Kominn tími á DiCaprio? Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 17. janúar 2014 16:33 The Wolf of Wall Street skilaði DiCaprio sinni fjórðu Óskarstilnefningu. Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna voru kynntar í gær en afhending verðlaunanna fer fram í Los Angeles þann 2. mars. Kvikmynd leikstjórans Martins Scorsese, The Wolf of Wall Street, er tilnefnd í fimm flokkum. Myndin byggir á samnefndri ævisögu gróðabrallarans Jordans Belford, fyrrverandi verðbréfamiðlara á Wall Street sem var dæmdur í fangelsi árið 1998 fyrir fjársvik og peningaþvott. Saga hans er ótrúleg og í meðförum Scorsese er hún jafnvel ótrúlegri.Scorsese þakkar fyrir sig á Óskarsverðlaunaafhendingunni 2007.vísir/gettyScorsese er tilnefndur í flokki bestu leikstjóra í áttunda sinn. Hann hefur hlotið verðlaunin einu sinni, fyrir kvikmyndina The Departed frá árinu 2006. Hann er talinn einn áhrifamesti bandaríski kvikmyndaleikstjóri allra tíma og eftir hann liggur ógrynni klassískra kvikmynda. Af þeim má nefna Taxi Driver, GoodFellas, Raging Bull og Gangs of New York. The Wolf of Wall Street er fimmta mynd leikstjórans með leikaranum Leonardo DiCaprio, en hann er einnig tilnefndur í flokki bestu leikara í aðalhlutverki. Er það í fjórða sinn sem hann er tilnefndur til Óskarsverðlauna en hann hefur hins vegar aldrei unnið þau. Þá er Jonah Hill tilnefndur fyrir besta leik í aukahlutverki en hann leikur hinn skrautlega Danny Porush, félaga og samstarfsmann Jordans Belfords. Þetta er önnur tilnefning Hills, en hann var tilnefndur í sama flokki fyrir myndina Moneyball sem kom út árið 2011.Jonah Hill sýnir mikil og góð tilþrif í hlutverki sínu. The Wolf of Wall Street hefur fengið prýðisgóðar viðtökur frá almenningi jafnt sem gagnrýnendum, þó sumir hafi bent á að þeim finnist myndin hreinlega upphefja þá glæpastarfsemi sem hún fjallar um. Þá hlýtur hún einnig þann vafasama heiður að vera nýr methafi í blótsyrðum í kvikmynd. Myndin hlaut tvenn verðlaun á nýafstaðinni Golden Globe-verðlaunahátíð. Hún sigraði í flokki bestu gamanmynda og söngleikja, og DiCaprio var valinn besti aðalleikari í sama flokki. Þá var myndin einnig tilnefnd til fjögurra BAFTA-verðlauna. Erfitt er að spá fyrir um gengi hennar á Óskarnum þó löngu sé kominn tími á DiCaprio að mati margra. Tilnefningar: Besta kvikmynd Besti leikstjóri - Martin Scorsese Besta handrit byggt á áður útgefnu efni - Terence Winter Besti leikari í aðalhlutverki - Leonardo DiCaprio Besti leikari í aukahlutverki - Jonah Hill Einkunn á IMDB: 8.7 Einkunn á Rotten Tomatoes: 75% Einkunn á Metacritic: 75 Golden Globes Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna voru kynntar í gær en afhending verðlaunanna fer fram í Los Angeles þann 2. mars. Kvikmynd leikstjórans Martins Scorsese, The Wolf of Wall Street, er tilnefnd í fimm flokkum. Myndin byggir á samnefndri ævisögu gróðabrallarans Jordans Belford, fyrrverandi verðbréfamiðlara á Wall Street sem var dæmdur í fangelsi árið 1998 fyrir fjársvik og peningaþvott. Saga hans er ótrúleg og í meðförum Scorsese er hún jafnvel ótrúlegri.Scorsese þakkar fyrir sig á Óskarsverðlaunaafhendingunni 2007.vísir/gettyScorsese er tilnefndur í flokki bestu leikstjóra í áttunda sinn. Hann hefur hlotið verðlaunin einu sinni, fyrir kvikmyndina The Departed frá árinu 2006. Hann er talinn einn áhrifamesti bandaríski kvikmyndaleikstjóri allra tíma og eftir hann liggur ógrynni klassískra kvikmynda. Af þeim má nefna Taxi Driver, GoodFellas, Raging Bull og Gangs of New York. The Wolf of Wall Street er fimmta mynd leikstjórans með leikaranum Leonardo DiCaprio, en hann er einnig tilnefndur í flokki bestu leikara í aðalhlutverki. Er það í fjórða sinn sem hann er tilnefndur til Óskarsverðlauna en hann hefur hins vegar aldrei unnið þau. Þá er Jonah Hill tilnefndur fyrir besta leik í aukahlutverki en hann leikur hinn skrautlega Danny Porush, félaga og samstarfsmann Jordans Belfords. Þetta er önnur tilnefning Hills, en hann var tilnefndur í sama flokki fyrir myndina Moneyball sem kom út árið 2011.Jonah Hill sýnir mikil og góð tilþrif í hlutverki sínu. The Wolf of Wall Street hefur fengið prýðisgóðar viðtökur frá almenningi jafnt sem gagnrýnendum, þó sumir hafi bent á að þeim finnist myndin hreinlega upphefja þá glæpastarfsemi sem hún fjallar um. Þá hlýtur hún einnig þann vafasama heiður að vera nýr methafi í blótsyrðum í kvikmynd. Myndin hlaut tvenn verðlaun á nýafstaðinni Golden Globe-verðlaunahátíð. Hún sigraði í flokki bestu gamanmynda og söngleikja, og DiCaprio var valinn besti aðalleikari í sama flokki. Þá var myndin einnig tilnefnd til fjögurra BAFTA-verðlauna. Erfitt er að spá fyrir um gengi hennar á Óskarnum þó löngu sé kominn tími á DiCaprio að mati margra. Tilnefningar: Besta kvikmynd Besti leikstjóri - Martin Scorsese Besta handrit byggt á áður útgefnu efni - Terence Winter Besti leikari í aðalhlutverki - Leonardo DiCaprio Besti leikari í aukahlutverki - Jonah Hill Einkunn á IMDB: 8.7 Einkunn á Rotten Tomatoes: 75% Einkunn á Metacritic: 75
Golden Globes Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira