Gylfi Þór: Seinni hálfleikurinn ekki nógu góður Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. mars 2014 23:21 Gylfi Þór með boltann í Cardiff í kvöld. Vísir/EPA „Þetta var bara svona la-la,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður íslenska landsliðsins í fótbolta, við Vísi um frammistöðu Íslands eftir 3-1 tapið gegn Wales í kvöld.Eins og landsliðsþjálfarinn var hann ánægður með fyrri hálfleikinn en ekki jafnkátur með þann síðari þar sem Wales skoraði tvö mörk og tryggði sér sigurinn. „Það gekk allt mikið mun betur í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik voru menn alltof djúpir og við áttum erfitt með að spila boltanum,“ sagði Gylfi Þór. „Við pressuðum þá aðeins framar í fyrri hálfleik og vorum að vinna boltann á þeirra vallarhelmingi. Við sóttum meira og spiluðum boltanum betur á milli okkar.“ „Það var allt annað í gangí í seinni hálfleik. Þetta var náttúrlega æfingaleikur þannig við gerðum breytingar til að rúlla á liðinu og leyfa mönnum að spila.“ „Persónulega fannst mér þetta ganga betur í fyrri hálfleik þegar ég og Aron vorum á miðjunni. Við náum vel saman. Þá vorum við að spila boltanum betur og sækja meira,“ sagði Gylfi Þór.Gareth Bale fór á kostum í leiknum í kvöld en hann skoraði eitt mark og lagði upp tvö. Hann var í raun munurinn á liðunum tveimur. „Hann gerði gæfumuninn. Án hans væru þeir ekki nærri því jafnsterkir og þeir eru núna. Hann er svo fljótur að það er erfitt að verjast honum ef hann fer af stað,“ sagði Gylfi sem var ekkert sérstaklega kátur með úrslitin í leiknum. „Auðvitað eru ekki úrslitin ekki góð en þau skipta ekki mestu máli. Seinni hálfleikurinn var bara ekki nógu góður hjá okkur. Þjálfararnir voru auðvitað að skoða ýmislegt eins og Theódor í hægri bakverðinum og svo gerðum við breytingar í hálfleik. Þetta er gott tækifæri fyrir þjálfarana til að prófa sig áfram,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Byrjunarliðið gegn Wales - Elmar í bakverðinum Kolbeinn Sigþórsson og Alfreð Finnbogason byrja saman frammi í vináttuleiknumg gegn Wales í Cardiff. 5. mars 2014 18:19 Heimir: Maður verður vanmáttugur að horfa á svona mann Heimir Hallgrímsson var ánægður með margt í leik Íslands í kvöld þrátt fyrir tap gegn Wales ytra. 5. mars 2014 22:47 Strákarnir okkar fengu bestu sætin á Bale-sýninguna Gareth Bale var munurinn á Wales og Íslandi í 3-1 sigri heimamanna í vináttulandsleik í Cardiff í kvöld. 5. mars 2014 12:24 Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM Sjá meira
„Þetta var bara svona la-la,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður íslenska landsliðsins í fótbolta, við Vísi um frammistöðu Íslands eftir 3-1 tapið gegn Wales í kvöld.Eins og landsliðsþjálfarinn var hann ánægður með fyrri hálfleikinn en ekki jafnkátur með þann síðari þar sem Wales skoraði tvö mörk og tryggði sér sigurinn. „Það gekk allt mikið mun betur í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik voru menn alltof djúpir og við áttum erfitt með að spila boltanum,“ sagði Gylfi Þór. „Við pressuðum þá aðeins framar í fyrri hálfleik og vorum að vinna boltann á þeirra vallarhelmingi. Við sóttum meira og spiluðum boltanum betur á milli okkar.“ „Það var allt annað í gangí í seinni hálfleik. Þetta var náttúrlega æfingaleikur þannig við gerðum breytingar til að rúlla á liðinu og leyfa mönnum að spila.“ „Persónulega fannst mér þetta ganga betur í fyrri hálfleik þegar ég og Aron vorum á miðjunni. Við náum vel saman. Þá vorum við að spila boltanum betur og sækja meira,“ sagði Gylfi Þór.Gareth Bale fór á kostum í leiknum í kvöld en hann skoraði eitt mark og lagði upp tvö. Hann var í raun munurinn á liðunum tveimur. „Hann gerði gæfumuninn. Án hans væru þeir ekki nærri því jafnsterkir og þeir eru núna. Hann er svo fljótur að það er erfitt að verjast honum ef hann fer af stað,“ sagði Gylfi sem var ekkert sérstaklega kátur með úrslitin í leiknum. „Auðvitað eru ekki úrslitin ekki góð en þau skipta ekki mestu máli. Seinni hálfleikurinn var bara ekki nógu góður hjá okkur. Þjálfararnir voru auðvitað að skoða ýmislegt eins og Theódor í hægri bakverðinum og svo gerðum við breytingar í hálfleik. Þetta er gott tækifæri fyrir þjálfarana til að prófa sig áfram,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Byrjunarliðið gegn Wales - Elmar í bakverðinum Kolbeinn Sigþórsson og Alfreð Finnbogason byrja saman frammi í vináttuleiknumg gegn Wales í Cardiff. 5. mars 2014 18:19 Heimir: Maður verður vanmáttugur að horfa á svona mann Heimir Hallgrímsson var ánægður með margt í leik Íslands í kvöld þrátt fyrir tap gegn Wales ytra. 5. mars 2014 22:47 Strákarnir okkar fengu bestu sætin á Bale-sýninguna Gareth Bale var munurinn á Wales og Íslandi í 3-1 sigri heimamanna í vináttulandsleik í Cardiff í kvöld. 5. mars 2014 12:24 Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM Sjá meira
Byrjunarliðið gegn Wales - Elmar í bakverðinum Kolbeinn Sigþórsson og Alfreð Finnbogason byrja saman frammi í vináttuleiknumg gegn Wales í Cardiff. 5. mars 2014 18:19
Heimir: Maður verður vanmáttugur að horfa á svona mann Heimir Hallgrímsson var ánægður með margt í leik Íslands í kvöld þrátt fyrir tap gegn Wales ytra. 5. mars 2014 22:47
Strákarnir okkar fengu bestu sætin á Bale-sýninguna Gareth Bale var munurinn á Wales og Íslandi í 3-1 sigri heimamanna í vináttulandsleik í Cardiff í kvöld. 5. mars 2014 12:24