Ingvar E. með stórt hlutverk í Everest Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 8. janúar 2014 11:53 Ingvar (t.v.) og rússneski fjallagarpurinn Boukreev. mynd/valli Leikarinn Ingvar E. Sigurðsson fer með stórt hlutverk í kvikmynd Baltasars Kormáks, Everest, sem tökur hefjast á í næstu viku. Ingvar leikur rússneska fjallgöngumanninn Anatoli Boukreev, en myndin er byggð á bókinni Into Thin Air eftir rithöfundinn og fjallagarpinn Jon Krakauer. Segir hún frá hörmungaratburðum sem áttu sér stað á Everestfjalli árið 1996 þar sem átta fjallgöngumenn fórust. Í samtali við Vísi segist Ingvar ekki hafa neina almennilega reynslu af fjallamennsku. „Ég er búinn að vera á fyrirlestrum og er síðan að fara í þjálfun,“ segir Ingvar, sem þó hefur gengið á fjöll. „Já já, bara á fótunum og með engar græjur. Ég er enginn alvöru fjallamaður þó mér finnist gaman að taka þessa litlu hóla hér heima.“ Tökur á myndinni hefjast í Nepal á mánudaginn en Ingvar tekur ekki þátt í þeim. Að loknum tökum í Nepal er förinni heitið til Ítalíu og þar hefst þátttaka Ingvars í verkefninu. Verður hann í góðum félagsskap þekktra leikara á borð við Jake Gyllenhaal, Josh Brolin, John Hawkes og Jason Clark. „Ingvar lítur nánast út eins og hann,“ segir Baltasar leikstjóri í samtali við Vísi, og vísar þar til fjallagarpsins Boukreevs. Ingvar er ekki alveg sammála því en viðurkennir þó að líkindi séu til staðar. „Það er ýmislegt sem kallast á við okkur. Báðir ábúðarfullir menn.“Hræðist ekki hólfin Þá má geta þess til gamans að þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ingvar leikur Rússa í bandarískri kvikmynd. Hann fór með hlutverk í kvikmyndinni K-19: The Widowmaker árið 2002 og lék þar rússneskan vélstjóra í kafbáti. Ingvar er þó ekki hræddur við að festast í Rússahlutverkinu. „Nei nei, þegar maður er útlendingar og tekur þátt í verkefnum er auðvitað alltaf tilhneiging til þess að setja mann í einhver hólf,“ segir Ingvar. Frumsýningardagur Everest hefur enn ekki verið ákveðinn en Baltasar vonast til þess að myndin verði frumsýnd öðru hvorum megin við næstu áramót. Hann flýgur til Nepals á morgun frá Lundúnum, en þar hefur hann unnið að undirbúningi myndarinnar undanfarið. Auk takanna í Nepal og á Ítalíu verða atriði tekin upp í hinu víðfræga 007-stúdíói í Pinewood-kvikmyndaverinu í Englandi. Tengdar fréttir Tom Hardy hættur við Everest Tom Hardy er hættur við að fara með hlutverk í kvikmynd um fjallgöngumanninn George Mallory. 23. október 2013 23:00 Baltasar fær tæplega 120 milljóna styrk Leikstjórinn Baltasar Kormákur hefur fengið veglegan styrk frá kvikmyndasjóði ítalska héraðsins Suður-Týról upp á eina milljón Bandaríkjadali eða um 118 milljónir íslenskra króna vegna nýjustu myndar sinnar Everest. 11. desember 2013 13:56 Baltasar í viðræðum við stórstjörnur Josh Brolin, Jake Gyllenhaal, John Hawkes og Jason Clark orðaðir við Everest. 19. júlí 2013 00:01 Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Leikarinn Ingvar E. Sigurðsson fer með stórt hlutverk í kvikmynd Baltasars Kormáks, Everest, sem tökur hefjast á í næstu viku. Ingvar leikur rússneska fjallgöngumanninn Anatoli Boukreev, en myndin er byggð á bókinni Into Thin Air eftir rithöfundinn og fjallagarpinn Jon Krakauer. Segir hún frá hörmungaratburðum sem áttu sér stað á Everestfjalli árið 1996 þar sem átta fjallgöngumenn fórust. Í samtali við Vísi segist Ingvar ekki hafa neina almennilega reynslu af fjallamennsku. „Ég er búinn að vera á fyrirlestrum og er síðan að fara í þjálfun,“ segir Ingvar, sem þó hefur gengið á fjöll. „Já já, bara á fótunum og með engar græjur. Ég er enginn alvöru fjallamaður þó mér finnist gaman að taka þessa litlu hóla hér heima.“ Tökur á myndinni hefjast í Nepal á mánudaginn en Ingvar tekur ekki þátt í þeim. Að loknum tökum í Nepal er förinni heitið til Ítalíu og þar hefst þátttaka Ingvars í verkefninu. Verður hann í góðum félagsskap þekktra leikara á borð við Jake Gyllenhaal, Josh Brolin, John Hawkes og Jason Clark. „Ingvar lítur nánast út eins og hann,“ segir Baltasar leikstjóri í samtali við Vísi, og vísar þar til fjallagarpsins Boukreevs. Ingvar er ekki alveg sammála því en viðurkennir þó að líkindi séu til staðar. „Það er ýmislegt sem kallast á við okkur. Báðir ábúðarfullir menn.“Hræðist ekki hólfin Þá má geta þess til gamans að þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ingvar leikur Rússa í bandarískri kvikmynd. Hann fór með hlutverk í kvikmyndinni K-19: The Widowmaker árið 2002 og lék þar rússneskan vélstjóra í kafbáti. Ingvar er þó ekki hræddur við að festast í Rússahlutverkinu. „Nei nei, þegar maður er útlendingar og tekur þátt í verkefnum er auðvitað alltaf tilhneiging til þess að setja mann í einhver hólf,“ segir Ingvar. Frumsýningardagur Everest hefur enn ekki verið ákveðinn en Baltasar vonast til þess að myndin verði frumsýnd öðru hvorum megin við næstu áramót. Hann flýgur til Nepals á morgun frá Lundúnum, en þar hefur hann unnið að undirbúningi myndarinnar undanfarið. Auk takanna í Nepal og á Ítalíu verða atriði tekin upp í hinu víðfræga 007-stúdíói í Pinewood-kvikmyndaverinu í Englandi.
Tengdar fréttir Tom Hardy hættur við Everest Tom Hardy er hættur við að fara með hlutverk í kvikmynd um fjallgöngumanninn George Mallory. 23. október 2013 23:00 Baltasar fær tæplega 120 milljóna styrk Leikstjórinn Baltasar Kormákur hefur fengið veglegan styrk frá kvikmyndasjóði ítalska héraðsins Suður-Týról upp á eina milljón Bandaríkjadali eða um 118 milljónir íslenskra króna vegna nýjustu myndar sinnar Everest. 11. desember 2013 13:56 Baltasar í viðræðum við stórstjörnur Josh Brolin, Jake Gyllenhaal, John Hawkes og Jason Clark orðaðir við Everest. 19. júlí 2013 00:01 Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Tom Hardy hættur við Everest Tom Hardy er hættur við að fara með hlutverk í kvikmynd um fjallgöngumanninn George Mallory. 23. október 2013 23:00
Baltasar fær tæplega 120 milljóna styrk Leikstjórinn Baltasar Kormákur hefur fengið veglegan styrk frá kvikmyndasjóði ítalska héraðsins Suður-Týról upp á eina milljón Bandaríkjadali eða um 118 milljónir íslenskra króna vegna nýjustu myndar sinnar Everest. 11. desember 2013 13:56
Baltasar í viðræðum við stórstjörnur Josh Brolin, Jake Gyllenhaal, John Hawkes og Jason Clark orðaðir við Everest. 19. júlí 2013 00:01