Fótbolti

Endurheimt á Algarve | Myndir

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Dagný Brynjarsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir fá sér vatn í hitanum í Portúgal.
Dagný Brynjarsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir fá sér vatn í hitanum í Portúgal. Mynd/KSÍ
Stúlkurnar okkar í kvennalandsliðinu í knattspyrnu æfðu í dag á Algarve fyrir annan leik sinn á Algarve-mótinu en þær mæta Noregi á morgun.

Ísland tapaði fyrir Evrópumeisturum Þýskalands, 5-0, í gær og fær aðeins einn dag í endurheimt áður en það mætir silfurliði Evrópumótsins frá síðasta sumri.

Í dag þurftu stúlkurnar að safna kröftum fyrir erfiðan leik eftir að hafa verið undir í baráttunni gegn frábæru liði Þýskalands í gær.

Norska liðið tapaði nokkuð óvænt fyrir Kína í gær og má því búast við spennandi leik á morgun en leikurinn hefst klukkan 14.00 að íslenskum tíma.

Hér að neðan má sjá myndir sem Hilmar Þór Guðmundsson tók á æfingu kvennalandsliðsins á Algarve í dag.

Mynd/KSÍ
Mynd/KSÍ
Mynd/KSÍ
Mynd/KSÍ
Mynd/KSÍ
Mynd/KSÍ
Mynd/KSÍ

Tengdar fréttir

Ásgerður og Soffía byrja báðar inná í sínum fyrsta landsleik

Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Stjörnunnar, og Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir, fyrrum leikmaður Stjörnuliðsins eru báðar í byrjunarliði Íslands sem mætir Þýskalandi í dag í fyrsta leik sínum á Algarve-mótinu.

Bolludagurinn í háloftunum

Stelpurnar okkar í fótboltalandsliðinu fengu rjómabollur í flugvélinni á leiðinni til Portúgal




Fleiri fréttir

Sjá meira


×