Hjólaði í eigið brúðkaup í austanstormi Elimar Hauksson skrifar 12. janúar 2014 23:00 Rigning, hálka og austanstormur settu strik í reikninginn en Björn lét það ekki á sig fá. Björn Arnar Hauksson hjólaði á föstudaginn í sitt eigið brúðkaup, úr Garðabæ að Hótel Heklu í Árnessýslu. Fararskjótinn þykir fremur óhefðbundinn fyrir slíkar athafnir og þrátt fyrir að veður hafi leikið Björn grátt þá lét hann það ekki á sig fá og hjólaði að Heklurótum. Leiðin er um það bil 100 kílómetrar og rigndi mikið en Björn er mikill hjólreiðamaður og lét það ekki á sig fá. „Það lá nú eiginlega beint við að hjóla enda hjóla ég mjög mikið. Ég átti ekki von á þessum austanstormi sem ég fékk í fangið og þurfti reyndar að húkka mér far frá kaffistofunni og yfir heiðina, því það var bara ekki séns að hjóla yfir heiðina. Ég var að hjóla á fullum krafti á átta kílómetra hraða,“ segir Björn. Björn og eiginkona hans, Kristín, eru búsett í Singapúr en þar hjólar Björn mikið og hefur meðal annars keppt í hjólreiðum þar í landi. Hann æfði nokkuð stíft fyrir jólin áður en hann kom heim en segir allt annað að hjóla á Íslandi en í Singapúr. „Ég hjólaði um það bil 700 km á viku áður en ég kom til íslands og núna á milli jóla og nýárs hjólaði ég 500 km hér á Íslandi. Ég held að það sé svona tvöfalt erfiðara að hjóla hér á landi, bæði vegna hálku og líka vegna þess að manni verður svo kalt á höndum og fótum,“ segir Björn. Hjónin giftu sig að ásatrúarsið í þjóðveldisbænum Stöng í Þjórsárdal og segir Björn því við hæfi að hann hafi hjólað til athafnarinnar enda hafi menn áður fyrr mætt ríðandi í giftingar. Veður Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Björn Arnar Hauksson hjólaði á föstudaginn í sitt eigið brúðkaup, úr Garðabæ að Hótel Heklu í Árnessýslu. Fararskjótinn þykir fremur óhefðbundinn fyrir slíkar athafnir og þrátt fyrir að veður hafi leikið Björn grátt þá lét hann það ekki á sig fá og hjólaði að Heklurótum. Leiðin er um það bil 100 kílómetrar og rigndi mikið en Björn er mikill hjólreiðamaður og lét það ekki á sig fá. „Það lá nú eiginlega beint við að hjóla enda hjóla ég mjög mikið. Ég átti ekki von á þessum austanstormi sem ég fékk í fangið og þurfti reyndar að húkka mér far frá kaffistofunni og yfir heiðina, því það var bara ekki séns að hjóla yfir heiðina. Ég var að hjóla á fullum krafti á átta kílómetra hraða,“ segir Björn. Björn og eiginkona hans, Kristín, eru búsett í Singapúr en þar hjólar Björn mikið og hefur meðal annars keppt í hjólreiðum þar í landi. Hann æfði nokkuð stíft fyrir jólin áður en hann kom heim en segir allt annað að hjóla á Íslandi en í Singapúr. „Ég hjólaði um það bil 700 km á viku áður en ég kom til íslands og núna á milli jóla og nýárs hjólaði ég 500 km hér á Íslandi. Ég held að það sé svona tvöfalt erfiðara að hjóla hér á landi, bæði vegna hálku og líka vegna þess að manni verður svo kalt á höndum og fótum,“ segir Björn. Hjónin giftu sig að ásatrúarsið í þjóðveldisbænum Stöng í Þjórsárdal og segir Björn því við hæfi að hann hafi hjólað til athafnarinnar enda hafi menn áður fyrr mætt ríðandi í giftingar.
Veður Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira