Golf

Langþráður sigur hjá Bubba Watson

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bubba Watson.
Bubba Watson. Vísir/Getty
Bandaríkjamaðurinn Bubba Watson vann sitt fyrsta golfmót í tvö ár í nótt þegar hann spilaði best allra á Northern Trust Open golfmótinu í Kaliforníu.

Bubba Watson var búinn að keppa í 41 móti í röð án þess að vinna síðan að hann vann Mastersmótið árið 2012. Watson endaði tveimur höggum á undan landa sínum Dustin Johnson.

Watson rétt náði niðurskurðinum á mótinu með tveimur höggum en Bubba sló ekki feilhögg eftir það. Hann fékk ekki skolla á síðustu 39 holum mótsins og lék á 64 höggum, sjö höggum undir pari, á tveimur síðustu dögum mótsins.

Bubba Watson fékk 1,2 milljónir dollara fyrir sigurinn eða um 136 milljónir íslenskra króna.  

„Þetta var fyrsti sigurinn minn síðan á Mastersmótinu. Maður veit víst aldrei hvenær síðasti sigurinn kemur í hús. Það er gaman að vinna hér á  Northern Trust. Ég lét biðina eftir sigri aldrei hafa áhrif á mig og hélt bara áfram að reyna að spila mitt golf," sagði Bubba Watson.

Lokastaðan á Northern Trust mótinu:

1. Bubba Watson     -15

2. Dustin Johnson     -13     

3. Jason Allred     -12

3. Brian Harman     -12     

5. Charl Schwartzel     -11     

6. Matt Every     -10     

6. Bryce Molder     -10     

6. William McGirt     -10     

6. George McNeill     -10     

10. Harris English     -9     

10. Brendan Steele     -9    

Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×