Grútspældir og reiðir viðskiptavinir IKEA Jakob Bjarnar skrifar 4. mars 2014 13:20 Þórarinn Ævarsson. Fólk át sér til óbóta í fyrra, kunni sér ekki magamál og sumir voru ælandi. Í dag er Sprengidagurinn og margur hafði hugsað sér gott til glóðarinnar og hugðist kýla sig út með salkjöti og baunum í hinu vinsæla eldhúsi IKEA í Garðabænum. Þar hefur allt frá árinu 2009 verið hægt að fá, á þessum degi, máltíð fyrir tvær krónur; með vísan til lagstúfsins eða hendingarinnar sem jafnan er sungin á þessum degi: „Saltkjöt & baunir, túkall!“ Nema, nú brá svo við að verðið sem IKEA setur upp er 995 krónur fyrir máltíðina. Viðskiptavinur IKEA hafði samband við fréttastofu og sá var ekki ánægður. Talaði um að þarna væri mörg þúsund prósenta hækkun á tiltekinni vöru og sagði þetta kaldar kveðjur frá IKEA til íslensks almennings. Þegar þetta er reiknað kemur á daginn að um er að ræða verðhækkun uppá tæp fimm þúsund prósent. Á símanum hjá IKEA fengust þær upplýsingar að kvartanir vegna þessa hafi borist í stríðum straumum frá ósáttum viðskiptavinum sem töldu sig geta gengið að þessari máltíð fyrir tvær krónur. „En, þeir hafa þá ekki tekið vel eftir því við auglýstum þetta nú rækilega.“Borðaði sér til óbóta í fyrra Framkvæmdastjóri IKEA er Þórarinn Ævarsson og hann segir þetta allt satt og rétt. Hann segir afstöðu IKEA til þessa stóra máls vera byggða á mannúðarsjónarmiðum annars vegar og svo hinsvegar því að kreppan sé búin! „Þú hefðir átt að vera á línunni hjá okkur í fyrra. Þá hringdi einn alveg brjálaður og sagði: Djöfull er þetta lítill skammtur hjá ykkur. En, þannig er að fólk át sér til óbóta í fyrra. Fólk kunni sér ekki magamál og sumir voru ælandi. Þetta er einmitt matur sem fólk á ekki að borða sér til óbóta af. Það getur hreinlega verið hættulegt. Okkur leist hreinlega ekki á blikuna. Við fáum mikið af fullorðnu fólki til okkar og höfðum orðið áhyggjur af því að þetta gæti endað með ósköpum,“ segir Þórarinn.Kreppan er búin! Hitt atriðið vegur ekki síður þungt að mati Þórarins, sem kemur með óvænta yfirlýsingu þess efnis að kreppan sé búin. Hann mun vera með þeim fyrstu til að gefa út þá yfirlýsingu. „Ég las það í morgun að það sé 30 prósenta aukning í bílasölu. Nú eru sex til sjö ár liðin frá því að kreppan skall á. Við höfum gefið frían barnamat frá árinu 2008. Saltkjöt & baunir á Sprengidag frá árinu 2009. Okkar innlegg í að létta fólki lífið. Nú teljum við að farið sé að sjá til sólar í efnahagslífinu og þá setur maður sig í aðrar stellingar.“ Og þó um sé að ræða 5 þúsund prósenta hækkun telur Þórarinn það ekki slæmt að geta fengið máltíð og ábót fyrir 995 krónur. IKEA Sprengidagur Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Í dag er Sprengidagurinn og margur hafði hugsað sér gott til glóðarinnar og hugðist kýla sig út með salkjöti og baunum í hinu vinsæla eldhúsi IKEA í Garðabænum. Þar hefur allt frá árinu 2009 verið hægt að fá, á þessum degi, máltíð fyrir tvær krónur; með vísan til lagstúfsins eða hendingarinnar sem jafnan er sungin á þessum degi: „Saltkjöt & baunir, túkall!“ Nema, nú brá svo við að verðið sem IKEA setur upp er 995 krónur fyrir máltíðina. Viðskiptavinur IKEA hafði samband við fréttastofu og sá var ekki ánægður. Talaði um að þarna væri mörg þúsund prósenta hækkun á tiltekinni vöru og sagði þetta kaldar kveðjur frá IKEA til íslensks almennings. Þegar þetta er reiknað kemur á daginn að um er að ræða verðhækkun uppá tæp fimm þúsund prósent. Á símanum hjá IKEA fengust þær upplýsingar að kvartanir vegna þessa hafi borist í stríðum straumum frá ósáttum viðskiptavinum sem töldu sig geta gengið að þessari máltíð fyrir tvær krónur. „En, þeir hafa þá ekki tekið vel eftir því við auglýstum þetta nú rækilega.“Borðaði sér til óbóta í fyrra Framkvæmdastjóri IKEA er Þórarinn Ævarsson og hann segir þetta allt satt og rétt. Hann segir afstöðu IKEA til þessa stóra máls vera byggða á mannúðarsjónarmiðum annars vegar og svo hinsvegar því að kreppan sé búin! „Þú hefðir átt að vera á línunni hjá okkur í fyrra. Þá hringdi einn alveg brjálaður og sagði: Djöfull er þetta lítill skammtur hjá ykkur. En, þannig er að fólk át sér til óbóta í fyrra. Fólk kunni sér ekki magamál og sumir voru ælandi. Þetta er einmitt matur sem fólk á ekki að borða sér til óbóta af. Það getur hreinlega verið hættulegt. Okkur leist hreinlega ekki á blikuna. Við fáum mikið af fullorðnu fólki til okkar og höfðum orðið áhyggjur af því að þetta gæti endað með ósköpum,“ segir Þórarinn.Kreppan er búin! Hitt atriðið vegur ekki síður þungt að mati Þórarins, sem kemur með óvænta yfirlýsingu þess efnis að kreppan sé búin. Hann mun vera með þeim fyrstu til að gefa út þá yfirlýsingu. „Ég las það í morgun að það sé 30 prósenta aukning í bílasölu. Nú eru sex til sjö ár liðin frá því að kreppan skall á. Við höfum gefið frían barnamat frá árinu 2008. Saltkjöt & baunir á Sprengidag frá árinu 2009. Okkar innlegg í að létta fólki lífið. Nú teljum við að farið sé að sjá til sólar í efnahagslífinu og þá setur maður sig í aðrar stellingar.“ Og þó um sé að ræða 5 þúsund prósenta hækkun telur Þórarinn það ekki slæmt að geta fengið máltíð og ábót fyrir 995 krónur.
IKEA Sprengidagur Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira