Körfubolti

„Ég er einn af fjórum bestu leikmönnum allra tíma“

LeBron James.
LeBron James. vísir/getty
Það efast enginn um að LeBron James er einn besti körfuboltakappi allra tíma. Hann efast ekkert heldur um það sjálfur.

James er klár á því að þegar hann leggur skóna á hilluna verði hans minnst sem einn af fjórum bestu leikmönnum sögunnar.

„Ég verð einn af fjórum bestu sem hafa spilað þessa íþrótt,“ sagði James en hann hefur fjórum sinnum verið valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar.

Hann hefur líka verið valinn í stjörnuliðið tíu sinnum, níu sinnum í lið ársins í deildinni og fimm sinnum í varnarlið deildarinnar.

Hverjir eru samt á topp fjögur í dag allra tíma að hans mati?

„Það er auðvelt að nefna strax Michael Jordan, Larry Bird og Magic Johnson. Það er gríðarlega erfitt að nefna fjórða manninn enda margir góðir sem hafa spilað þessa íþrótt. Ég segi samt Oscar Robertson.“

Eðlilega er strax farið að spá í hverja James nefndi ekki. Þar á meðal eru Bill Russell, Wilt Chamberlain, Kareem Abdul-Jabbar, Kobe Bryant, Tim Duncan, Jerry West, Shaquille O’Neal and Hakeem Olajuwon.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×