Ungstirnin áfram á Dove Mountain 22. febrúar 2014 02:15 Rickie Fowler slær úr erfiðri stöðu í dag. 16 manna úrslitum í heimsmótinu í holukeppni lauk nú í nótt á Dove Mountain vellinum í Arizona en margir áhugaverðir leikir fóru fram. Þar ber helst að nefna að Ernie Els sigraði Jason Dufner í spennandi leik sem endaði með sigri Els á 18 holu. Louis Oosthuizen fór illa með fyrrum US Open sigurvegaran Webb Simpson 5/4 á meðan að ungstirnið Jordan Spieth sló út Matt Kuchar sem átti titil að verja frá því í fyrra. Augu flestra voru þó á leik Sergio Garcia og Rickie Fowler en báðir kylfingar eru gríðarlega vinsælir meðal golfáhugamanna um allan heim. Leikurinn var mjög spennandi og hafði Bandaríkjamaðurinn ungi, Rickie Fowler, sigur á síðustu holunni eftir að hafa sett 5 metra pútt niður fyrir fugli. Mjög merkilegt atvik átti sér stað í leik Garcia og Fowler en á sjöundu holu voru báðir kylfingar að pútta fyrir fugli. Fowler átti rúmlega 5 metra pútt eftir en Garcia 2 metra pútt. Áður en Fowler náði að pútta sínu pútti bauð Garcia honum að fella holuna, þrátt fyrir að vera í töluvert betri stöðu en keppinautur sinn. Fowler þáði að sjálfsögðu boðið enda í mun verri stöðu til þess að næla sér í fugl og til þess að vinna holuna. Eftir hringinn var Garcia spurður út í af hverju hann bauð Fowler að jafna sjöundu holuna. „Á sjöttu holu hafði ég fengið lausn frá býflugnasveimi í tvígang, það tók mikinn tíma og keppinautur minn þurfti að bíða lengi eftir mér. Ég var alinn upp í þeirri trú að golf sé herramannsíþrótt, faðir minn kenndi mér það og mér fannst bara sanngjarnt að bjóða Fowler upp á þetta eftir að hafa látið hann bíða svona lengi eftir mér á síðustu holu.“ Þá sigraði Graeme McDowell Bandaríkjamanninn Hunter Mahan eftir að hafa boðið upp á veislu á flötunum á seinni níu holunum þar sem hann setti niður hvert púttið á fætur öðru. Átta manna úrslit fara fram á morgun en þau verða í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst útsendingin klukkan 17:00.Leikirnir í átta manna úrslitum: Louis Oosthuizen mætir Jason Day Jordan Spieth mætir Ernie Els Jim Furyk mætir Rickie Fowler Victor Dubuisson mætir Graeme McDowell Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
16 manna úrslitum í heimsmótinu í holukeppni lauk nú í nótt á Dove Mountain vellinum í Arizona en margir áhugaverðir leikir fóru fram. Þar ber helst að nefna að Ernie Els sigraði Jason Dufner í spennandi leik sem endaði með sigri Els á 18 holu. Louis Oosthuizen fór illa með fyrrum US Open sigurvegaran Webb Simpson 5/4 á meðan að ungstirnið Jordan Spieth sló út Matt Kuchar sem átti titil að verja frá því í fyrra. Augu flestra voru þó á leik Sergio Garcia og Rickie Fowler en báðir kylfingar eru gríðarlega vinsælir meðal golfáhugamanna um allan heim. Leikurinn var mjög spennandi og hafði Bandaríkjamaðurinn ungi, Rickie Fowler, sigur á síðustu holunni eftir að hafa sett 5 metra pútt niður fyrir fugli. Mjög merkilegt atvik átti sér stað í leik Garcia og Fowler en á sjöundu holu voru báðir kylfingar að pútta fyrir fugli. Fowler átti rúmlega 5 metra pútt eftir en Garcia 2 metra pútt. Áður en Fowler náði að pútta sínu pútti bauð Garcia honum að fella holuna, þrátt fyrir að vera í töluvert betri stöðu en keppinautur sinn. Fowler þáði að sjálfsögðu boðið enda í mun verri stöðu til þess að næla sér í fugl og til þess að vinna holuna. Eftir hringinn var Garcia spurður út í af hverju hann bauð Fowler að jafna sjöundu holuna. „Á sjöttu holu hafði ég fengið lausn frá býflugnasveimi í tvígang, það tók mikinn tíma og keppinautur minn þurfti að bíða lengi eftir mér. Ég var alinn upp í þeirri trú að golf sé herramannsíþrótt, faðir minn kenndi mér það og mér fannst bara sanngjarnt að bjóða Fowler upp á þetta eftir að hafa látið hann bíða svona lengi eftir mér á síðustu holu.“ Þá sigraði Graeme McDowell Bandaríkjamanninn Hunter Mahan eftir að hafa boðið upp á veislu á flötunum á seinni níu holunum þar sem hann setti niður hvert púttið á fætur öðru. Átta manna úrslit fara fram á morgun en þau verða í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst útsendingin klukkan 17:00.Leikirnir í átta manna úrslitum: Louis Oosthuizen mætir Jason Day Jordan Spieth mætir Ernie Els Jim Furyk mætir Rickie Fowler Victor Dubuisson mætir Graeme McDowell
Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira