Tvöföld stig fyrir síðasta mótið í formúlunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2014 17:30 Nýjan reglan kemur í framhaldi af yfirburðum Sebastian Vettel á síðasta tímabili. Vísir/NordicPhotos/Getty Forráðamenn formúlu eitt hafa ákveðið að láta verða að hugmynd Bernie Ecclestone um að gefa tvöföld stig fyrir lokamótið á komandi keppnistímabili. Það var enginn sem mótmælti þessari nýjung á yfirmannafundi innan formúlu eitt og nýjan stigareglan verður því í gildi á árinu 2014. Bernie Ecclestone, yfirmaður formúlunnar, telur að þessi nýbreytni muni hjálpa til að halda spennu í keppninni eins lengi og mögulegt er en Þjóðverjinn Sebastian Vettel vann yfirburðarsigur á síðasta tímabili. Sebastian Vettel hefur nú unnið heimsmeistaratitil ökumanna fjögur ár í röð en hann tryggðu sér titilinn í fyrra þegar þrjú mót voru enn eftir. Þrír heimsmeistaratitlar hefðu farið annað ef þetta stigakerfi hefði verið í gildi síðustu ár. Fernando Alonso hefði þá tekið titilinn af Sebastian Vettel árið 2012, Felipe Massa hefði komist upp fyrir Lewis Hamilton árið 2008 og árið 2003 hefði Kimi Raikkonen tryggt sér titilinn í lokamótinu en þá vann Michael Schumacher. Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Forráðamenn formúlu eitt hafa ákveðið að láta verða að hugmynd Bernie Ecclestone um að gefa tvöföld stig fyrir lokamótið á komandi keppnistímabili. Það var enginn sem mótmælti þessari nýjung á yfirmannafundi innan formúlu eitt og nýjan stigareglan verður því í gildi á árinu 2014. Bernie Ecclestone, yfirmaður formúlunnar, telur að þessi nýbreytni muni hjálpa til að halda spennu í keppninni eins lengi og mögulegt er en Þjóðverjinn Sebastian Vettel vann yfirburðarsigur á síðasta tímabili. Sebastian Vettel hefur nú unnið heimsmeistaratitil ökumanna fjögur ár í röð en hann tryggðu sér titilinn í fyrra þegar þrjú mót voru enn eftir. Þrír heimsmeistaratitlar hefðu farið annað ef þetta stigakerfi hefði verið í gildi síðustu ár. Fernando Alonso hefði þá tekið titilinn af Sebastian Vettel árið 2012, Felipe Massa hefði komist upp fyrir Lewis Hamilton árið 2008 og árið 2003 hefði Kimi Raikkonen tryggt sér titilinn í lokamótinu en þá vann Michael Schumacher.
Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira