Erfiðar aðstæður á Cadillac meistarmótinu 8. mars 2014 11:15 Matt Kuchar er meðal efstu manna þegar að mótið er hálfnað Vísir/Getty Aðstæður til þess að spila golf voru ekki góðar á öðrum hring á Cadillac meistaramótinu sem fram fer á Doral vellinum í Flórída en 70 bestu kylfingar heims eru skráðir í mótið. Mikill vindur gerði kylfingum erfitt fyrir en eftir tvo daga á þessum gríðarlega erfiða golfvelli, sem er réttilega skýrður „Bláa skrímslið“, leiða Bandaríkjamennirnir fjórir mótið, Matt Kuchar, Hunter Mahan, Patrick Reed og Dustin Johnson en þeir eru allir á einu höggi undir pari. Stór nöfn frá Evrópu elta þó forystusauðina af krafti en Rory McIlroy, Graeme McDowell, Jamie Donaldson og Francesco Molinari eru allir á pari eftir 36 holur. Aðstæður á Doral voru virkilega erfiðar í dag enda mikill vindur á svæðinu en margir heimsklassa kylfingar hafa átt erfitt uppdráttar. Þar má nefna fyrrum besta kylfing heims, Luke Donald sem er átta höggum yfir pari, Ernie Els er níu höggum yfir, Lee Westwood er tíu höggum yfir pari og fyrrum US Open meistarinn Webb Simpson er 14 höggum yfir pari.Tiger Woods er sex höggum á eftir efstu mönnum á fimm yfir pari en með góðum hring á morgun gæti hann hæglega blandað sér í toppbaráttuna. Þriðji hringur á Cadillac meistaramótinu fer fram á morgun og hefst útsending á Golfstöðinni slaginu 18:00. Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Aðstæður til þess að spila golf voru ekki góðar á öðrum hring á Cadillac meistaramótinu sem fram fer á Doral vellinum í Flórída en 70 bestu kylfingar heims eru skráðir í mótið. Mikill vindur gerði kylfingum erfitt fyrir en eftir tvo daga á þessum gríðarlega erfiða golfvelli, sem er réttilega skýrður „Bláa skrímslið“, leiða Bandaríkjamennirnir fjórir mótið, Matt Kuchar, Hunter Mahan, Patrick Reed og Dustin Johnson en þeir eru allir á einu höggi undir pari. Stór nöfn frá Evrópu elta þó forystusauðina af krafti en Rory McIlroy, Graeme McDowell, Jamie Donaldson og Francesco Molinari eru allir á pari eftir 36 holur. Aðstæður á Doral voru virkilega erfiðar í dag enda mikill vindur á svæðinu en margir heimsklassa kylfingar hafa átt erfitt uppdráttar. Þar má nefna fyrrum besta kylfing heims, Luke Donald sem er átta höggum yfir pari, Ernie Els er níu höggum yfir, Lee Westwood er tíu höggum yfir pari og fyrrum US Open meistarinn Webb Simpson er 14 höggum yfir pari.Tiger Woods er sex höggum á eftir efstu mönnum á fimm yfir pari en með góðum hring á morgun gæti hann hæglega blandað sér í toppbaráttuna. Þriðji hringur á Cadillac meistaramótinu fer fram á morgun og hefst útsending á Golfstöðinni slaginu 18:00.
Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira