Golf

Adam Scott fékk fimm fleiri atkvæði en Tiger

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Adam Scott og Tiger Woods.
Adam Scott og Tiger Woods. Mynd/NordicPhotos/Getty
Ástralski kylfingurinn Adam Scott og Inbee Park frá Suður-Kóreu voru valin karl- og kvenkylfingur ársins 2013 af Golf Writers Association of America, Samtökum golffréttamanna í Bandaríkjunum.

Adam Scott hafði betur eftir hörku keppni við Tiger Woods. Scott fékk aðeins fimm atkvæðum fleira en Tiger. Tiger Woods vann þó fleiri PGA-mót (5) en Adam Scott og var að auki kosinn kylfingur ársins á PGA-mótaröðinni.

Adam Scott vann fjögur mót á PGA-mótaröðinni en hann vann bæði Masters-mótið og Barclays-mótið og það vó greinilega þungt. Scott endaði árið á því að enda í öðru sæti á opan ástralska mótinu á eftir Rory McIlroy og vinna sigur á heimsmótinu í liðakeppni ásamt landa sínum Jason Day.

Það var talsvert minni spenna hjá konunum en þar fékk Inbee Park yfir 91 prósent af atkvæðunum 220. Park vann sex mót á kvenna PGA-mótaröðinni þar af þrjú fyrstu risamót ársins.

Inbee Park er aðeins 25 ára gömul og hún komst í hóp með þeim Bobby Jones, Ben Hogan, Babe Zaharias og Tiger Woods þegar hún vann þrjú risamót í röð á sama árinu.

Hinn 53 ára gamli Bandaríkjamaður Kenny Perry var valinn besti kylfingur ársins í flokki eldri kylfinga en hann fékk 91 prósent atkvæða í kosningunni.

Inbee Park.Mynd/NordicPhotos/Getty
Adam Scott.Mynd/NordicPhotos/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×