Handbolti

Aron Rafn og Heimir Óli hirtu toppsætið af Ólafi og félögum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aron Rafn Eðvarðsson sneri aftur eftir meiðsli.
Aron Rafn Eðvarðsson sneri aftur eftir meiðsli. Vísir/EPA
Guif frá Eskilstuna vann stórsigur á toppliði Kristianstad, 34-21, í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld og um leið skaust Guif, sem þjálfað er af KristjániAndréssyni, á topp deildarinnar.

Sex mörkum munaði á liðunum í hálfleik, 17-11, en í þeim síðari héldu heimamönnum engin bönd og gjörsamlega keyrðu þeir yfir toppliðið.

Landsliðsmarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson sneri aftur eftir meiðsli í kvöld og varði mark Guif en hann missti af tveimur síðustu leikjum liðsins vegna meiðsla í hásin.

Heimir Óli Heimisson skoraði þrjú mörk fyrir Guif í leiknum en Ólafur Guðmundsson, sem farið hefur á kostum í deildinni í vetur, skoraði fjögur fyrir Kristianstad.

Guif jafnaði Kristianstad að stigum með sigrinum og hafa þau nú bæði 41 stig. Markatala Guif er þó mun betri eftir stórsigurinn í kvöld. Kristianstad á þó leik til góða á Guif og getur náð toppsætinu aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×