Vegagerðin var rétt í þessu að senda frá sér tilkynningu um færð og þar segir að hálkublettir séu á Sandskeiði og á Hellisheiði en hálka í Þrengslum.
Skeytið er sem hér segir:
Hálka er frá Selfoss að Hvolsvelli. Hálka eða hálkublettir er á flestum leiðum á Suðurlandi og jafnvel þæfingur í uppsveitum. Ófært er í Grafningi.
Á Vesturlandi er hálka á flestum leiðum, snjóþekja er á Vatnaleiði og á Svínadal. Þungfært er á Bröttubrekku. Ófært er á Fróðárheiði.
Á Vestfjörðum er flughálka Í Kollafirði, á Mikladal, Flateyrarvegi, Súgandafirði, Ísafjarðardjúpi, Steingrímsfjarðarheiði og að hluta til á Innstrandarvegi.
Óveður er í Ögri. Ófært er á Kleifarheiði. Þungfært og skafrenningur er á Þröskuldum. Þæfingsfærð er frá Klettsháls að Brjánslæk.
Á Norðurvesturlandi er þæfingsfærð yfir Þverárfjall en hálka eða hálkublettir á öðrum leiðum. Óveður er í Blönduhlíð.Hálka og skafrenningur er á Siglufjarðarvegi.
Á Norðausturlandi er hálka eða hálkublettir á felstum leiðum. Snjóþekja og skafrenningur á Öxnadalsheiði en snjóþekja og óveður er í Víkurskarði. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Hólasandi. Hálka og óveður er á Hófaskarði. Ófært er á Mývatnsöræfum.
Á Austurlandi er ófært og óveður á Möðrudalsöræfum, Sandvíkurheiði, Vopnafjarðarheiði, Vatsskarði eystra og Fjarðarheiði. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Oddskarði en snjóþekja og skafrenningur á Fagradal. Á örðum leiðum er hálak eða hálkublettir en þó greifært frá Fáskrúðsfirði og suður úr.
Óveður yfir í Öræfum. Hálkublettir eru frá Kirkjubæjarklaustri að Eyjafjöllum.Vart hefur orðið við vetrarblæðingar á milli Staðarskála og Víðidals en einnig á Ólafsfjarðarvegi og Svalbarðsströnd.
Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát.

