Lamar Odom til Spánar - Mætir Jóni Arnóri í maí 18. febrúar 2014 11:15 Lamar Odom varð heimsmeistari með Bandaríkjunum árið 2010. Vísir/EPA Lamar Odom, tvöfaldur NBA-meistari með Los Angeles Lakers, er búinn að semja við spænskt úrvalsdeildarlið. Þessi öflugi kraftframherji samdi við Laboral Kutxa út tímabilið en liðið er í borginni Vitoria-Gasteiz í Baskalandi. Liðið heitir reyndar Saski Baskonia en tók upp nafnið Laboral Kutxa vegna styrktarsamnings. Odom hefur ekki spilað körfubolta síðan hann kláraði síðasta tímabil með Los Angeles Clippers en mikið hefur gengið á í lífi hans undanfarna mánuði. Hann hefur glímt við meinta eiturlyfjafíkn og var handtekinn fyrir ölvunarakstur á síðasta ári. Odom fór í meðferð en yfirgaf meðferðarheimilið eftir einn dag þar inni.DocRivers, þjálfari LA Clippers, bauð Odom til æfinga í nóvember á síðasta ári og virtist þá líklegt að hann myndi snúa aftur í NBA-deildina. Svo fór ekki og samdi Clippers frekar við þrjá eldri leikmenn: StephenJackson, HedoTurkoglu og SashaVujacic. Odom vill komast úr sviðsljósinu í bili og er því, samkvæmt fréttum bandarískra miðla, ekki með klásúlu í samningi sínum sem gerir honum fært að yfirgefa Spán um leið og tilboð berst frá NBA-liði. Hann ætlar sér að spila með Laboral út tímabilið. Þetta er augljóslega mikill hvalreki fyrir spænska liðið spili Odom nálægt sinni getu. Hann er eins og áður segir tvöfaldur NBA-meistari en hann var í sigurliði Lakers 2009 og 2010. Hann var valinn fjórði í nýliðavalinu 1999 og var kjörinn besti sjötti maður deildarinnar árið 2011. Laboral Kutxa er í mikilli baráttu um að komast í úrslitakeppni spænsku úrvalsdeildarinnar en liðið er með níu sigra og tíu töp eins og fjögur önnur lið í 9. sæti deildarinnar.JónArnórStefánsson fær væntanlega tækifæri til að mæta Lamar Odom í næstsíðustu umferð deildarinnar en Laboral vann fyrri viðureign liðanna, 92-83, á heimavelli sínum.Lamar Odom boðinn velkominn á heimasíðu Laboral.Mynd/Skjáskot NBA Tengdar fréttir Farinn í meðferð Körfuboltamaðurinn Lamar Odom var tekinn fyrir ölvunarakstur fyrir suttu og er nú búinn að skrá sig í meðferð í Kaliforníu. 6. september 2013 10:00 Ekki sést í þrjá daga Körfuknattleiksmannsins Lamar Odoms er leitað af fjölskyldu sinni. Odom hefur ekki sést í þrjá daga en kappinn glímir við eiturlyfjavanda. 26. ágúst 2013 07:18 Odom rýfur þögnina Það er illa komið fyrir körfuboltakappanum Lamar Odom. Hann hefur verið stjórnlaus síðustu vikur. Sagður vera þunglyndur og á kafi í vímuefnaneyslu. 25. september 2013 18:00 Odom fundinn | Er á kafi í eiturlyfjanotkun Körfuknattleiksmaðurinn Lamar Odom er kominn í leitirnar en í gær var greint frá því að hann væri búinn að vera týndur í 72 klukkutíma. 27. ágúst 2013 12:00 Neitar fíkniefnavanda Körfuboltamaðurinn Lamar Odom hefur verið mikið á milli tannanna á fólki undanfarið. Hann er kvæntur raunveruleikastjörnunni Khloe Kardashian en hjónabandið ku standa á brauðfótum vegna vímuefnafíknar hans. 11. september 2013 08:00 Los Angeles-liðin fylgjast með Odom Lamar Odom virðist vera á ná tökum á lífi sínu á nýjan leik eftir skrautlega mánuði í viðjum vímuefna. Var meðal annars óttast um líf hans á tíma. 14. nóvember 2013 18:00 Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Fleiri fréttir Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Sjá meira
Lamar Odom, tvöfaldur NBA-meistari með Los Angeles Lakers, er búinn að semja við spænskt úrvalsdeildarlið. Þessi öflugi kraftframherji samdi við Laboral Kutxa út tímabilið en liðið er í borginni Vitoria-Gasteiz í Baskalandi. Liðið heitir reyndar Saski Baskonia en tók upp nafnið Laboral Kutxa vegna styrktarsamnings. Odom hefur ekki spilað körfubolta síðan hann kláraði síðasta tímabil með Los Angeles Clippers en mikið hefur gengið á í lífi hans undanfarna mánuði. Hann hefur glímt við meinta eiturlyfjafíkn og var handtekinn fyrir ölvunarakstur á síðasta ári. Odom fór í meðferð en yfirgaf meðferðarheimilið eftir einn dag þar inni.DocRivers, þjálfari LA Clippers, bauð Odom til æfinga í nóvember á síðasta ári og virtist þá líklegt að hann myndi snúa aftur í NBA-deildina. Svo fór ekki og samdi Clippers frekar við þrjá eldri leikmenn: StephenJackson, HedoTurkoglu og SashaVujacic. Odom vill komast úr sviðsljósinu í bili og er því, samkvæmt fréttum bandarískra miðla, ekki með klásúlu í samningi sínum sem gerir honum fært að yfirgefa Spán um leið og tilboð berst frá NBA-liði. Hann ætlar sér að spila með Laboral út tímabilið. Þetta er augljóslega mikill hvalreki fyrir spænska liðið spili Odom nálægt sinni getu. Hann er eins og áður segir tvöfaldur NBA-meistari en hann var í sigurliði Lakers 2009 og 2010. Hann var valinn fjórði í nýliðavalinu 1999 og var kjörinn besti sjötti maður deildarinnar árið 2011. Laboral Kutxa er í mikilli baráttu um að komast í úrslitakeppni spænsku úrvalsdeildarinnar en liðið er með níu sigra og tíu töp eins og fjögur önnur lið í 9. sæti deildarinnar.JónArnórStefánsson fær væntanlega tækifæri til að mæta Lamar Odom í næstsíðustu umferð deildarinnar en Laboral vann fyrri viðureign liðanna, 92-83, á heimavelli sínum.Lamar Odom boðinn velkominn á heimasíðu Laboral.Mynd/Skjáskot
NBA Tengdar fréttir Farinn í meðferð Körfuboltamaðurinn Lamar Odom var tekinn fyrir ölvunarakstur fyrir suttu og er nú búinn að skrá sig í meðferð í Kaliforníu. 6. september 2013 10:00 Ekki sést í þrjá daga Körfuknattleiksmannsins Lamar Odoms er leitað af fjölskyldu sinni. Odom hefur ekki sést í þrjá daga en kappinn glímir við eiturlyfjavanda. 26. ágúst 2013 07:18 Odom rýfur þögnina Það er illa komið fyrir körfuboltakappanum Lamar Odom. Hann hefur verið stjórnlaus síðustu vikur. Sagður vera þunglyndur og á kafi í vímuefnaneyslu. 25. september 2013 18:00 Odom fundinn | Er á kafi í eiturlyfjanotkun Körfuknattleiksmaðurinn Lamar Odom er kominn í leitirnar en í gær var greint frá því að hann væri búinn að vera týndur í 72 klukkutíma. 27. ágúst 2013 12:00 Neitar fíkniefnavanda Körfuboltamaðurinn Lamar Odom hefur verið mikið á milli tannanna á fólki undanfarið. Hann er kvæntur raunveruleikastjörnunni Khloe Kardashian en hjónabandið ku standa á brauðfótum vegna vímuefnafíknar hans. 11. september 2013 08:00 Los Angeles-liðin fylgjast með Odom Lamar Odom virðist vera á ná tökum á lífi sínu á nýjan leik eftir skrautlega mánuði í viðjum vímuefna. Var meðal annars óttast um líf hans á tíma. 14. nóvember 2013 18:00 Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Fleiri fréttir Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Sjá meira
Farinn í meðferð Körfuboltamaðurinn Lamar Odom var tekinn fyrir ölvunarakstur fyrir suttu og er nú búinn að skrá sig í meðferð í Kaliforníu. 6. september 2013 10:00
Ekki sést í þrjá daga Körfuknattleiksmannsins Lamar Odoms er leitað af fjölskyldu sinni. Odom hefur ekki sést í þrjá daga en kappinn glímir við eiturlyfjavanda. 26. ágúst 2013 07:18
Odom rýfur þögnina Það er illa komið fyrir körfuboltakappanum Lamar Odom. Hann hefur verið stjórnlaus síðustu vikur. Sagður vera þunglyndur og á kafi í vímuefnaneyslu. 25. september 2013 18:00
Odom fundinn | Er á kafi í eiturlyfjanotkun Körfuknattleiksmaðurinn Lamar Odom er kominn í leitirnar en í gær var greint frá því að hann væri búinn að vera týndur í 72 klukkutíma. 27. ágúst 2013 12:00
Neitar fíkniefnavanda Körfuboltamaðurinn Lamar Odom hefur verið mikið á milli tannanna á fólki undanfarið. Hann er kvæntur raunveruleikastjörnunni Khloe Kardashian en hjónabandið ku standa á brauðfótum vegna vímuefnafíknar hans. 11. september 2013 08:00
Los Angeles-liðin fylgjast með Odom Lamar Odom virðist vera á ná tökum á lífi sínu á nýjan leik eftir skrautlega mánuði í viðjum vímuefna. Var meðal annars óttast um líf hans á tíma. 14. nóvember 2013 18:00