Frábær frammistaða lærisveina Patreks en naumt tap Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. janúar 2014 19:06 Julen Aguinagalde spilaði með Spánverjum í dag. Heimsmeistarar Spánverja unnu nauman eins marks sigur á Austurríki, 28-27, í öðrum leik dagsins á EM í handbolta. Austurríki hefði þurft að vinna leikinn til að auka líkur Íslands á að komast í undanúrslit mótsins. En með sigri Spánverja er ljóst að heimsmeistararnir eru komnir hálfa leið í undanúrslitin. Austurríska liðið, sem er þjálfað af Patreki Jóhannessyni, var hársbreidd frá því að ná jafntefli í leiknum þrátt fyrir að hafa verið tveimur mörkum undir þegar mínúta var eftir af leiknum. Hornamaðurinn Robert Weber skoraði þá mark og töpuðu Spánverjar boltanum þegar rúmar tíu sekúndur voru eftir. Austurríkismenn fengu aukakast rétt áður en leiktíminn rann út en Viktor Szilagyi hitti ekki á markið. Spánverjar voru lengst af með undirtökin í dag og náðu mest fimm marka forystu um miðbik síðari hálfleiks, 23-18. En þá komu lærisveinar Patreks til baka og hleyptu mikilli spennu í lokamínútur leiksins. Línumaðurinn Julen Aguinagalde skoraði átta mörk fyrir Spánverja í dag en hann missti af upphafi mótsins vegna meiðsla. Joan Canellas kom næstur með sjö mörk.Dominik Schmid skoraði sex mörk fyrir Austurríki og þeir Miximilian Hermann, Szilagyi og Weber fimm hver. Danmörk og Spánn eru með sex stig á toppi milliriðils 1 en Ísland er með fimm stig. Danir eiga leik til góða gegn Ungverjum í kvöld og geta þá tryggt sér sæti í undanúrslitunum. EM 2014 karla Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Ísland - Makedónía 29-27 | Annar sigur strákanna í röð Karlalandslið Íslands í handbolta er komið í annað sæti milliriðils 1 á Evrópumótinu í Danmörku eftir 29-27 sigur á Makedóníu á Evrópumótinu í Danmörku í dag. Liðið spilaði sinn slakasta leik á mótinu en landaði engu að síður sigri. 20. janúar 2014 13:43 Strákarnir þurfa hjálp til að komast í undanúrslit Þrátt fyrir sigur á Makedóníu í dag þurfa strákarnir okkar aðstoð til að komast áfram í undanúrslit EM í Danmörku. 20. janúar 2014 17:33 Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira
Heimsmeistarar Spánverja unnu nauman eins marks sigur á Austurríki, 28-27, í öðrum leik dagsins á EM í handbolta. Austurríki hefði þurft að vinna leikinn til að auka líkur Íslands á að komast í undanúrslit mótsins. En með sigri Spánverja er ljóst að heimsmeistararnir eru komnir hálfa leið í undanúrslitin. Austurríska liðið, sem er þjálfað af Patreki Jóhannessyni, var hársbreidd frá því að ná jafntefli í leiknum þrátt fyrir að hafa verið tveimur mörkum undir þegar mínúta var eftir af leiknum. Hornamaðurinn Robert Weber skoraði þá mark og töpuðu Spánverjar boltanum þegar rúmar tíu sekúndur voru eftir. Austurríkismenn fengu aukakast rétt áður en leiktíminn rann út en Viktor Szilagyi hitti ekki á markið. Spánverjar voru lengst af með undirtökin í dag og náðu mest fimm marka forystu um miðbik síðari hálfleiks, 23-18. En þá komu lærisveinar Patreks til baka og hleyptu mikilli spennu í lokamínútur leiksins. Línumaðurinn Julen Aguinagalde skoraði átta mörk fyrir Spánverja í dag en hann missti af upphafi mótsins vegna meiðsla. Joan Canellas kom næstur með sjö mörk.Dominik Schmid skoraði sex mörk fyrir Austurríki og þeir Miximilian Hermann, Szilagyi og Weber fimm hver. Danmörk og Spánn eru með sex stig á toppi milliriðils 1 en Ísland er með fimm stig. Danir eiga leik til góða gegn Ungverjum í kvöld og geta þá tryggt sér sæti í undanúrslitunum.
EM 2014 karla Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Ísland - Makedónía 29-27 | Annar sigur strákanna í röð Karlalandslið Íslands í handbolta er komið í annað sæti milliriðils 1 á Evrópumótinu í Danmörku eftir 29-27 sigur á Makedóníu á Evrópumótinu í Danmörku í dag. Liðið spilaði sinn slakasta leik á mótinu en landaði engu að síður sigri. 20. janúar 2014 13:43 Strákarnir þurfa hjálp til að komast í undanúrslit Þrátt fyrir sigur á Makedóníu í dag þurfa strákarnir okkar aðstoð til að komast áfram í undanúrslit EM í Danmörku. 20. janúar 2014 17:33 Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira
Umfjöllun og myndir: Ísland - Makedónía 29-27 | Annar sigur strákanna í röð Karlalandslið Íslands í handbolta er komið í annað sæti milliriðils 1 á Evrópumótinu í Danmörku eftir 29-27 sigur á Makedóníu á Evrópumótinu í Danmörku í dag. Liðið spilaði sinn slakasta leik á mótinu en landaði engu að síður sigri. 20. janúar 2014 13:43
Strákarnir þurfa hjálp til að komast í undanúrslit Þrátt fyrir sigur á Makedóníu í dag þurfa strákarnir okkar aðstoð til að komast áfram í undanúrslit EM í Danmörku. 20. janúar 2014 17:33