Skíðasvæðið í Bláfjöllum verður opið frá 10-17 í dag. Þar bjart og fallegt veður og smá gola. Þá verður lögð göngubraut og mun Skíðagöngufélagið Ullur bjóða almenningi upp á námskeið í skíðagöngu klukkan 12:30 í dag.
Þá er skíðasvæðið í Hlíðarfjalli einnig opið í dag frá klukkan 10-16. Í tilkynningu frá skíðasvæðinu segir að veður og skíðafæri sé eins og best verði á kosið. „Í augnablikinu er logn hjá okkur og hitinn við frostmark og vonum við að sjálfsögðu að það haldist svona út daginn.“
Skíða- og brettaskólinn er á dagskrá um helgina og er von á krökkum úr félagsmiðstöðvum á höfuðborgarsvæðinu norður sem og stórum hópi frá Verslunarskólanum.
Opið verður í Skálafelli frá klukkan 10-17 en þar er þurr troðinn snjór í öllum brautum.
Skíðasvæðið í Stafdal á Fjarðarheiði verður opið frá klukkan 10-16 í dag. Í tilkynningu þaðan segir að veður sé gott, hiti við frostmark og logn. Þá sé búið að moka tvær lyftur upp úr snjó. Þar á meðal byrjendalyftunni.

