Fótbolti

Lars Lagerbäck valdi landa sinn bestan í heimi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic. Mynd/NordicPhotos/Getty
Svíinn Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, valdi landa sinn Zlatan Ibrahimovic besta knattspyrnumann heims á árinu 2013 en landsliðsþjálfarar og landsliðsfyrirliðar taka þátt í kosningunni á besta knattspyrnumanni heims hjá FIFA.

Cristiano Ronaldo var í kvöld kosinn besti knattspyrnumaður heims í annað skiptið á ferlinum og hlaut að launum hinn eftirsótta Gullbolta FIFA.

Lagerbäck setti Zlatan Ibrahimovic í fyrsta sætið á sínum seðli, Cristiano Ronaldo varð annar hjá honum og Lionel Messi var síðan þriðji besti knattspyrnumaður síðasta árs að mati íslenska landsliðsþjálfarans.

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, valdi Cristiano Ronaldo bestan, Lionel Messi varði í 2. sæti hjá honum og Aron Einar setti svo Frank Ribéry í þriðja sætið.

Víðir Sigurðsson, blaðamaður Morgunblaðsins og fulltrúi íslenska fjölmiðlamanna var með sömu röð á efstu mönnum og Aron Einar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×