Golf

Reed með eins höggs forystu í Kaliforníu

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Patrick Reed lék á 63 höggum í gær.
Patrick Reed lék á 63 höggum í gær. Mynd/AP
Bill Clinton, 42. forseti Bandaríkjanna, ásamt Tim Finchem, framkvæmdastjóra PGA-mótaraðarinnar.Mynd/AP
Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed tók forystuna á Humana Challenge mótinu á PGA-mótaröðinni í gær eftir að hafa leikið fyrsta hringinn á 63 höggum eða níu höggum undir pari.

Reed, sem á að baki einn sigur á PGA-mótaröðinni frá síðustu leiktíð á Wyndham-mótinu, tapaði ekki höggi á fyrsta hring og er einu höggi betri en þeir Ryan Palmer, Justin Hicks, Daniel Summerhays og Charley Hoffman.

„Ég hefði alveg getað leikið á enn betra skori en þegar þú færð par á 18. holu til að leika á 63 höggum þá er ekki annað hægt en að vera sáttur,“ sagði Reed við heimasíðu PGA-mótaraðarinnar.

Nokkir þekktir kylfingar eru í baráttunni um sigurinn og má þar nefna Zach Johnson, Bill Haas og Ryo Ishikawa frá Japan. Bill Clinton, 42. forseti Bandaríkjanna, leggur mótinu nafn sitt ásamt góðgerðarsjóði sinum. Humana Challenge mótið er í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst bein útsending frá öðrum hring kl. 20 í kvöld.

Staðan í mótinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×