Danmörk í undanúrslit | Ísland þarf að stóla á Makedóníu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. janúar 2014 21:11 Anders Eggert í leiknum í kvöld. Vísir/AFP Danmörk tryggði sæti sitt í undanúrslitum EM í handbolta með sigri á Ungverjalandi í Herning í kvöld, 28-24. Danir eru enn fremur öruggir með efsta sæti milliriðils 1. Danir eru með átta stig í efsta sæti og með tveggja stiga forystu á Spán sem er með sex stig. Ísland kemur næst með fimm stig en tvö efstu liðin komast áfram í undanúrslit. Ísland og Danmörk eigast við í lokaumferð milliriðlakeppninnar á miðvikudagskvöldið. Fyrr um daginn eigast við Makedónía og Spánn en strákarnir okkar þurfa að treysta á sigur Makedóníu í leiknum til að halda í vonina um sæti í undanúrslitum. Ef Spánverjar vinna hins vegar leikinn er sæti þeirra í undanúrslitunum tryggt. Ísland þyrfti þá að ná minnst jafntefli gegn Dönum til að tryggja þriðja sæti milliriðilsins eða þá að treysta á að Ungverjar vinni Austurríki ekki of stórt fyrr um daginn. Það var jafnræði með liðum Danmerkur og Ungverjalands í kvöld fyrstu 20 mínútur leiksins. Danir skoruðu þá fjögur mörk í röð og gengu inn til búningsklefa í hálfleik með þriggja marka forystu, 14-11. Danir létu svo forystuna aldrei af hendi í síðari hálfleik. Minnstur varð munurinn tvö mörk en það var á lokamínútu leiksins og sigur Dana þá svo gott sem tryggður. Mikkel Hansen og Thomas Mogensen skoruðu fimm mörk hvor fyrir Dani og Niklas Landin varði tíu skot í markinu. Hjá Ungverjalandi var Gergö Ivancsik markahæstur með átta mörk. Spánn er nú eina liðið sem getur náð Dönum að stigum í milliriðli 1 en þar sem að Danir hafa betur í innbyrðisviðureign sinni gegn Spáni geta Danir ekki endað neðar en í efsta sæti. Það þýðir enn fremur að Danir hafa að engu að keppa gegn Íslandi á miðvikudag og getur því Ulrik Wilbek, þjálfari Dana, valið að hvíla alla sína bestu menn í leiknum. EM 2014 karla Tengdar fréttir Frábær frammistaða lærisveina Patreks en naumt tap Heimsmeistarar Spánverja unnu nauman eins marks sigur á Austurríki, 28-27, í öðrum leik dagsins á EM í handbolta. 20. janúar 2014 19:06 Umfjöllun og myndir: Ísland - Makedónía 29-27 | Annar sigur strákanna í röð Karlalandslið Íslands í handbolta er komið í annað sæti milliriðils 1 á Evrópumótinu í Danmörku eftir 29-27 sigur á Makedóníu á Evrópumótinu í Danmörku í dag. Liðið spilaði sinn slakasta leik á mótinu en landaði engu að síður sigri. 20. janúar 2014 13:43 Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira
Danmörk tryggði sæti sitt í undanúrslitum EM í handbolta með sigri á Ungverjalandi í Herning í kvöld, 28-24. Danir eru enn fremur öruggir með efsta sæti milliriðils 1. Danir eru með átta stig í efsta sæti og með tveggja stiga forystu á Spán sem er með sex stig. Ísland kemur næst með fimm stig en tvö efstu liðin komast áfram í undanúrslit. Ísland og Danmörk eigast við í lokaumferð milliriðlakeppninnar á miðvikudagskvöldið. Fyrr um daginn eigast við Makedónía og Spánn en strákarnir okkar þurfa að treysta á sigur Makedóníu í leiknum til að halda í vonina um sæti í undanúrslitum. Ef Spánverjar vinna hins vegar leikinn er sæti þeirra í undanúrslitunum tryggt. Ísland þyrfti þá að ná minnst jafntefli gegn Dönum til að tryggja þriðja sæti milliriðilsins eða þá að treysta á að Ungverjar vinni Austurríki ekki of stórt fyrr um daginn. Það var jafnræði með liðum Danmerkur og Ungverjalands í kvöld fyrstu 20 mínútur leiksins. Danir skoruðu þá fjögur mörk í röð og gengu inn til búningsklefa í hálfleik með þriggja marka forystu, 14-11. Danir létu svo forystuna aldrei af hendi í síðari hálfleik. Minnstur varð munurinn tvö mörk en það var á lokamínútu leiksins og sigur Dana þá svo gott sem tryggður. Mikkel Hansen og Thomas Mogensen skoruðu fimm mörk hvor fyrir Dani og Niklas Landin varði tíu skot í markinu. Hjá Ungverjalandi var Gergö Ivancsik markahæstur með átta mörk. Spánn er nú eina liðið sem getur náð Dönum að stigum í milliriðli 1 en þar sem að Danir hafa betur í innbyrðisviðureign sinni gegn Spáni geta Danir ekki endað neðar en í efsta sæti. Það þýðir enn fremur að Danir hafa að engu að keppa gegn Íslandi á miðvikudag og getur því Ulrik Wilbek, þjálfari Dana, valið að hvíla alla sína bestu menn í leiknum.
EM 2014 karla Tengdar fréttir Frábær frammistaða lærisveina Patreks en naumt tap Heimsmeistarar Spánverja unnu nauman eins marks sigur á Austurríki, 28-27, í öðrum leik dagsins á EM í handbolta. 20. janúar 2014 19:06 Umfjöllun og myndir: Ísland - Makedónía 29-27 | Annar sigur strákanna í röð Karlalandslið Íslands í handbolta er komið í annað sæti milliriðils 1 á Evrópumótinu í Danmörku eftir 29-27 sigur á Makedóníu á Evrópumótinu í Danmörku í dag. Liðið spilaði sinn slakasta leik á mótinu en landaði engu að síður sigri. 20. janúar 2014 13:43 Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira
Frábær frammistaða lærisveina Patreks en naumt tap Heimsmeistarar Spánverja unnu nauman eins marks sigur á Austurríki, 28-27, í öðrum leik dagsins á EM í handbolta. 20. janúar 2014 19:06
Umfjöllun og myndir: Ísland - Makedónía 29-27 | Annar sigur strákanna í röð Karlalandslið Íslands í handbolta er komið í annað sæti milliriðils 1 á Evrópumótinu í Danmörku eftir 29-27 sigur á Makedóníu á Evrópumótinu í Danmörku í dag. Liðið spilaði sinn slakasta leik á mótinu en landaði engu að síður sigri. 20. janúar 2014 13:43