Grútspældir og reiðir viðskiptavinir IKEA Jakob Bjarnar skrifar 4. mars 2014 13:20 Þórarinn Ævarsson. Fólk át sér til óbóta í fyrra, kunni sér ekki magamál og sumir voru ælandi. Í dag er Sprengidagurinn og margur hafði hugsað sér gott til glóðarinnar og hugðist kýla sig út með salkjöti og baunum í hinu vinsæla eldhúsi IKEA í Garðabænum. Þar hefur allt frá árinu 2009 verið hægt að fá, á þessum degi, máltíð fyrir tvær krónur; með vísan til lagstúfsins eða hendingarinnar sem jafnan er sungin á þessum degi: „Saltkjöt & baunir, túkall!“ Nema, nú brá svo við að verðið sem IKEA setur upp er 995 krónur fyrir máltíðina. Viðskiptavinur IKEA hafði samband við fréttastofu og sá var ekki ánægður. Talaði um að þarna væri mörg þúsund prósenta hækkun á tiltekinni vöru og sagði þetta kaldar kveðjur frá IKEA til íslensks almennings. Þegar þetta er reiknað kemur á daginn að um er að ræða verðhækkun uppá tæp fimm þúsund prósent. Á símanum hjá IKEA fengust þær upplýsingar að kvartanir vegna þessa hafi borist í stríðum straumum frá ósáttum viðskiptavinum sem töldu sig geta gengið að þessari máltíð fyrir tvær krónur. „En, þeir hafa þá ekki tekið vel eftir því við auglýstum þetta nú rækilega.“Borðaði sér til óbóta í fyrra Framkvæmdastjóri IKEA er Þórarinn Ævarsson og hann segir þetta allt satt og rétt. Hann segir afstöðu IKEA til þessa stóra máls vera byggða á mannúðarsjónarmiðum annars vegar og svo hinsvegar því að kreppan sé búin! „Þú hefðir átt að vera á línunni hjá okkur í fyrra. Þá hringdi einn alveg brjálaður og sagði: Djöfull er þetta lítill skammtur hjá ykkur. En, þannig er að fólk át sér til óbóta í fyrra. Fólk kunni sér ekki magamál og sumir voru ælandi. Þetta er einmitt matur sem fólk á ekki að borða sér til óbóta af. Það getur hreinlega verið hættulegt. Okkur leist hreinlega ekki á blikuna. Við fáum mikið af fullorðnu fólki til okkar og höfðum orðið áhyggjur af því að þetta gæti endað með ósköpum,“ segir Þórarinn.Kreppan er búin! Hitt atriðið vegur ekki síður þungt að mati Þórarins, sem kemur með óvænta yfirlýsingu þess efnis að kreppan sé búin. Hann mun vera með þeim fyrstu til að gefa út þá yfirlýsingu. „Ég las það í morgun að það sé 30 prósenta aukning í bílasölu. Nú eru sex til sjö ár liðin frá því að kreppan skall á. Við höfum gefið frían barnamat frá árinu 2008. Saltkjöt & baunir á Sprengidag frá árinu 2009. Okkar innlegg í að létta fólki lífið. Nú teljum við að farið sé að sjá til sólar í efnahagslífinu og þá setur maður sig í aðrar stellingar.“ Og þó um sé að ræða 5 þúsund prósenta hækkun telur Þórarinn það ekki slæmt að geta fengið máltíð og ábót fyrir 995 krónur. IKEA Sprengidagur Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Í dag er Sprengidagurinn og margur hafði hugsað sér gott til glóðarinnar og hugðist kýla sig út með salkjöti og baunum í hinu vinsæla eldhúsi IKEA í Garðabænum. Þar hefur allt frá árinu 2009 verið hægt að fá, á þessum degi, máltíð fyrir tvær krónur; með vísan til lagstúfsins eða hendingarinnar sem jafnan er sungin á þessum degi: „Saltkjöt & baunir, túkall!“ Nema, nú brá svo við að verðið sem IKEA setur upp er 995 krónur fyrir máltíðina. Viðskiptavinur IKEA hafði samband við fréttastofu og sá var ekki ánægður. Talaði um að þarna væri mörg þúsund prósenta hækkun á tiltekinni vöru og sagði þetta kaldar kveðjur frá IKEA til íslensks almennings. Þegar þetta er reiknað kemur á daginn að um er að ræða verðhækkun uppá tæp fimm þúsund prósent. Á símanum hjá IKEA fengust þær upplýsingar að kvartanir vegna þessa hafi borist í stríðum straumum frá ósáttum viðskiptavinum sem töldu sig geta gengið að þessari máltíð fyrir tvær krónur. „En, þeir hafa þá ekki tekið vel eftir því við auglýstum þetta nú rækilega.“Borðaði sér til óbóta í fyrra Framkvæmdastjóri IKEA er Þórarinn Ævarsson og hann segir þetta allt satt og rétt. Hann segir afstöðu IKEA til þessa stóra máls vera byggða á mannúðarsjónarmiðum annars vegar og svo hinsvegar því að kreppan sé búin! „Þú hefðir átt að vera á línunni hjá okkur í fyrra. Þá hringdi einn alveg brjálaður og sagði: Djöfull er þetta lítill skammtur hjá ykkur. En, þannig er að fólk át sér til óbóta í fyrra. Fólk kunni sér ekki magamál og sumir voru ælandi. Þetta er einmitt matur sem fólk á ekki að borða sér til óbóta af. Það getur hreinlega verið hættulegt. Okkur leist hreinlega ekki á blikuna. Við fáum mikið af fullorðnu fólki til okkar og höfðum orðið áhyggjur af því að þetta gæti endað með ósköpum,“ segir Þórarinn.Kreppan er búin! Hitt atriðið vegur ekki síður þungt að mati Þórarins, sem kemur með óvænta yfirlýsingu þess efnis að kreppan sé búin. Hann mun vera með þeim fyrstu til að gefa út þá yfirlýsingu. „Ég las það í morgun að það sé 30 prósenta aukning í bílasölu. Nú eru sex til sjö ár liðin frá því að kreppan skall á. Við höfum gefið frían barnamat frá árinu 2008. Saltkjöt & baunir á Sprengidag frá árinu 2009. Okkar innlegg í að létta fólki lífið. Nú teljum við að farið sé að sjá til sólar í efnahagslífinu og þá setur maður sig í aðrar stellingar.“ Og þó um sé að ræða 5 þúsund prósenta hækkun telur Þórarinn það ekki slæmt að geta fengið máltíð og ábót fyrir 995 krónur.
IKEA Sprengidagur Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira