Körfubolti

KR deildarmeistari | Sjöunda þrenna Pavels

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Pavel er heldur áfram að slá eigið meti í þrennum.
Pavel er heldur áfram að slá eigið meti í þrennum. Vísir/Stefán
KR verður með heimaleikjarétt út alla úrslitakepnina í Dominos-deild karla í körfubolta en liðið tryggði sér deildarmeistaratitilinn með fjórtán stiga sigri á Skallagrími, 90-76, í DHL-höllinni í kvöld.

KR-ingar tóku völdin strax í upphafi leiks en fyrsta fjórðunginn unnu heimamenn, 17-5. KR vann næstu tvo leikhluta áður en Skallagrímsmenn komu aðeins til baka undir lokin en það var um seinan.

Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi KR, átti enn einn stórleikinn en hann bauð upp á sjöundu þrennu sína á tímabilinu með 17 stigum, 13 fráköstum og 11 stoðsendingum. Demond Watt Jr. var þó stigahæstur KR-inga með 21 stig auk þess sem han tók 15 fráköst.

Benjamin Curtis Smith skoraði 35 stig fyrir Skallagrím og Ármann Örn Vilbergsson 12 stig. Skallarnir eru í 10. sæti deildarinnar með tíu stig, tveimur stigum á undan KFÍ sem á leik til góða.

KR er efst í deildinni með 38 stig, sex stigum á undan Keflavík sem tapaði fyrir Grindavík í kvöld. Aðeins eru tvær umferðir eftir af deildarkeppninni og því ómögulegt fyrir Keflvíkinga að ná KR.

KR-Skallagrímur 90-76 (17-5, 27-21, 21-20, 25-30)

KR: Demond Watt Jr. 21/15 fráköst, Pavel Ermolinskij 17/13 fráköst/11 stoðsendingar, Darri Hilmarsson 16, Brynjar Þór Björnsson 10, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 10, Jón Orri Kristjánsson 7, Helgi Már Magnússon 5, Martin Hermannsson 4/5 stoðsendingar, Ólafur Már Ægisson 0, Högni Fjalarsson 0, Hugi Hólm Guðbjörnsson 0, Kormákur Arthursson 0.

Skallagrímur: Benjamin Curtis Smith 35/4 fráköst/7 stoðsendingar, Ármann Örn Vilbergsson 12, Grétar Ingi Erlendsson 11/10 fráköst, Davíð Guðmundsson 8, Egill Egilsson 5/10 fráköst, Davíð Ásgeirsson 3, Trausti Eiríksson 2/4 fráköst, Sigurður Þórarinsson 0, Kristján Örn Ómarsson 0, Atli Aðalsteinsson 0.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×