Metnaður Kolding er að vinna titla 12. febrúar 2014 14:15 Aron Kristjánsson tekst á við spennandi verkefni. Vísir/Daníel Yfirmaður íþróttamála hjá KIF Kolding er ánægður með að Aron Kristjánsson hafi tekið boði félagsins um að stýra liðinu út tímabilið. Landsliðsþjálfarinn fékk leyfi frá HSÍ til að þjálfa stórlið Kolding út tímabilið vegna veikinda núverandi þjálfara liðsins. Kolding er gífurlega vel mannað lið, stútfullt af núverandi og fyrrverandi dönskum landsliðsmönnum á borð við Bo Spelleberg, Lasse Boesen, Joachim Boldsen og Kasper Hvidt. Þá er sænska stórskyttan Kim Andersson á mála hjá liðinu. Liðið er búið að finna fimm leiki af átta í B-riðli Meistaradeildar Evrópu og er á góðri leið með að komast í 16 liða úrslitin. Það veitti Þýskalandsmeisturum Kiel harða samkeppni á dögunum en þurfti á endanum að lúta í gras. Kolding var talið öruggur sigurvegari í dönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en tapaði nokkuð óvænt í úrslitaviðureigninni fyrir Álaborg. Stefnan er að gera betur í ár og er Aroni gert að skila meistaratitli þó hann sé aðeins hjá liðinu til bráðabirgðar. „Metnaður okkar er að vinna og við erum með liðið til þess. Það sáum við á sunnudaginn þegar við gátum sett Kiel undir pressu þrátt fyrir að vera án lykilmanna,“ sagði Jens Boesen þegar Aron var kynntur fyrir fjölmiðlum. Íþróttastjórinn er engu að síður hæstánægður með að Aron sé mættur til leiks en fyrir utan að hafa gert frábæra hluti með íslenska landsliðið á EM þekkir hann vel til í danska boltanum eftir að spila og þjálfa Skjern á sínum tíma. „Ég er gríðarlega ánægður með að Aron og hans fjölskylda hafi fundist það góð hugmynd að koma til okkar með svo skömmum fyrirvara,“ sagði Boesen. Sjálfur heur Aron engar áhyggjur af pressunni og hlakkar til að takast á við verkefnið. „Ég þekki mjög vel til í danska boltanum og fylgist grannt með honum. Það verður því ekkert mál fyrir mig að aðlagast lífinu í Danmörku aftur,“ sagði Aron Kristjánsson. Íslenski handboltinn Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sjá meira
Yfirmaður íþróttamála hjá KIF Kolding er ánægður með að Aron Kristjánsson hafi tekið boði félagsins um að stýra liðinu út tímabilið. Landsliðsþjálfarinn fékk leyfi frá HSÍ til að þjálfa stórlið Kolding út tímabilið vegna veikinda núverandi þjálfara liðsins. Kolding er gífurlega vel mannað lið, stútfullt af núverandi og fyrrverandi dönskum landsliðsmönnum á borð við Bo Spelleberg, Lasse Boesen, Joachim Boldsen og Kasper Hvidt. Þá er sænska stórskyttan Kim Andersson á mála hjá liðinu. Liðið er búið að finna fimm leiki af átta í B-riðli Meistaradeildar Evrópu og er á góðri leið með að komast í 16 liða úrslitin. Það veitti Þýskalandsmeisturum Kiel harða samkeppni á dögunum en þurfti á endanum að lúta í gras. Kolding var talið öruggur sigurvegari í dönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en tapaði nokkuð óvænt í úrslitaviðureigninni fyrir Álaborg. Stefnan er að gera betur í ár og er Aroni gert að skila meistaratitli þó hann sé aðeins hjá liðinu til bráðabirgðar. „Metnaður okkar er að vinna og við erum með liðið til þess. Það sáum við á sunnudaginn þegar við gátum sett Kiel undir pressu þrátt fyrir að vera án lykilmanna,“ sagði Jens Boesen þegar Aron var kynntur fyrir fjölmiðlum. Íþróttastjórinn er engu að síður hæstánægður með að Aron sé mættur til leiks en fyrir utan að hafa gert frábæra hluti með íslenska landsliðið á EM þekkir hann vel til í danska boltanum eftir að spila og þjálfa Skjern á sínum tíma. „Ég er gríðarlega ánægður með að Aron og hans fjölskylda hafi fundist það góð hugmynd að koma til okkar með svo skömmum fyrirvara,“ sagði Boesen. Sjálfur heur Aron engar áhyggjur af pressunni og hlakkar til að takast á við verkefnið. „Ég þekki mjög vel til í danska boltanum og fylgist grannt með honum. Það verður því ekkert mál fyrir mig að aðlagast lífinu í Danmörku aftur,“ sagði Aron Kristjánsson.
Íslenski handboltinn Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sjá meira