Fótbolti

Indriði: Ég væri alveg til í að vera nokkrum árum yngri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er nú statt í Abú Dabí þar sem liðið leikur vináttuleik við Svía á þriðjudaginn. Hilmar Þór Guðmundsson, starfsmaður KSÍ, er með í ferðinni til í Abú Dabí og hann tók Indriða Sigurðsson í viðtali.

Hilmar Þór spurði Indriða fyrst að því hvort hann væri aldursforsetinn í hópnum að þessu sinni en íslenska liðið er skipað leikmönnum sem spila hér heima eða á Norðurlöndum.

„Mér skilst það því miður. Ég væri alveg til í að vera nokkrum árum yngri,“ sagði Indriði Sigurðsson í léttum tón en hann er langreyndasti leikmaður íslenska karlalandsliðsins á þessari ferð í í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

„Aðstæðurnar hér eru alveg til fyrirmyndar. Þetta er allt mjög flott hér og mér lýst vel á þetta,“ sagði Indriði.

„Þessi ferð er sérstaklega flott fyrir þá leikmenn sem eru í kringum liðið og á leiðinni inn í liðið því það er mikilvægt fyrir þá að vita hvað þjálfararnir eru að huga og hvernig þeir vilja spila,“ sagði Indriði en það er hægt að sjá allt viðtalið við hann með því að smella hér fyrir ofan.

Leikur Íslands og Svíþjóðar hefst klukkan 16.00 á þriðjudaginn og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×