Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Keflavík 94-83 | Annað sætið í hættu Árni Jóhannsson í Röstinni skrifar 6. mars 2014 19:03 vísir/valli Grindavík sækir hart að öðru sætinu í Dominos-deild karla í körfubolta en liðið vann nágranna sína úr Keflavík, 94-83, í 20. umferð deildarinnar í kvöld. Keflavík er eftir sem áður í öðru sæti með 32 stig en Grindavík er nú með 30 stig þegar tvær umferðir eru eftir. Michael Craion átti enn einn stórleikinn í kvöld fyrir Keflavík en hann skoraði 31 stig og tók 18 fráköst. Það var þó ekki nóg fyrir gestina. Það gætti taugatitrings fyrstu mínúturnar í leiknum í kvöld enda mikið í húfi fyrir bæði lið. Keflavík reyndi að verja annað sætið sem þeir voru í fyrir leik og það voru Grindvíkingar sem ásældust sætið. Staðan var 4-2 fyrir heimamenn þegar þrjár mínútur voru liðnar en eftir það náðu liðin að hrista úr sér spennuna og úr varð hraður og flottur körfuboltaleikur. Keflvíkingar komust yfir 8-9 um miðbik fyrsta fjórðungs en Grindvíkingar sneru taflinu sér í vil og héld Keflvíkingum þremur til sex stigum frá sér þangað til leikhlutinn kláraðist. Jafnræði var með liðunum í byrjun annars leikhluta og skiptust þau á að skora körfur en í stöðunni 26-22 settu Grindvíkingar í fluggír og skoruðu sex stig í röð og komu sér tíu stigum yfir. Heimamenn spiluðu svæsna pressuvörn og misstu Keflvíkingar boltann oft og mörgum sinnum á þessum tímapunkti. Keflvíkingar náðu að taka sig saman í andlitinu og nöguðu forskotið niður í tvö stig þegar flautað var til hálfleiks en Þröstur Leó Jóhannsson skoraði fimm stig fyrir Keflavík á seinustu mínútunni og mikil spenna fyrir seinni hálfleikinn. Keflvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn á að komast yfir og var þar á ferðinni Þröstur Jóhannsson með þriggja stiga körfu. Grindvíkingar náðu hinsvegar að svara um hæl og var það gangur leiksins í þriðja leikhluta. Það er að segja, þau skiptust á að skora og spila gæðavörn á hvort annað. Staðan var til að mynda, jöfn í 50-50 og 60-60 þegar á leið leikhlutann. Þá voru þrjár mínútur eftir af þriðja leikhluta og Grindvíkingar náðu með góðum leikkafla að rífa sig sex stigum frá gestunum, 68-62. Keflvíkingar náðu að laga stöðuna eilítið og var staðan 70-66 fyrir Grindavík fyrir lokaleikhlutann. Keflavík hóf fjórða leikhluta eins og þeir hófu þann þriðja, með þriggja stiga körfu og þar með minnkuðu þeir muninn í eitt stig. Grindavík náði þá aftur upp góðum leikkafla og má segja að þeir hafi verið búnir að klára leikinn þegar rúmar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Staðan var þá orðin 82-73 og stemmningin meiri Grindavíkur megin. Þeir juku forskotið jafnt og þétt í 15 stig og áttu möguleika á ná innbyrðisviðureigninni á móti Keflavík en þeir hefðu þá þurfta að klára leikinn með 15 stiga mun. Keflavík náði þó að minnka muninn í 11 stig og þar við sat. Grindavík skilaði tveimur stigum í sarpinn í deildinni. Lokatölur voru 94-83 í glæsilegum körfuboltaleik. Eins og áður segir náðu Grindvíkingar ekki þeim mun sem þurfti til að stela innbyrðisviðureiginni á milli Grindavíkur og Keflavíkur og er Keflvíkingar því í kjörstöðu að tryggja sér annað sætið í Dominos-deildinni. Atkvæðamestir heimamanna voru þeir Lewis Clinch Jr. og Þorleifur Ólafsson, báðir með 17 stig. Michael Craion skilaði tröllatvennu fyrir Keflvíkinga en hann skoraði 31 stig og reif niður 18 fráköst að auki.Sverrir Þór Sverrisson: Það er bara áfram gakk Þjálfari Grindavíkur var ánægður með sigur sinna manna í kvöld, þó svo að þeir hafi ekki náð innbyrðisviðureigninni við Keflavík. „Já ég er ánægður með sigurinn en við hefðum getað gert margt betur. Við höfðum svosem ekki stórar áhyggjur af þessum mun, við endum þá bara í þessu þriðja sæti og svo kemur úrslitakeppnin og eigum við tvo leiki fram að því.“ „Keflvíkingar tóku of mörg sóknarfráköst og við hittum illa úr langskotum. Hefðum við hitt betur úr þriggja stiga skotunum, þá hefðum við getað stungið af þarna þegar við vorum komnir tíu stigum yfir á tímabili. Heilt yfir var ekkert sérstök hittni í þriggja stiga skotum, það hefði gert leikinn skemmtilegri þó hann hafi örugglega verið fínn á að horfa. Þetta var annars fínn sigur og það er bara áfram gakk“, sagði Sverri um leikinn í kvöld. Hann var spurður hvort hans menn væru tilbúnir í úrslitakeppnina: „Við verðum það þegar hún byrjar, við eigum Þór Þ. og Skallagrím fram að því. Við förum í þá til að gíra okkur inn í þetta.“Andy Johnston: Þurfum að komast aftur í flæðið okkar Þjálfari Keflvíkinga, Andy Johnston, var spurður hvort að þetta tap hafi verið erfitt: „Já og nei, okkur vantaði tvo leikmenn í kvöld. Grindavík spilaði vel og verður að hrósa þeim fyrir það. Þreyta beit okkur í rassinn í lokin, við spiluðum á sjö leikmönnum og voru mínir menn orðnir þreyttir. Ég hélt að leikurinn myndi fara alla leið en þeir náðu góðum sprett þar sem við klikkuðum á skotum á meðan þau rötuðu rétta leið hjá þeim. Við hefðum getað séð um boltann betur hjá okkur.“ „Það sem við stefnum á núna er annað sætið í deildinni. Við töpuðum með minna en 14 stiga mun og nú þurfum við að vinna einn af tveimur leikjum sem eftir eru. Við náðum ekki að vinna leikinn sem hefði tryggt annað sætið en við náðum að gera stöðuna betri með því að minnka muninn í lokin.“ Andy var spurður, eins og Sverrir kollegi hans, að því hvort liðið hans væri tilbúið í úrslitakeppnina: „Við þurfum þessa tvo leiki sem eftir eru til að stilla saman strengina og að fá þá leikmenn sem vantaði í kvöld inn í hópinn. Það er ekki langt síðan við vorum í baráttu við KR um efsta sætið þar sem við vorum frákasti frá því að vinna leikinn. Við þurfum bara að koma okkur á æfingu og komast aftur í flæðið okkar.“Grindavík-Keflavík 94-83 (23-19, 21-23, 26-24, 24-17)Grindavík: Earnest Lewis Clinch Jr. 17, Þorleifur Ólafsson 17, Ólafur Ólafsson 15/7 fráköst/5 stolnir, Ómar Örn Sævarsson 14/10 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 11, Jóhann Árni Ólafsson 8/4 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8/11 fráköst, Daníel Guðni Guðmundsson 2, Kjartan Helgi Steinþórsson 2.Keflavík: Michael Craion 31/18 fráköst/3 varin skot, Darrel Keith Lewis 16/6 fráköst, Guðmundur Jónsson 15/6 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 14, Valur Orri Valsson 4/4 fráköst, Arnar Freyr Jónsson 3/6 stoðsendingar.Bein textalýsing frá leiknum:4. leikhluti | 94-83: Leik lokið. Grindavík reyndi lokaskot en tapaði boltanum. Keflavík spilaði þá út og 11 stiga sigur heimamanna.4. leikhluti | 94-83: Þorleifur Ólafsson skoraði en Gummi Jónss. náði í villu og setti víti niður. Fimm sek eftir. Leikhlé.4. leikhluti | 92-79: Þorleifur Ólafsson gæti verið að klára þetta með tveggja stiga körfu. 1 mín. eftir.4. leikhluti | 90-79: Grindvíkingar ætla sér að taka langar sóknir núna. Þeir ná að éta 17 sek. af klukkunni en tapa boltanum. 1:31 eftir.4. leikhluti | 90-79: Leikhlé tekið þegar 1:39 eru eftir.4. leikhluti | 90-79: Fjögur stig í röð hjá Keflavík og ellefu stiga munur. 2:36 eftir.4. leikhluti | 90-75: Munurinn er orðinn 15 stig. Jón Axel Guðmundsson sökkti þriggja stiga skoti og Grindavík gæti verið að sigla þessu heim. 3:09 eftir.4. leikhluti | 72-69: Ólafur Ólafsson með þrist og munurinn er orðinn tólf stig fyrir heimamenn. Þeir þurfa að vinna með 15 til að ná innbyrðis viðureigninni. 3:39 eftir4. leikhluti | 84-75: Arnar Freyr Jónsson stal boltanum og kom honum á Val Valsson sem skoraði fyrir Keflavík. Grindvíkingar bættu við tveimur stigum og Keflavík tekur leikhlé þegar 4:23 eru til leiksloka.4. leikhluti | 82-73: Clinch Jr. að skora og er níu stiga munur fyrir Grindavík. Skotin eru ekki að rata ofan í hjá gestunum. 5:16 eftir.4. leikhluti | 80-73: Þorleifur Ólafsson neglir þrist niður með hönd alveg í andlitinu og kom heimamönnum í 9 stiga forskot. Craion lagaði stöðuna. 6:36 eftir.4. leikhluti | 77-71: Clinch Jr. með bakfallsskot að hætti Kobe Bryant. Grindavík stal síðan boltanum og geystist Ólafur Ólafsson upp völlinn, lagði boltann ofan í fékk villu og skoraði úr vítinu. 7:40 eftir.4. leikhluti | 72-71: Grindavík bætti við tveimur stigum en Craion svaraði í sömu mynt eftir sóknarfrákast. 8:14 eftir.4. leikhluti | 70-69: Lokaleikhlutinn er hafinn og Gummi Jónss. skorar þriggja stiga körfu og minnkar muninn í eitt stig. 9:48 eftir.3. leikhluti | 70-66: Clinch Jr. reyndi lokaskot leikhlutans fyrir Grindavík en það geigaði. Fjögurra stiga forskot Grindavík fyrir fjórða leikhluta.3. leikhluti | 70-66: Bæði vítin rötuðu rétta leið en Guðmundur Jónss. svaraði fyrir Keflavík og Darryl Lewis skoraði síðan og fékk villu að auki. Vítið rataði ekki rétta leið. 19 sek. eftir.3. leikhluti | 68-62: Keflavík tekur leikhlé þegar 54 sek. eru eftir af þriðja leikhluta. Grindavík er á leiðinni á vítalínuna.3. leikhluti | 68-62: 1:11 eftir og Grindvíkingar ná að rífa sig sex stigum frá Keflavík.3. leikhluti | 64-62: Enn skiptast liðin á að skora. Þetta er blanda af áköfum varnarleik og frábærum sóknarleik hjá báðum liðum og allt á fullum hraða. Svona á að spila körfubolta. 2 mín eftir.3. leikhluti | 60-60: Ólafur Ólafsson kveikti heldur betur í áhorfendum með því að troða í fésið á Craion, Darryl Lewis slökkti það bál með þrist og Jóhann Árni Ólafsson svaraði með sama hætti. Allt jafn og 3:06 eftir.3. leikhluti | 56-57: Liðin skiptast á að skora. Það er varla að ég nái að halda í við þetta, ég reyni eins og ég get en það er svaka stuð í Röstinni í Grindavík. 4:05 eftir.3. leikhluti | 54-54: Keflvíkingar voru komnir með fjögurra stiga forskot en af harðfylgi jafnar Grindavík og fimm mínútur eftir af þriðja leikhluta.3. leikhluti | 50-53: Það er heldur betur að hitna í kolunum, Grindvíkingar eru óánægðir með dómgæsluna, finnst á sig halla. Ólafur Ólafssonn og Sverrir Sverriss., þjálfari, hafa fengið tiltal fyrir kjaftbrúk. 6:18 eftir.3. leikhluti | 50-50: Liðin skiptast á að skora og það er allt í járnum. 7:35 eftir.3. leikhluti | 46-48: Craion aftur á ferðinni, stal hann boltanum og lagði boltann ofan og fékk villu, vítið rataði ekki rétta leið. 8:03 eftir.3. leikhluti | 46-45: Craion jafnar leikinn af vítalínunni. 8:31 eftir.3. leikhluti | 46-45: Seinni hálfleikur er hafinn og Þröstur Jóhannsson kemur Keflvíkingum yfir með þrist en Ómar Sævarsson svaraði strax fyrir Grindavík. 9:002. leikhluti | 44-42: Þröstur minnkaði muninn í fjögur stig eftir glæslilega stoðsendingu frá Val Valssyni. Keflvíkingar fengu síðan seinustu sókn hálfleiksins. Þröstur tók þriggja stiga skot og var brotið á honum en aðeins tvö víti af þremur fóru niður. Grindvíkingar náðu síðan ekki að skora úr lokaskotinu. Hálfleikur og tveggja stiga munur.2. leikhluti | 44-38: Leikhlé tekið þegar 1:10 er til hálfleiks.2. leikhluti | 44-38: Grindvíkingar eru að ná að opna vörn gestanna með miklum auðveldum og uppskera eftir því. Keflvíkingar eru að reiða sig á að fá villur og fara á línuna til að fá sín stig sem þeir og gera. 1:32 eftir.2. leikhluti | 42-34: Grindvíkingar skoruðu fjögur stig í röð og munurinn er kominn aftur í átta stig. 2:04 eftir.2. leikhluti | 38-34: Þröstur Jóhannsson minnkar muninn í sjö stig með fallegri þriggja stiga körfu áður en Guðmundur Jónsson minnkar muninn í fjögur stig með annari þriggja. 3:16 eftir.2. leikhluti | 38-28: Craion skoraði fyrir Keflavík en í næstu sókn heimamanna þaut Clinch Jr. framhjá vörn gestana, lagði boltann ofan í og fékk villu. Vítið rataði rétta leið. 4:21 eftir.2. leikhluti | 35-26: Níu stiga munur og enn er vörn Grindvíkinga að hrella gestina. 4:52 eftir.2. leikhluti | 35-24: Keflvíkingar skoruðu en Þorleifur Ólafsson setti niður þriggja stiga körfu. 5:41 eftir.2. leikhluti | 32-22: Grindvíkingar eru að spila rosalega pressuvörn sem er að koma Keflvíkingum í vandræði. Jafnvel þó gestirnir ná að losa þá er vörn Grindvíkinga í teignum sínum líka svakaleg.2. leikhluti | 32-22: Grindvíkingar hafa skorað 6 stig í röð og þjálfari gestanna hefur séð nóg. Leikhlé þegar það er kominn 10 stiga munur fyrir Grindavík og 6:58 eftir af fjórðungnum.2. leikhluti | 26-22: Kjaftbrúk hjá þjálfar Keflvíkinga og hann fær dæmda á sig tæknivillu, Grindvíkingar nýttu hvorugt vítið en fengu boltann aftur. 8:13 eftir.2. leikhluti | 26-22: Heimamenn voru að renna út á skotklukku út af fantagóðri svæðisvörn gestanna. Ólafur Ólafsson fékk frítt þriggja stiga skot og negldi því niður. 8:42 eftir.2. leikhluti | 23-20: Annar fjórðungur er hafinn og Michael Craion komst á vítalínuna. Hann skoraði úr öðrum vítinu en náði sóknarfrákastinu en Keflavík missti boltann vegna skrefs. 9:37 eftir.1. leikhluti | 23-19: Leikhlutanum er lokið, Michael Craion náði í villu og setti tvö vítaskot niður þegar leiktíminn var liðinn. Fjögurra stiga forskot heimamanna.1. leikhluti | 23-17: Arnar Freyr Jónsson minnkaði muninn niður í þrjú stig en Þorleifur Ólafsson jók hann um leið í sex stig. 30 sek. eftir.1. leikhluti | 20-15: Clinch aftur á ferðinni og heimamenn komnir fimm stigum yfir. 1 mín. eftir1. leikhluti | 18-15: Lewis Clinch Jr. kom heimamönnum þremur stigur yfir með góðu gegnumbroti. 1:41 eftir.1. leikhluti | 16-15: Liðin skiptast á að skora og það er lítið um varnir þessa stundina en mikið um spennu. 2:40 eftir.1. leikhluti | 14-11: Guðmundur Jónsson negdli niður þrist en Sigurður Þorsteinsson var ekki lengi að svar með annari troðslu. 3:22 eftir.1. leikhluti | 12-9: Sigurður Þorsteinsson treður boltanum með miklum glæsibrag og Grindvíkingar eru komnir þremur stigum yfir. 3:59 eftir.1. leikhluti | 8-9: Keflvíkingar hafa sett niður fjórar körfur í röð og eru komnir yfir. 4:48 eftir.1. leikhluti | 8-5: Darryl Lewis setti niður þriggja stiga körfu en heimamenn hafa verið duglegir að finna opna menn undir körfunni. 6:09 eftir.1. leikhluti | 4-2: Lítið skorað fyrstu mínúturnar, það virðist vera titringur í mönnum enda er mikið í húfi. 7:08 eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er hafinn og það eru gestirnir sem hefja leik. 9:58 eftir.Fyrir leik: Grindvíkingar geta ekki endað neðar en í þriðja sæti eftir að hafa lagt Njarðvíkinga að velli í seinustu umferð og nú gera þeir atlögu að öðru sætinu þar sem Keflvíkingar sitja. Eins og áður sagði munar fjórum stigum á liðunum og eru sex stig enn í pottinum fræga.Fyrir leik: Komið sælir góðir lesendur, við erum mætt í Röstina í Grindavík og okkar bíður leikur af rosalegri stærðargráðu. Keflvíkingar eru mættir í heimsókn og freista þess að verja fjögurra stiga forskot sitt á Grindvíkinga í Dominos-deild karla í körfubolta.Fyrir leik: Velkomin í lýsinguna, hér verður viðureign Grindavíkur og Keflavíkur lýst. &nocache=1 Dominos-deild karla Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Sjá meira
Grindavík sækir hart að öðru sætinu í Dominos-deild karla í körfubolta en liðið vann nágranna sína úr Keflavík, 94-83, í 20. umferð deildarinnar í kvöld. Keflavík er eftir sem áður í öðru sæti með 32 stig en Grindavík er nú með 30 stig þegar tvær umferðir eru eftir. Michael Craion átti enn einn stórleikinn í kvöld fyrir Keflavík en hann skoraði 31 stig og tók 18 fráköst. Það var þó ekki nóg fyrir gestina. Það gætti taugatitrings fyrstu mínúturnar í leiknum í kvöld enda mikið í húfi fyrir bæði lið. Keflavík reyndi að verja annað sætið sem þeir voru í fyrir leik og það voru Grindvíkingar sem ásældust sætið. Staðan var 4-2 fyrir heimamenn þegar þrjár mínútur voru liðnar en eftir það náðu liðin að hrista úr sér spennuna og úr varð hraður og flottur körfuboltaleikur. Keflvíkingar komust yfir 8-9 um miðbik fyrsta fjórðungs en Grindvíkingar sneru taflinu sér í vil og héld Keflvíkingum þremur til sex stigum frá sér þangað til leikhlutinn kláraðist. Jafnræði var með liðunum í byrjun annars leikhluta og skiptust þau á að skora körfur en í stöðunni 26-22 settu Grindvíkingar í fluggír og skoruðu sex stig í röð og komu sér tíu stigum yfir. Heimamenn spiluðu svæsna pressuvörn og misstu Keflvíkingar boltann oft og mörgum sinnum á þessum tímapunkti. Keflvíkingar náðu að taka sig saman í andlitinu og nöguðu forskotið niður í tvö stig þegar flautað var til hálfleiks en Þröstur Leó Jóhannsson skoraði fimm stig fyrir Keflavík á seinustu mínútunni og mikil spenna fyrir seinni hálfleikinn. Keflvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn á að komast yfir og var þar á ferðinni Þröstur Jóhannsson með þriggja stiga körfu. Grindvíkingar náðu hinsvegar að svara um hæl og var það gangur leiksins í þriðja leikhluta. Það er að segja, þau skiptust á að skora og spila gæðavörn á hvort annað. Staðan var til að mynda, jöfn í 50-50 og 60-60 þegar á leið leikhlutann. Þá voru þrjár mínútur eftir af þriðja leikhluta og Grindvíkingar náðu með góðum leikkafla að rífa sig sex stigum frá gestunum, 68-62. Keflvíkingar náðu að laga stöðuna eilítið og var staðan 70-66 fyrir Grindavík fyrir lokaleikhlutann. Keflavík hóf fjórða leikhluta eins og þeir hófu þann þriðja, með þriggja stiga körfu og þar með minnkuðu þeir muninn í eitt stig. Grindavík náði þá aftur upp góðum leikkafla og má segja að þeir hafi verið búnir að klára leikinn þegar rúmar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Staðan var þá orðin 82-73 og stemmningin meiri Grindavíkur megin. Þeir juku forskotið jafnt og þétt í 15 stig og áttu möguleika á ná innbyrðisviðureigninni á móti Keflavík en þeir hefðu þá þurfta að klára leikinn með 15 stiga mun. Keflavík náði þó að minnka muninn í 11 stig og þar við sat. Grindavík skilaði tveimur stigum í sarpinn í deildinni. Lokatölur voru 94-83 í glæsilegum körfuboltaleik. Eins og áður segir náðu Grindvíkingar ekki þeim mun sem þurfti til að stela innbyrðisviðureiginni á milli Grindavíkur og Keflavíkur og er Keflvíkingar því í kjörstöðu að tryggja sér annað sætið í Dominos-deildinni. Atkvæðamestir heimamanna voru þeir Lewis Clinch Jr. og Þorleifur Ólafsson, báðir með 17 stig. Michael Craion skilaði tröllatvennu fyrir Keflvíkinga en hann skoraði 31 stig og reif niður 18 fráköst að auki.Sverrir Þór Sverrisson: Það er bara áfram gakk Þjálfari Grindavíkur var ánægður með sigur sinna manna í kvöld, þó svo að þeir hafi ekki náð innbyrðisviðureigninni við Keflavík. „Já ég er ánægður með sigurinn en við hefðum getað gert margt betur. Við höfðum svosem ekki stórar áhyggjur af þessum mun, við endum þá bara í þessu þriðja sæti og svo kemur úrslitakeppnin og eigum við tvo leiki fram að því.“ „Keflvíkingar tóku of mörg sóknarfráköst og við hittum illa úr langskotum. Hefðum við hitt betur úr þriggja stiga skotunum, þá hefðum við getað stungið af þarna þegar við vorum komnir tíu stigum yfir á tímabili. Heilt yfir var ekkert sérstök hittni í þriggja stiga skotum, það hefði gert leikinn skemmtilegri þó hann hafi örugglega verið fínn á að horfa. Þetta var annars fínn sigur og það er bara áfram gakk“, sagði Sverri um leikinn í kvöld. Hann var spurður hvort hans menn væru tilbúnir í úrslitakeppnina: „Við verðum það þegar hún byrjar, við eigum Þór Þ. og Skallagrím fram að því. Við förum í þá til að gíra okkur inn í þetta.“Andy Johnston: Þurfum að komast aftur í flæðið okkar Þjálfari Keflvíkinga, Andy Johnston, var spurður hvort að þetta tap hafi verið erfitt: „Já og nei, okkur vantaði tvo leikmenn í kvöld. Grindavík spilaði vel og verður að hrósa þeim fyrir það. Þreyta beit okkur í rassinn í lokin, við spiluðum á sjö leikmönnum og voru mínir menn orðnir þreyttir. Ég hélt að leikurinn myndi fara alla leið en þeir náðu góðum sprett þar sem við klikkuðum á skotum á meðan þau rötuðu rétta leið hjá þeim. Við hefðum getað séð um boltann betur hjá okkur.“ „Það sem við stefnum á núna er annað sætið í deildinni. Við töpuðum með minna en 14 stiga mun og nú þurfum við að vinna einn af tveimur leikjum sem eftir eru. Við náðum ekki að vinna leikinn sem hefði tryggt annað sætið en við náðum að gera stöðuna betri með því að minnka muninn í lokin.“ Andy var spurður, eins og Sverrir kollegi hans, að því hvort liðið hans væri tilbúið í úrslitakeppnina: „Við þurfum þessa tvo leiki sem eftir eru til að stilla saman strengina og að fá þá leikmenn sem vantaði í kvöld inn í hópinn. Það er ekki langt síðan við vorum í baráttu við KR um efsta sætið þar sem við vorum frákasti frá því að vinna leikinn. Við þurfum bara að koma okkur á æfingu og komast aftur í flæðið okkar.“Grindavík-Keflavík 94-83 (23-19, 21-23, 26-24, 24-17)Grindavík: Earnest Lewis Clinch Jr. 17, Þorleifur Ólafsson 17, Ólafur Ólafsson 15/7 fráköst/5 stolnir, Ómar Örn Sævarsson 14/10 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 11, Jóhann Árni Ólafsson 8/4 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8/11 fráköst, Daníel Guðni Guðmundsson 2, Kjartan Helgi Steinþórsson 2.Keflavík: Michael Craion 31/18 fráköst/3 varin skot, Darrel Keith Lewis 16/6 fráköst, Guðmundur Jónsson 15/6 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 14, Valur Orri Valsson 4/4 fráköst, Arnar Freyr Jónsson 3/6 stoðsendingar.Bein textalýsing frá leiknum:4. leikhluti | 94-83: Leik lokið. Grindavík reyndi lokaskot en tapaði boltanum. Keflavík spilaði þá út og 11 stiga sigur heimamanna.4. leikhluti | 94-83: Þorleifur Ólafsson skoraði en Gummi Jónss. náði í villu og setti víti niður. Fimm sek eftir. Leikhlé.4. leikhluti | 92-79: Þorleifur Ólafsson gæti verið að klára þetta með tveggja stiga körfu. 1 mín. eftir.4. leikhluti | 90-79: Grindvíkingar ætla sér að taka langar sóknir núna. Þeir ná að éta 17 sek. af klukkunni en tapa boltanum. 1:31 eftir.4. leikhluti | 90-79: Leikhlé tekið þegar 1:39 eru eftir.4. leikhluti | 90-79: Fjögur stig í röð hjá Keflavík og ellefu stiga munur. 2:36 eftir.4. leikhluti | 90-75: Munurinn er orðinn 15 stig. Jón Axel Guðmundsson sökkti þriggja stiga skoti og Grindavík gæti verið að sigla þessu heim. 3:09 eftir.4. leikhluti | 72-69: Ólafur Ólafsson með þrist og munurinn er orðinn tólf stig fyrir heimamenn. Þeir þurfa að vinna með 15 til að ná innbyrðis viðureigninni. 3:39 eftir4. leikhluti | 84-75: Arnar Freyr Jónsson stal boltanum og kom honum á Val Valsson sem skoraði fyrir Keflavík. Grindvíkingar bættu við tveimur stigum og Keflavík tekur leikhlé þegar 4:23 eru til leiksloka.4. leikhluti | 82-73: Clinch Jr. að skora og er níu stiga munur fyrir Grindavík. Skotin eru ekki að rata ofan í hjá gestunum. 5:16 eftir.4. leikhluti | 80-73: Þorleifur Ólafsson neglir þrist niður með hönd alveg í andlitinu og kom heimamönnum í 9 stiga forskot. Craion lagaði stöðuna. 6:36 eftir.4. leikhluti | 77-71: Clinch Jr. með bakfallsskot að hætti Kobe Bryant. Grindavík stal síðan boltanum og geystist Ólafur Ólafsson upp völlinn, lagði boltann ofan í fékk villu og skoraði úr vítinu. 7:40 eftir.4. leikhluti | 72-71: Grindavík bætti við tveimur stigum en Craion svaraði í sömu mynt eftir sóknarfrákast. 8:14 eftir.4. leikhluti | 70-69: Lokaleikhlutinn er hafinn og Gummi Jónss. skorar þriggja stiga körfu og minnkar muninn í eitt stig. 9:48 eftir.3. leikhluti | 70-66: Clinch Jr. reyndi lokaskot leikhlutans fyrir Grindavík en það geigaði. Fjögurra stiga forskot Grindavík fyrir fjórða leikhluta.3. leikhluti | 70-66: Bæði vítin rötuðu rétta leið en Guðmundur Jónss. svaraði fyrir Keflavík og Darryl Lewis skoraði síðan og fékk villu að auki. Vítið rataði ekki rétta leið. 19 sek. eftir.3. leikhluti | 68-62: Keflavík tekur leikhlé þegar 54 sek. eru eftir af þriðja leikhluta. Grindavík er á leiðinni á vítalínuna.3. leikhluti | 68-62: 1:11 eftir og Grindvíkingar ná að rífa sig sex stigum frá Keflavík.3. leikhluti | 64-62: Enn skiptast liðin á að skora. Þetta er blanda af áköfum varnarleik og frábærum sóknarleik hjá báðum liðum og allt á fullum hraða. Svona á að spila körfubolta. 2 mín eftir.3. leikhluti | 60-60: Ólafur Ólafsson kveikti heldur betur í áhorfendum með því að troða í fésið á Craion, Darryl Lewis slökkti það bál með þrist og Jóhann Árni Ólafsson svaraði með sama hætti. Allt jafn og 3:06 eftir.3. leikhluti | 56-57: Liðin skiptast á að skora. Það er varla að ég nái að halda í við þetta, ég reyni eins og ég get en það er svaka stuð í Röstinni í Grindavík. 4:05 eftir.3. leikhluti | 54-54: Keflvíkingar voru komnir með fjögurra stiga forskot en af harðfylgi jafnar Grindavík og fimm mínútur eftir af þriðja leikhluta.3. leikhluti | 50-53: Það er heldur betur að hitna í kolunum, Grindvíkingar eru óánægðir með dómgæsluna, finnst á sig halla. Ólafur Ólafssonn og Sverrir Sverriss., þjálfari, hafa fengið tiltal fyrir kjaftbrúk. 6:18 eftir.3. leikhluti | 50-50: Liðin skiptast á að skora og það er allt í járnum. 7:35 eftir.3. leikhluti | 46-48: Craion aftur á ferðinni, stal hann boltanum og lagði boltann ofan og fékk villu, vítið rataði ekki rétta leið. 8:03 eftir.3. leikhluti | 46-45: Craion jafnar leikinn af vítalínunni. 8:31 eftir.3. leikhluti | 46-45: Seinni hálfleikur er hafinn og Þröstur Jóhannsson kemur Keflvíkingum yfir með þrist en Ómar Sævarsson svaraði strax fyrir Grindavík. 9:002. leikhluti | 44-42: Þröstur minnkaði muninn í fjögur stig eftir glæslilega stoðsendingu frá Val Valssyni. Keflvíkingar fengu síðan seinustu sókn hálfleiksins. Þröstur tók þriggja stiga skot og var brotið á honum en aðeins tvö víti af þremur fóru niður. Grindvíkingar náðu síðan ekki að skora úr lokaskotinu. Hálfleikur og tveggja stiga munur.2. leikhluti | 44-38: Leikhlé tekið þegar 1:10 er til hálfleiks.2. leikhluti | 44-38: Grindvíkingar eru að ná að opna vörn gestanna með miklum auðveldum og uppskera eftir því. Keflvíkingar eru að reiða sig á að fá villur og fara á línuna til að fá sín stig sem þeir og gera. 1:32 eftir.2. leikhluti | 42-34: Grindvíkingar skoruðu fjögur stig í röð og munurinn er kominn aftur í átta stig. 2:04 eftir.2. leikhluti | 38-34: Þröstur Jóhannsson minnkar muninn í sjö stig með fallegri þriggja stiga körfu áður en Guðmundur Jónsson minnkar muninn í fjögur stig með annari þriggja. 3:16 eftir.2. leikhluti | 38-28: Craion skoraði fyrir Keflavík en í næstu sókn heimamanna þaut Clinch Jr. framhjá vörn gestana, lagði boltann ofan í og fékk villu. Vítið rataði rétta leið. 4:21 eftir.2. leikhluti | 35-26: Níu stiga munur og enn er vörn Grindvíkinga að hrella gestina. 4:52 eftir.2. leikhluti | 35-24: Keflvíkingar skoruðu en Þorleifur Ólafsson setti niður þriggja stiga körfu. 5:41 eftir.2. leikhluti | 32-22: Grindvíkingar eru að spila rosalega pressuvörn sem er að koma Keflvíkingum í vandræði. Jafnvel þó gestirnir ná að losa þá er vörn Grindvíkinga í teignum sínum líka svakaleg.2. leikhluti | 32-22: Grindvíkingar hafa skorað 6 stig í röð og þjálfari gestanna hefur séð nóg. Leikhlé þegar það er kominn 10 stiga munur fyrir Grindavík og 6:58 eftir af fjórðungnum.2. leikhluti | 26-22: Kjaftbrúk hjá þjálfar Keflvíkinga og hann fær dæmda á sig tæknivillu, Grindvíkingar nýttu hvorugt vítið en fengu boltann aftur. 8:13 eftir.2. leikhluti | 26-22: Heimamenn voru að renna út á skotklukku út af fantagóðri svæðisvörn gestanna. Ólafur Ólafsson fékk frítt þriggja stiga skot og negldi því niður. 8:42 eftir.2. leikhluti | 23-20: Annar fjórðungur er hafinn og Michael Craion komst á vítalínuna. Hann skoraði úr öðrum vítinu en náði sóknarfrákastinu en Keflavík missti boltann vegna skrefs. 9:37 eftir.1. leikhluti | 23-19: Leikhlutanum er lokið, Michael Craion náði í villu og setti tvö vítaskot niður þegar leiktíminn var liðinn. Fjögurra stiga forskot heimamanna.1. leikhluti | 23-17: Arnar Freyr Jónsson minnkaði muninn niður í þrjú stig en Þorleifur Ólafsson jók hann um leið í sex stig. 30 sek. eftir.1. leikhluti | 20-15: Clinch aftur á ferðinni og heimamenn komnir fimm stigum yfir. 1 mín. eftir1. leikhluti | 18-15: Lewis Clinch Jr. kom heimamönnum þremur stigur yfir með góðu gegnumbroti. 1:41 eftir.1. leikhluti | 16-15: Liðin skiptast á að skora og það er lítið um varnir þessa stundina en mikið um spennu. 2:40 eftir.1. leikhluti | 14-11: Guðmundur Jónsson negdli niður þrist en Sigurður Þorsteinsson var ekki lengi að svar með annari troðslu. 3:22 eftir.1. leikhluti | 12-9: Sigurður Þorsteinsson treður boltanum með miklum glæsibrag og Grindvíkingar eru komnir þremur stigum yfir. 3:59 eftir.1. leikhluti | 8-9: Keflvíkingar hafa sett niður fjórar körfur í röð og eru komnir yfir. 4:48 eftir.1. leikhluti | 8-5: Darryl Lewis setti niður þriggja stiga körfu en heimamenn hafa verið duglegir að finna opna menn undir körfunni. 6:09 eftir.1. leikhluti | 4-2: Lítið skorað fyrstu mínúturnar, það virðist vera titringur í mönnum enda er mikið í húfi. 7:08 eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er hafinn og það eru gestirnir sem hefja leik. 9:58 eftir.Fyrir leik: Grindvíkingar geta ekki endað neðar en í þriðja sæti eftir að hafa lagt Njarðvíkinga að velli í seinustu umferð og nú gera þeir atlögu að öðru sætinu þar sem Keflvíkingar sitja. Eins og áður sagði munar fjórum stigum á liðunum og eru sex stig enn í pottinum fræga.Fyrir leik: Komið sælir góðir lesendur, við erum mætt í Röstina í Grindavík og okkar bíður leikur af rosalegri stærðargráðu. Keflvíkingar eru mættir í heimsókn og freista þess að verja fjögurra stiga forskot sitt á Grindvíkinga í Dominos-deild karla í körfubolta.Fyrir leik: Velkomin í lýsinguna, hér verður viðureign Grindavíkur og Keflavíkur lýst. &nocache=1
Dominos-deild karla Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Sjá meira