Gífurlegt svifryk yfir borginni Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2014 11:34 Mikið ryk var að sjá á Reykjavíkurtjörn í gær. Vísir/Daníel Mikið svifryk er núna yfir Reykjavík og mælast loftgæði við Grensás mjög slæm þar sem 488,1 míkrógrömm af ryki í hverjum rúmmetra mælist. Á skala heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar eru léleg loftgæði þegar yfir hundrað míkrógrömm mælast í rúmmetra. Einstaklingar með ofnæmi og/eða harta- eða lungnasjúkdóma ættu að forðast að vera úti þar sem hætta er á mikilli mengun og þá sérstaklega í nánd við miklar umferðargötur. „Það er mikið ryk í umhverfinu,“ segir Kristín Lóa Ólafsdóttir, hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. „Það er mjög þurrt og búið að sanda gangstéttir og salta götur mikið undanfarið. Allt þetta ryk er líka að fjúka úr umferðareyjunum.“ „Í gær litu tölurnar vel út, en í gærkvöldi byrjaði að vindurinn að blása. Þá ruku tækin upp við Grensásveg. Veðrið skiptir ótrúlega miklu máli.“ Mögulegt er að skoða línurit og frekari upplýsingar yfir svifryksmælingar hér. Ekki er von á vætu á höfuðborgarsvæðinu fyrr en í fyrsta lagi í nótt.Nú fyrir skömmu mældust 488 míkrógrömm af svifryki í rúmmetra á Grensás.Mynd/Skjáskot af síðu heilbrigðiseftirlitsins Guðjóna Björk Sigurðardóttir, skrifstofustjóri skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlands, segir að ákveðið hafi verið að bíða með götusópun vegna mögulegrar úrkomu. „Við erum að skoða málið og metum aðstæður út frá veðri næstu daga. Við vinnum í samvinnu við Heilbrigðiseftirlitið. Ef við verðum kölluð til og rykið orðið of mikið munum við bregðast við,“ segir Guðjóna. „Spáin er þannig núna, að mögulega er von á úrkomu og jafnvel snjókomu. Á meðan munum við halda að okkur höndum. Það er mikill sandur á götum og gangstígum eftir alla hálkuna, en við viljum ekki fara út í það að sópa nema útlit sé fyrir að það verði þurrt.“Vísir/DaníelUPPFÆRT 12:38 Í fréttatilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur segir að styrkur svifryks (PM10) verði líklega yfir heilsuverndarmörkum í Reykjavík í dag, miðvikudaginn, 19. febrúar.Töluverður vindur er í Reykjavík ídag, götur þurrar og samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands eru litlar líkur á úrkomu fyrr en í nótt. Klukkan 11:30 í morgun var hálftímagildi svifryks við mælistöðina á Grensásvegi 488 míkrógrömm á rúmmetra en sólarhrings heilsuverndarmörkin eru 50 míkrógrömm á rúmmetra.Næstu daga er búist við að einhverri vætu en miklum vindi sem getur þyrlað upp ryki af þurri jörðu og valdið rykmengun. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum borgarinnar og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Þeir sem eru með viðkvæm öndunarfæri ættu að forðast miklar umferðargötur.Hægt er að fylgjast með styrk svifryks áwww.reykjavik.is/loftgaedien þar má sjá kort yfir mælistaði í Reykjavík m.a. mælistöð á Grensásvegi. Önnur loftgæðafarstöðva Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur er að þessu sinni staðsett við leikskólann Hólaborg við Suðurhóla. Veður Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Mikið svifryk er núna yfir Reykjavík og mælast loftgæði við Grensás mjög slæm þar sem 488,1 míkrógrömm af ryki í hverjum rúmmetra mælist. Á skala heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar eru léleg loftgæði þegar yfir hundrað míkrógrömm mælast í rúmmetra. Einstaklingar með ofnæmi og/eða harta- eða lungnasjúkdóma ættu að forðast að vera úti þar sem hætta er á mikilli mengun og þá sérstaklega í nánd við miklar umferðargötur. „Það er mikið ryk í umhverfinu,“ segir Kristín Lóa Ólafsdóttir, hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. „Það er mjög þurrt og búið að sanda gangstéttir og salta götur mikið undanfarið. Allt þetta ryk er líka að fjúka úr umferðareyjunum.“ „Í gær litu tölurnar vel út, en í gærkvöldi byrjaði að vindurinn að blása. Þá ruku tækin upp við Grensásveg. Veðrið skiptir ótrúlega miklu máli.“ Mögulegt er að skoða línurit og frekari upplýsingar yfir svifryksmælingar hér. Ekki er von á vætu á höfuðborgarsvæðinu fyrr en í fyrsta lagi í nótt.Nú fyrir skömmu mældust 488 míkrógrömm af svifryki í rúmmetra á Grensás.Mynd/Skjáskot af síðu heilbrigðiseftirlitsins Guðjóna Björk Sigurðardóttir, skrifstofustjóri skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlands, segir að ákveðið hafi verið að bíða með götusópun vegna mögulegrar úrkomu. „Við erum að skoða málið og metum aðstæður út frá veðri næstu daga. Við vinnum í samvinnu við Heilbrigðiseftirlitið. Ef við verðum kölluð til og rykið orðið of mikið munum við bregðast við,“ segir Guðjóna. „Spáin er þannig núna, að mögulega er von á úrkomu og jafnvel snjókomu. Á meðan munum við halda að okkur höndum. Það er mikill sandur á götum og gangstígum eftir alla hálkuna, en við viljum ekki fara út í það að sópa nema útlit sé fyrir að það verði þurrt.“Vísir/DaníelUPPFÆRT 12:38 Í fréttatilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur segir að styrkur svifryks (PM10) verði líklega yfir heilsuverndarmörkum í Reykjavík í dag, miðvikudaginn, 19. febrúar.Töluverður vindur er í Reykjavík ídag, götur þurrar og samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands eru litlar líkur á úrkomu fyrr en í nótt. Klukkan 11:30 í morgun var hálftímagildi svifryks við mælistöðina á Grensásvegi 488 míkrógrömm á rúmmetra en sólarhrings heilsuverndarmörkin eru 50 míkrógrömm á rúmmetra.Næstu daga er búist við að einhverri vætu en miklum vindi sem getur þyrlað upp ryki af þurri jörðu og valdið rykmengun. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum borgarinnar og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Þeir sem eru með viðkvæm öndunarfæri ættu að forðast miklar umferðargötur.Hægt er að fylgjast með styrk svifryks áwww.reykjavik.is/loftgaedien þar má sjá kort yfir mælistaði í Reykjavík m.a. mælistöð á Grensásvegi. Önnur loftgæðafarstöðva Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur er að þessu sinni staðsett við leikskólann Hólaborg við Suðurhóla.
Veður Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira