Veldu besta frasa íslenskrar kvikmyndasögu 28. janúar 2014 15:45 Bryddað er upp á þeirri nýbreytni á Edduverðlaunahátíðinni í ár að láta áhorfendur kjósa um fleygar setningar úr íslenskri kvikmyndasögu. Sérstök valnefnd á vegum Eddunnar fór í gegnum nokkra tugi fleygra frasa úr kvikmyndum framleiddum fyrir árið 2000 og valdi 20 þekktar setningar. Almenningur er beðinn um að velja þá frasa sem standa upp úr á listanum hér fyrir neðan. Eftir standa fimm fleygar setningar sem áhorfendur kjósa á milli í símakosningu meðan á beinni útsendingu Edduhátíðarinnar stendur. Forkosningin hér á Vísi stendur í tvær vikur og lýkur á miðnætti, mánudaginn 10. febrúar. Lesendur Vísis eru hvattir til að taka þátt í þessu skemmtilega vali. Hver og einn getur valið allt frá einum upp í fimm frasa. Það er gert með því að ýta á þá og ljóma áður en ýtt er á Kjósa-hnappinn. Hægt er að horfa á myndbrot með öllum þessum setningum í spilaranum hér fyrir ofan og jafnframt er hægt að horfa á allar þessar kvikmyndir á vefnum Icelandic Cinema Online sem er efnisveita á netinu sem býður upp á íslenskt kvikmyndaefni. Edduhátíðin verður haldin laugardaginn 22. febrúar í Hörpu og verður hún í opinni dagskrá á Stöð 2 og hér á Vísi. Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Bryddað er upp á þeirri nýbreytni á Edduverðlaunahátíðinni í ár að láta áhorfendur kjósa um fleygar setningar úr íslenskri kvikmyndasögu. Sérstök valnefnd á vegum Eddunnar fór í gegnum nokkra tugi fleygra frasa úr kvikmyndum framleiddum fyrir árið 2000 og valdi 20 þekktar setningar. Almenningur er beðinn um að velja þá frasa sem standa upp úr á listanum hér fyrir neðan. Eftir standa fimm fleygar setningar sem áhorfendur kjósa á milli í símakosningu meðan á beinni útsendingu Edduhátíðarinnar stendur. Forkosningin hér á Vísi stendur í tvær vikur og lýkur á miðnætti, mánudaginn 10. febrúar. Lesendur Vísis eru hvattir til að taka þátt í þessu skemmtilega vali. Hver og einn getur valið allt frá einum upp í fimm frasa. Það er gert með því að ýta á þá og ljóma áður en ýtt er á Kjósa-hnappinn. Hægt er að horfa á myndbrot með öllum þessum setningum í spilaranum hér fyrir ofan og jafnframt er hægt að horfa á allar þessar kvikmyndir á vefnum Icelandic Cinema Online sem er efnisveita á netinu sem býður upp á íslenskt kvikmyndaefni. Edduhátíðin verður haldin laugardaginn 22. febrúar í Hörpu og verður hún í opinni dagskrá á Stöð 2 og hér á Vísi.
Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira