Körfubolti

NBA í nótt: Brooklyn á skriði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Brooklyn Nets virðist loksins vera komið á ágætt skrið eftir að liðið vann sinn þriðja leik í röð í NBA-deildinni í nótt.

Brooklyn vann Atlanta, 91-86, og er nú aðeins einum sigri frá úrslitakeppninni í Austurdeildinni en liðið er níunda sæti með þrettán sigra í 34 leikjum.

Joe Johnson skoraði 23 stig gegn sínum gömlu félögum en Mirza Teletovic bætti við sxtán stigum. Brooklyn var þó án Deron Williams sem á við meiðsli að stríða.

Paul Millsap var með sextán stig fyrir Atlanta sem hefur nú tapað þremur leikjum í röð.

Minnesota vann Philadelphia, 126-95. Kevin Love var með 26 stig, þar af sextán í þriðja leikhluta þegar að gestirnir gerðu út um leikinn. Minnesota setti niður 16 þrista í 26 tilraunum.



LA Clippers vann Orlando, 101-81. Darren Collison skoraði nítján stig í fyrri hálfleik en aðeins tvö í þeim síðari. Sigur Clippers var þó aldrei í hættu.

Chris Paul var fjarverandi vegna axlarmeiðsla en það kom í ljós í gær að hann verður frá næstu sex vikurnar hið minnsta.

Úrslit næturinnar:

Philadelphia - Minnesota 95-126

Brooklyn - Atlanta 91-86

LA Clippers - Orlando 101-81

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×