að spila úr og markiðið einfalt; að halda sæti sínu í deildinni.Helgi Valur fagnar marki með Fylki gegn Val í Landsbankadeildinni sumarið 2005.Mynd/HariTalar fótboltaportúgölsku Langflestir liðsfélagar Eggerts og Helga eru portúgalskir. Þótt þjálfarinn sé hollenskur hefur hann starfað í Portúgal í lengri tíma og talar tungumálið. Allt fer því fram á portúgölsku. „Ég er búinn að ná fótboltamálinu nokkuð vel en hef ekki lært tungumálið formlega,“ segir Helgi Valur. Svo spyrji hann bara strákana í liðinu sem tali ensku komi upp sú staða að hann skilji ekki skilaboð þjálfarans. Þótt Helgi Valur sé ekki í tungumálanámi er hann sestur á skólabekk. Diplómanám við London School of Economics. „Ég er búinn með BS í efnafræði og það er fínt að bæta við sig smá stærðfræði,“ segir Helgi Valur sem eðli málsins samkvæmt er í fjarnámi. Hann ætlar þó að gefa sér tíma í námið meðfram fótboltanum og fjölskyldunni.Eiður Smári Guðjohnsen, Haraldur Björnsson og Helgi Valur ganga af velli í Zagreb.Nordicphotos/GettyMaður var orðinn svo jákvæður Mánuður er síðan karlalandsliðið mátti játa sig sigrað gegn Króatíu í úrslitaleik um laust sæti á HM í Brasilíu. Vonbrigðin voru mikil hjá leikmönnum Íslands og fjölmörgum landsmönnum. „Þetta er kannski aðeins öðru vísi þegar maður spilar ekki leikinn og tekur ekki beinan þátt. Örugglega erfiðara fyrir þá sem spiluðu,“ segir miðjumaðurinn sem sat á bekknum í Zagreb. Króatarnir hafi einfaldlega verið í svakalegu stuði og með mikla yfirburði. „Maður var orðinn svo jákvæður og farinn að halda að við færum til Brasilíu. Þannig að auðvitað var það leiðinlegt.“ Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Sjá meira
„Ég held að það komi enginn vetur hérna. Hitastigið hefur verið í kringum 17-18 gráður og sól og blíða. Þetta er aðeins öðru vísi jólaveður,“ segir atvinnumaðurinn Helgi Valur Daníelsson. Árbæingurinn undirbýr að halda jólin hátíðleg í höfuðborg Portúgals, Lissabon, þar sem hann hefur búið síðan í sumar er hann gekk í raðir Belenenses. Helgi Valur hefur komið víða við á tólf árum í atvinnumennskunni. Eftir eitt tímabil með karlaliði Fylkis hélt miðjumaðurinn utan til Peterborough á Englandi. Síðan hefur hann spilað lengst af í Svíþjóð með viðkomu í Árbænum og hjá Hansa Rostock í Þýskalandi. Hann tekur undir að Portúgal skeri sig úr hvað varðar viðkomustaði sína til þessa. „Fólkið er rosalega afslappað hérna og virðist ekki gera hluti í dag sem hægt er að fresta til morguns. Maður þarf að ýta á eftir því að hlutirnir séu gerðir,“ segir Helgi Valur léttur. Fjölskyldan hafi fundið fyrir því þegar hún flutti með sitt hafurtask frá Stokkhólmi til Lissabon. „Við fengum ekki svakalega mikla hjálp þegar við fluttum hingað. Það hjálpaði ekki til fyrsta mánuðinn.“Helgi Valur í 2-0 sigurleiknum gegn Noregi haustið 2012.Mynd/VilhelmÚtlitið betra fyrir Eggert Helgi Valur er fyrsti Íslendingurinn sem spilar í portúgölsku deildinni. Hann segir það sérstakt en hann njóti tímans vel í sólinni. Hann hafi reiknað með því að boltinn væri allt öðruvísi og myndi kannski ekki henta sér sérstaklega vel. „Eftir að hafa spilað helling af leikjum fíla ég mig mjög vel,“ segir Árbæingurinn sem hefur verið í byrjunarliðinu í tíu leikjum af þrettán. „Liðin leggja upp með skipulagðan varnarleik og skyndisóknir. Svo eru margir teknískir og fljótir leikmenn,“ segir Helgi Valur. Eskfirðingurinn Eggert Gunnþór Jónsson er einnig á mála hjá liðinu en hefur lítið spilað. Helgi Valur segir félaga sinn hafa lent í meiðslum fyrir mót og svo aftur fyrir nokkrum vikum. Á meðan hafi aðrir spilað vel. „Við erum að selja einn miðjumann núna svo það lítur vel út fyrir Eggert ef hann heldur sér heilum.“ Tíu vikur eru síðan Belenenses vann leik í deildinni. Liðið situr í 13. sæti af liðunum sextán. „Vörnin hefur verið góð en við verðum að fara að skora,“ segir Helgi Valur. Liðið hefur aðeins skorað níu mörk á leiktíðinni og ekkert mark í síðustu fimm leikjum. Helgi minnir þó á að liðið sé nýliði í deildinni, ekki séu miklir fjármunir til að spila úr og markiðið einfalt; að halda sæti sínu í deildinni.Helgi Valur fagnar marki með Fylki gegn Val í Landsbankadeildinni sumarið 2005.Mynd/HariTalar fótboltaportúgölsku Langflestir liðsfélagar Eggerts og Helga eru portúgalskir. Þótt þjálfarinn sé hollenskur hefur hann starfað í Portúgal í lengri tíma og talar tungumálið. Allt fer því fram á portúgölsku. „Ég er búinn að ná fótboltamálinu nokkuð vel en hef ekki lært tungumálið formlega,“ segir Helgi Valur. Svo spyrji hann bara strákana í liðinu sem tali ensku komi upp sú staða að hann skilji ekki skilaboð þjálfarans. Þótt Helgi Valur sé ekki í tungumálanámi er hann sestur á skólabekk. Diplómanám við London School of Economics. „Ég er búinn með BS í efnafræði og það er fínt að bæta við sig smá stærðfræði,“ segir Helgi Valur sem eðli málsins samkvæmt er í fjarnámi. Hann ætlar þó að gefa sér tíma í námið meðfram fótboltanum og fjölskyldunni.Eiður Smári Guðjohnsen, Haraldur Björnsson og Helgi Valur ganga af velli í Zagreb.Nordicphotos/GettyMaður var orðinn svo jákvæður Mánuður er síðan karlalandsliðið mátti játa sig sigrað gegn Króatíu í úrslitaleik um laust sæti á HM í Brasilíu. Vonbrigðin voru mikil hjá leikmönnum Íslands og fjölmörgum landsmönnum. „Þetta er kannski aðeins öðru vísi þegar maður spilar ekki leikinn og tekur ekki beinan þátt. Örugglega erfiðara fyrir þá sem spiluðu,“ segir miðjumaðurinn sem sat á bekknum í Zagreb. Króatarnir hafi einfaldlega verið í svakalegu stuði og með mikla yfirburði. „Maður var orðinn svo jákvæður og farinn að halda að við færum til Brasilíu. Þannig að auðvitað var það leiðinlegt.“
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Sjá meira