Körfubolti

NBA í nótt: Flautukarfa Nowitzky tryggði Dallas sigur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dallas vann sinn þriðja leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt er liðið vann nauman sigur á New York Knicks, 110-108.

Dallas var með átta stiga forystu þegar aðeins 90 sekúndur voru eftir af leiknum en Brooklyn náði að jafna metin áður en Dirk Nowitzky og félagar fóru í lokasóknina.

Nowitzky setti niður stökkskot um leið og leiktíminn rann út en boltinn fór inn eftir að hafa skoppað af hringnum eins og sést á meðfylgjandi myndbandi.

Carmelo Anthony skoraði 44 stig fyrir New York en það dugði ekki til. Vince Carter var með 23 stig fyrir Dallas og Monta Ellis 22. Nowitzky var með fimmtán.

Þetta var níundi sigur Dallas (35-23) í síðustu ellefu leikjum liðsins og er liðið í sjöunda sæti vesturdeildarinnar. New York (21-36) er í ellefta sæti austurdeildarinnar.



Milwaukee vann Philadelphia, 130-110, þar sem OJ Mayo setti niður sjö þriggja stiga körfur og skoraði alls 25 stig. Alls skoruðu sjö leikmenn Milwaukee minnst tíu stig í leiknum.

Þetta var kærkominn sigur fyrir Milwaukee sem er hefur unnið aðeins ellefu leiki allt tímabilið og er með versta árangur allra liða í deildinni.



Golden State vann Detroit, 104-96. Steph Curry var með nítján stig, níu stoðsendingar og átta fráköst. Klay Thompson var einnig með nítján stig fyrir Golden State sem hefur nú unnið fjóra leiki í röð.

Úrslit næturinnar:

Philadelphia - Milwaukee 130-110

Detroit - Golden State 96-104

New York - Dallas 108-110

New Orleans - LA Clippers 110-123

Utah - Boston 110-98

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×