Fjölskyldudrama frumsýnt í dag Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 24. janúar 2014 13:00 Kvikmyndin August: Osage County er frumsýnd í dag í Háskólabíói, Smárabíói og Borgarbíói Akureyri. Myndin er gerð eftir samnefndu leikriti Tracy Letts, en það hlaut Pulitzer-verðlaunin árið 2008 og var sýnt tæplega sjö hundruð sinnum á Broadway við miklar vinsældir. Á Íslandi sló leikritið í gegn á fjölum Borgarleikhússins undir titlinum Fjölskyldan og var sýnt rúmlega sextíu sinnum! Sagan gerist í Oklahoma, á heimili hjónanna Beverly og Violet Weston sem eiga þrjár uppkomnar dætur, þær Ivy, Barböru og Karen. Dag einn hverfur Beverly sporlaust sem verður til þess að Weston-dæturnar hittast á ný á æskuheimilinu. Það er stór og þéttur leikhópur sem fer með helstu hlutverkin í August: Osage County, en þess má geta að leikkonurnar Meryl Streep og Julia Roberts eru tilnefndar til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sín í myndinni. Í öðrum hlutverkum eru Sam Shepard, Ewan McGregor og Juliette Lewis. Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Kvikmyndin August: Osage County er frumsýnd í dag í Háskólabíói, Smárabíói og Borgarbíói Akureyri. Myndin er gerð eftir samnefndu leikriti Tracy Letts, en það hlaut Pulitzer-verðlaunin árið 2008 og var sýnt tæplega sjö hundruð sinnum á Broadway við miklar vinsældir. Á Íslandi sló leikritið í gegn á fjölum Borgarleikhússins undir titlinum Fjölskyldan og var sýnt rúmlega sextíu sinnum! Sagan gerist í Oklahoma, á heimili hjónanna Beverly og Violet Weston sem eiga þrjár uppkomnar dætur, þær Ivy, Barböru og Karen. Dag einn hverfur Beverly sporlaust sem verður til þess að Weston-dæturnar hittast á ný á æskuheimilinu. Það er stór og þéttur leikhópur sem fer með helstu hlutverkin í August: Osage County, en þess má geta að leikkonurnar Meryl Streep og Julia Roberts eru tilnefndar til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sín í myndinni. Í öðrum hlutverkum eru Sam Shepard, Ewan McGregor og Juliette Lewis.
Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira