Golden Globe-verðlaunin afhent í kvöld Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 12. janúar 2014 11:36 Það eru myndirnar 12 Years a Slave og American Hustle sem eru með flestar tilnefningar. Golden Globe-verðlaunin verða afhent í Kaliforníu í kvöld, en verðlaunin eru oft sögð gefa vísbendingu um hverjir verða sigursælir á Óskarsverðlaunahátíðinni. Það er kvikmynd Steve McQueen, 12 Years a Slave, sem hlaut flestar tilnefningar í ár, ásamt myndinni American Hustle eftir leikstjórann David O. Russell. Myndirnar eru tilnefndar í sjö flokkum og eru leikstjórar beggja mynda tilnefndir, sem og handritshöfundar. 12 Years a Slave er tilnefnd sem besta dramatíska kvikmynd á meðan American Hustle er tilnefnd í flokki gamanmynda og söngleikja. Kvikmynd Alexanders Payne, Nebraska, fylgir á hæla þeirra með fimm tilnefningar. Myndirnar Captain Phillips og Gravity eru svo með fjórar tilnefningar hvor. Sérstaklega ríkir spenna í flokki bestu aðalleikkvenna en þar þykja þær Cate Blanchett og Sandra Bullock sigurstranglegar. Blanchett er tilnefnd fyrir leik sinn í kvikmynd Woody Allen, Blue Jasmine, en Bullock fyrir frammistöðu sína í geimmyndinni Gravity. Þá er danska kvikmyndin Jagten, eftir leikstjórann Thomas Vinterberg, tilnefnd í flokki bestu mynda á tungumálum öðrum en ensku, en myndin naut mikilla vinsælda hér á landi í fyrra. Keppir hún við myndina Blue Is the Warmest Color frá Frakklandi, The Great Beauty frá Ítalíu, The Past frá Íran og The Wind Rises frá Japan.Golden Globe-verðlaunin verða í beinni útsendingu Stöðvar þrjú og hefst útsendingin klukkan eitt eftir miðnætti. Golden Globes Mest lesið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Golden Globe-verðlaunin verða afhent í Kaliforníu í kvöld, en verðlaunin eru oft sögð gefa vísbendingu um hverjir verða sigursælir á Óskarsverðlaunahátíðinni. Það er kvikmynd Steve McQueen, 12 Years a Slave, sem hlaut flestar tilnefningar í ár, ásamt myndinni American Hustle eftir leikstjórann David O. Russell. Myndirnar eru tilnefndar í sjö flokkum og eru leikstjórar beggja mynda tilnefndir, sem og handritshöfundar. 12 Years a Slave er tilnefnd sem besta dramatíska kvikmynd á meðan American Hustle er tilnefnd í flokki gamanmynda og söngleikja. Kvikmynd Alexanders Payne, Nebraska, fylgir á hæla þeirra með fimm tilnefningar. Myndirnar Captain Phillips og Gravity eru svo með fjórar tilnefningar hvor. Sérstaklega ríkir spenna í flokki bestu aðalleikkvenna en þar þykja þær Cate Blanchett og Sandra Bullock sigurstranglegar. Blanchett er tilnefnd fyrir leik sinn í kvikmynd Woody Allen, Blue Jasmine, en Bullock fyrir frammistöðu sína í geimmyndinni Gravity. Þá er danska kvikmyndin Jagten, eftir leikstjórann Thomas Vinterberg, tilnefnd í flokki bestu mynda á tungumálum öðrum en ensku, en myndin naut mikilla vinsælda hér á landi í fyrra. Keppir hún við myndina Blue Is the Warmest Color frá Frakklandi, The Great Beauty frá Ítalíu, The Past frá Íran og The Wind Rises frá Japan.Golden Globe-verðlaunin verða í beinni útsendingu Stöðvar þrjú og hefst útsendingin klukkan eitt eftir miðnætti.
Golden Globes Mest lesið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira