Lawrence Kasdan, sem tók við handritaskrifum af Michael Arndt í október, mun leggja áherslu á gömlu persónurnar í handriti sínu til þess að áhorfendur fái „eitt tækifæri í viðbót til að njóta þeirra áður en þær verða lagðar til hliðar“, segir á vef Hollywood Reporter. Afkomendurnir munu síðan taka við og verða aðalpersónur áttunda og níunda hluta.
Þrátt fyrir þessa breytingu heyrast enn sögusagnir um nýja leikara sem sagðir eru koma til greina í hlutverk. Þar má nefna þá Michael Fassbender, Hugo Weaving og Adam Driver. Allt eru þetta þó getgátur og eina persónan sem staðfest hefur verið að komi fram í nýju myndinni er vélmennið knáa R2D2.
Sjöunda Stjörnustríðsmyndin er væntanleg í kvikmyndahús jólin 2015.
