Woods verkjalaus og með á Doral Jón Júlíus Karlsson skrifar 5. mars 2014 23:23 Tiger Woods verður með um helgina í Flórída. vísir/AP Tiger Woods verður með á Cadillac Championship mótinu sem hefst á morgun á Heimsmótaröðinni á Doral golfsvæðinu í Flórída. Woods hefur verið í stífri meðferð vegna bakmeiðsla sem hann varð fyrir á Honda Classic mótinu um síðustu helgi. Woods hætti leik eftir 13 holur en á titil að verja á Blue Monster vellinum og mætir til leiks á morgun. „Mér líður mun betur. Ég hef verið í strangri meðferð og það hefur gengið frábærlega,“ segir Woods. „Það tekur á taugarnar þegar það er stanslaust verið að pota í þig en það hefur skilað því að ég get verið með í mótinu og get slegið af fullum krafti.“ Þetta er í annað sinn á hálfu ári sem að meiðsli í mjóbaki eru að trufla besta kylfing heims. Hann lenti í því sama í FedEx-bikarnum síðastliðið haust. Þessi 38 ára kylfingur er að undirbúa sig fyrir fyrsta risamót ársins, Masters mótið, sem fer fram eftir rúman mánuð á Augusta National vellinum. „Ég vil vera í mínu besta formi þegar að það kemur að því að leika á Ausuta National. Við erum að reyna að búa til gott leikskipulag til að leika þann völl og auðvitað að reyni ég að ná mínum fimmta græna jakka,“ segir Woods. Cadillac Championship verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst bein útsending kl. 18:00 á morgun, fimmtudag. Mest lesið Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger Woods verður með á Cadillac Championship mótinu sem hefst á morgun á Heimsmótaröðinni á Doral golfsvæðinu í Flórída. Woods hefur verið í stífri meðferð vegna bakmeiðsla sem hann varð fyrir á Honda Classic mótinu um síðustu helgi. Woods hætti leik eftir 13 holur en á titil að verja á Blue Monster vellinum og mætir til leiks á morgun. „Mér líður mun betur. Ég hef verið í strangri meðferð og það hefur gengið frábærlega,“ segir Woods. „Það tekur á taugarnar þegar það er stanslaust verið að pota í þig en það hefur skilað því að ég get verið með í mótinu og get slegið af fullum krafti.“ Þetta er í annað sinn á hálfu ári sem að meiðsli í mjóbaki eru að trufla besta kylfing heims. Hann lenti í því sama í FedEx-bikarnum síðastliðið haust. Þessi 38 ára kylfingur er að undirbúa sig fyrir fyrsta risamót ársins, Masters mótið, sem fer fram eftir rúman mánuð á Augusta National vellinum. „Ég vil vera í mínu besta formi þegar að það kemur að því að leika á Ausuta National. Við erum að reyna að búa til gott leikskipulag til að leika þann völl og auðvitað að reyni ég að ná mínum fimmta græna jakka,“ segir Woods. Cadillac Championship verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst bein útsending kl. 18:00 á morgun, fimmtudag.
Mest lesið Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira