Aron Rafn er ofarlega á báðum listum hjá markvörðunum á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2014 22:45 Aron Rafn Eðvarðsson. Vísir/Daníel Aron Rafn Eðvarðsson, annar tveggja markvarða íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í handbolta í Danmörku, varð meðal efstu manna á báðum tölfræðilistum markvarðaanna í riðlakeppni EM. Aron Rafn endaði í fjórða sæti yfir bestu hlutfallsmarkvörsluna (41 prósent) og varð í öðru sæti yfir bestu vítamarkvörsluna (50 prósent). Norðmaðurinn Magnus Dahl hefur varið 47 prósent þeirra skota sem hafa komið á hann á mótinu og var hann með bestu hlutfallsmarkvörsluna í riðlakeppninni samkvæmt tölfræði mótshaldara. Jafnir í 2. sæti eru síðan Svíinn Mattias Andersson og Spánverjinn José Manuel Sierra sem báðir vörðu 43 prósent af þeim skotum sem komu á þá í leikjunum þremur í riðlakeppninni. Aron Rafn er síðan fjórði eins og áður sagði en hann varð 13 af 32 skotum sem hann reyndi við. Björgvin Páll Gústavsson varði 30 prósent skota sem komu á hann en hann er í 19. sæti á listanum. Það var bara einn markvörður með betri markvörslu í vítum í riðlakeppninni en Aron Rafn. Spánverjinn Gonzalo Pérez de Vargas varði 3 af 5 vítum sem hann reyndi við sem gerir magnaða 60 prósent hlutfallsmarkvörslu í vítum. Aron Rafn varði 2 af þeim 4 vítum sem hann reyndi við sem gerir 50 prósent vítamarkvörslu en í þriðja sæti er síðan Króatinn Mirko Alilović sem varði 4 af 9 vítum í riðlakeppninni eða 44 prósent. Björgvin Páll varði 2 af 6 vítum sínum sem skilaði honum í 7. sætið með 33 prósent vítamarkvörslu. EM 2014 karla Tengdar fréttir Króatar með fjögur stig inn í milliriðil Króatar unnu eins marks sigur á Svíum, 25-24, í úrslitaleik D-riðils á Evrópumótinu í handbolta í kvöld en þetta var í raun fyrsti leikur liðanna í milliriðli. 17. janúar 2014 18:59 Gaupi fór yfir EM með þeim Ásgeiri, Rúnari, Aroni og Canellas Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð tvö, fékk menn til að fara yfir frammistöðuna í riðlakeppninni og meta möguleika íslenska handboltalandsliðsins í milliriðlinum á EM í Danmörku en fyrsti leikur Íslands er á móti Austurríki á morgun. 17. janúar 2014 15:22 Strákarnir komnir til Herning Strákarnir okkar hefja leik í milliriðli EM á morgun. Þeir fluttu sig frá Álaborg í dag yfir til smábæjarins Herning en þar er engu að síður flottasta handboltahöll Danmerkur, Jyske Bank Boxen eða bara Boxið. 17. janúar 2014 16:31 Bara einn "grófari" en Sverre á EM Sverre Jakobsson, varnartröll íslenska landsliðsins, hefur fengið fimmtán refsistig í fyrstu þremur leikjum íslenska landsliðsins á EM í handbolta í Danmörku. 17. janúar 2014 22:15 Ótrúleg endurkoma Pólverja í seinni hálfleik kom þeim áfram Pólverjar unnu tveggja marka sigur á Rússum, 24-22, í lokaleik sínum í C-riðli Evrópumótsins í handbolta í Danmörku og tryggðu sér með því sæti í milliriðlinum. 17. janúar 2014 18:50 Frakkar sendu Serba heim - Pólverjar og Rússar áfram Frakkland fer með fullt hús inn í milliriðil tvö eftir þriggja marka sigur á Serbum í kvöld, 31-28, í lokaleik C-riðils á Evrópumótinu í handbolta í Danmörku. Serbar eru aftur á móti á heimleið eftir riðlakeppnina aðeins tveimur árum eftir að þeir fóru alla leið í úrslitaleik EM. 17. janúar 2014 21:15 Ísland á tvo menn meðal þeirra fimm markahæstu á EM Ísland átti tvo af fimm markahæstu leikmönnum riðlakeppninnar á EM í handbolta en henni lauk í kvöld með leikjum í C- og D-riðli. Milliriðill eitt fer síðan af stað á morgun og þá á Ísland leik á móti Austurríki. 17. janúar 2014 21:45 Patrekur með í fótbolta á æfingu Austurríkismanna - myndir Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska handboltalandsliðsins, og Patrekur Jóhannesson, þjálfari austurríska landsliðsins, eru mættir með lið sín til Herning en Ísland og Austurríki mætast á morgun í fyrstu umferð milliriðils eitt á Evrópumótinu í handbolta í Danmörku. 17. janúar 2014 17:18 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira
Aron Rafn Eðvarðsson, annar tveggja markvarða íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í handbolta í Danmörku, varð meðal efstu manna á báðum tölfræðilistum markvarðaanna í riðlakeppni EM. Aron Rafn endaði í fjórða sæti yfir bestu hlutfallsmarkvörsluna (41 prósent) og varð í öðru sæti yfir bestu vítamarkvörsluna (50 prósent). Norðmaðurinn Magnus Dahl hefur varið 47 prósent þeirra skota sem hafa komið á hann á mótinu og var hann með bestu hlutfallsmarkvörsluna í riðlakeppninni samkvæmt tölfræði mótshaldara. Jafnir í 2. sæti eru síðan Svíinn Mattias Andersson og Spánverjinn José Manuel Sierra sem báðir vörðu 43 prósent af þeim skotum sem komu á þá í leikjunum þremur í riðlakeppninni. Aron Rafn er síðan fjórði eins og áður sagði en hann varð 13 af 32 skotum sem hann reyndi við. Björgvin Páll Gústavsson varði 30 prósent skota sem komu á hann en hann er í 19. sæti á listanum. Það var bara einn markvörður með betri markvörslu í vítum í riðlakeppninni en Aron Rafn. Spánverjinn Gonzalo Pérez de Vargas varði 3 af 5 vítum sem hann reyndi við sem gerir magnaða 60 prósent hlutfallsmarkvörslu í vítum. Aron Rafn varði 2 af þeim 4 vítum sem hann reyndi við sem gerir 50 prósent vítamarkvörslu en í þriðja sæti er síðan Króatinn Mirko Alilović sem varði 4 af 9 vítum í riðlakeppninni eða 44 prósent. Björgvin Páll varði 2 af 6 vítum sínum sem skilaði honum í 7. sætið með 33 prósent vítamarkvörslu.
EM 2014 karla Tengdar fréttir Króatar með fjögur stig inn í milliriðil Króatar unnu eins marks sigur á Svíum, 25-24, í úrslitaleik D-riðils á Evrópumótinu í handbolta í kvöld en þetta var í raun fyrsti leikur liðanna í milliriðli. 17. janúar 2014 18:59 Gaupi fór yfir EM með þeim Ásgeiri, Rúnari, Aroni og Canellas Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð tvö, fékk menn til að fara yfir frammistöðuna í riðlakeppninni og meta möguleika íslenska handboltalandsliðsins í milliriðlinum á EM í Danmörku en fyrsti leikur Íslands er á móti Austurríki á morgun. 17. janúar 2014 15:22 Strákarnir komnir til Herning Strákarnir okkar hefja leik í milliriðli EM á morgun. Þeir fluttu sig frá Álaborg í dag yfir til smábæjarins Herning en þar er engu að síður flottasta handboltahöll Danmerkur, Jyske Bank Boxen eða bara Boxið. 17. janúar 2014 16:31 Bara einn "grófari" en Sverre á EM Sverre Jakobsson, varnartröll íslenska landsliðsins, hefur fengið fimmtán refsistig í fyrstu þremur leikjum íslenska landsliðsins á EM í handbolta í Danmörku. 17. janúar 2014 22:15 Ótrúleg endurkoma Pólverja í seinni hálfleik kom þeim áfram Pólverjar unnu tveggja marka sigur á Rússum, 24-22, í lokaleik sínum í C-riðli Evrópumótsins í handbolta í Danmörku og tryggðu sér með því sæti í milliriðlinum. 17. janúar 2014 18:50 Frakkar sendu Serba heim - Pólverjar og Rússar áfram Frakkland fer með fullt hús inn í milliriðil tvö eftir þriggja marka sigur á Serbum í kvöld, 31-28, í lokaleik C-riðils á Evrópumótinu í handbolta í Danmörku. Serbar eru aftur á móti á heimleið eftir riðlakeppnina aðeins tveimur árum eftir að þeir fóru alla leið í úrslitaleik EM. 17. janúar 2014 21:15 Ísland á tvo menn meðal þeirra fimm markahæstu á EM Ísland átti tvo af fimm markahæstu leikmönnum riðlakeppninnar á EM í handbolta en henni lauk í kvöld með leikjum í C- og D-riðli. Milliriðill eitt fer síðan af stað á morgun og þá á Ísland leik á móti Austurríki. 17. janúar 2014 21:45 Patrekur með í fótbolta á æfingu Austurríkismanna - myndir Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska handboltalandsliðsins, og Patrekur Jóhannesson, þjálfari austurríska landsliðsins, eru mættir með lið sín til Herning en Ísland og Austurríki mætast á morgun í fyrstu umferð milliriðils eitt á Evrópumótinu í handbolta í Danmörku. 17. janúar 2014 17:18 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira
Króatar með fjögur stig inn í milliriðil Króatar unnu eins marks sigur á Svíum, 25-24, í úrslitaleik D-riðils á Evrópumótinu í handbolta í kvöld en þetta var í raun fyrsti leikur liðanna í milliriðli. 17. janúar 2014 18:59
Gaupi fór yfir EM með þeim Ásgeiri, Rúnari, Aroni og Canellas Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð tvö, fékk menn til að fara yfir frammistöðuna í riðlakeppninni og meta möguleika íslenska handboltalandsliðsins í milliriðlinum á EM í Danmörku en fyrsti leikur Íslands er á móti Austurríki á morgun. 17. janúar 2014 15:22
Strákarnir komnir til Herning Strákarnir okkar hefja leik í milliriðli EM á morgun. Þeir fluttu sig frá Álaborg í dag yfir til smábæjarins Herning en þar er engu að síður flottasta handboltahöll Danmerkur, Jyske Bank Boxen eða bara Boxið. 17. janúar 2014 16:31
Bara einn "grófari" en Sverre á EM Sverre Jakobsson, varnartröll íslenska landsliðsins, hefur fengið fimmtán refsistig í fyrstu þremur leikjum íslenska landsliðsins á EM í handbolta í Danmörku. 17. janúar 2014 22:15
Ótrúleg endurkoma Pólverja í seinni hálfleik kom þeim áfram Pólverjar unnu tveggja marka sigur á Rússum, 24-22, í lokaleik sínum í C-riðli Evrópumótsins í handbolta í Danmörku og tryggðu sér með því sæti í milliriðlinum. 17. janúar 2014 18:50
Frakkar sendu Serba heim - Pólverjar og Rússar áfram Frakkland fer með fullt hús inn í milliriðil tvö eftir þriggja marka sigur á Serbum í kvöld, 31-28, í lokaleik C-riðils á Evrópumótinu í handbolta í Danmörku. Serbar eru aftur á móti á heimleið eftir riðlakeppnina aðeins tveimur árum eftir að þeir fóru alla leið í úrslitaleik EM. 17. janúar 2014 21:15
Ísland á tvo menn meðal þeirra fimm markahæstu á EM Ísland átti tvo af fimm markahæstu leikmönnum riðlakeppninnar á EM í handbolta en henni lauk í kvöld með leikjum í C- og D-riðli. Milliriðill eitt fer síðan af stað á morgun og þá á Ísland leik á móti Austurríki. 17. janúar 2014 21:45
Patrekur með í fótbolta á æfingu Austurríkismanna - myndir Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska handboltalandsliðsins, og Patrekur Jóhannesson, þjálfari austurríska landsliðsins, eru mættir með lið sín til Herning en Ísland og Austurríki mætast á morgun í fyrstu umferð milliriðils eitt á Evrópumótinu í handbolta í Danmörku. 17. janúar 2014 17:18