Sérfræðingar telja eld hafa komið upp í týndu farþegaþotunni Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 19. mars 2014 16:38 Frá minningarathöfn í Pakistan. vísir/ap Uppi eru ýmsar kenningar um hvarf Boeing-vélar Malaysia Airlines sem ekkert hefur spurst til síðan 8. mars þegar hún hvarf af ratsjá á leið frá Kúala Lúmpúr til Peking. 239 voru um borð og eru yfirvöld í Malasíu nánast ráðþrota. Sérfræðingur segir í samtali við fréttastofu Sky að hugsanlegt sé að eldur hafi komið upp í farþegarými vélarinnar og slökkt hafi verið á samskiptabúnaði til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu eldsins í vélinni. Í kjölfarið hafi flugmennirnir tveir tekið stefnu til vesturs í átt að næsta flugvelli sem hægt væri að lenda á, en reykurinn hafi á endanum yfirbugað þá. Þá er talinn möguleiki á að vélin hafi flogið áfram á sjálfsstýringu þrátt fyrir að áhöfnin væri mögulega meðvitundarlaus, og þá annað hvort hrapað í hafið vegna eldsneytisleysis eða vegna þess að eldurinn hafi orðið of mikill. Í frétt Sky segir að reynist kenningin rétt séu flugmennirnir hetjur en ekki skúrkar, en grunur hefur leikið á að annar hvor þeirra eða báðir hafi vísvitandi verið valdir að hvarfinu. Þá hefur kanadískur flugmaður að nafni Chris Goodfellow sett fram svipaða kenningu, en hann heldur því fram að eldur hafi komið upp, mögulega í lendingarbúnaði vélarinnar, sem eyðilagt hafi sendi- og samskiptabúnað hennar. Flugstjórinn hafi tekið stefnuna á Langkawi-flugvöll, sem liggur vestur af meginlandi Malasíu, en ekki náð þangað í tæka tíð. Einnig eru uppi kenningar um það hvers vegna vélinni var flogið í 45 þúsund feta hæð. Það gæti hafa verið örvæntingarfull tilraun flugmannanna til þess að slökkva eldinn, en í svo mikilli hæð er súrefnið minna. Þá hafi flugmennirnir jafnvel reynt að ráða niðurlögum eldsins með því að taka snarpa dýfu aftur niður í eðlilega flughæð eða neðar. Flugvélahvarf MH370 Tengdar fréttir Vísbendingar um að vélin hafi snúið við Nú er leitað á Indlandshafi að týndri farþegavél Malaysia Airlines. 14. mars 2014 13:13 Dularfullt hvarf farþegaflugvélar Þegar flug MH370 hjá Malaysia Airlines hvarf af ratsjá í góðu veðri síðastliðið laugardagskvöld gat enginn útskýrt hvernig þessi Boeing 777-farþegaflugvél gat horfið að því er virtist upp úr þurru. Síðan þá hafa misvísandi upplýsingar og alls kyns kenningar verið í gangi um hvarfið án þess að nein sönnunargögn hafi komið fram. Hvað sem því líður þá er þessi þota með 239 manneskjur um borð enn ófundin 15. mars 2014 07:00 25 lönd taka nú þátt í leit að flugvélinni Lögregla lagði hald á flughermi á heimili annars flugmanna þotunnar. 16. mars 2014 21:00 Tilkynntu ekki um flugvél á ratsjá taílenska hersins Malasísk yfirvöld fengu ekki upplýsingar um atvikið vegna þess að ekki var beðið sérstaklega um það. 18. mars 2014 14:33 Uppþot á blaðamannafundi vegna týndu flugvélarinnar Kona á miðjum aldri flutt á brott með valdi. 19. mars 2014 10:28 Óttast að 239 séu látnir Forsætisráðherra Malasíu segir of snemmt að kalla hvarf farþegaþotunnar í dag hryðjuverk. 8. mars 2014 21:15 Farþegavél hvarf af ratsjá Víðtæk leit stendur yfir á Suður- Kínahafi að farþegaþotu Malaysian Airlines sem hvarf af radar í gærkvöldi. 239 manns voru um borð. 8. mars 2014 13:44 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Uppi eru ýmsar kenningar um hvarf Boeing-vélar Malaysia Airlines sem ekkert hefur spurst til síðan 8. mars þegar hún hvarf af ratsjá á leið frá Kúala Lúmpúr til Peking. 239 voru um borð og eru yfirvöld í Malasíu nánast ráðþrota. Sérfræðingur segir í samtali við fréttastofu Sky að hugsanlegt sé að eldur hafi komið upp í farþegarými vélarinnar og slökkt hafi verið á samskiptabúnaði til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu eldsins í vélinni. Í kjölfarið hafi flugmennirnir tveir tekið stefnu til vesturs í átt að næsta flugvelli sem hægt væri að lenda á, en reykurinn hafi á endanum yfirbugað þá. Þá er talinn möguleiki á að vélin hafi flogið áfram á sjálfsstýringu þrátt fyrir að áhöfnin væri mögulega meðvitundarlaus, og þá annað hvort hrapað í hafið vegna eldsneytisleysis eða vegna þess að eldurinn hafi orðið of mikill. Í frétt Sky segir að reynist kenningin rétt séu flugmennirnir hetjur en ekki skúrkar, en grunur hefur leikið á að annar hvor þeirra eða báðir hafi vísvitandi verið valdir að hvarfinu. Þá hefur kanadískur flugmaður að nafni Chris Goodfellow sett fram svipaða kenningu, en hann heldur því fram að eldur hafi komið upp, mögulega í lendingarbúnaði vélarinnar, sem eyðilagt hafi sendi- og samskiptabúnað hennar. Flugstjórinn hafi tekið stefnuna á Langkawi-flugvöll, sem liggur vestur af meginlandi Malasíu, en ekki náð þangað í tæka tíð. Einnig eru uppi kenningar um það hvers vegna vélinni var flogið í 45 þúsund feta hæð. Það gæti hafa verið örvæntingarfull tilraun flugmannanna til þess að slökkva eldinn, en í svo mikilli hæð er súrefnið minna. Þá hafi flugmennirnir jafnvel reynt að ráða niðurlögum eldsins með því að taka snarpa dýfu aftur niður í eðlilega flughæð eða neðar.
Flugvélahvarf MH370 Tengdar fréttir Vísbendingar um að vélin hafi snúið við Nú er leitað á Indlandshafi að týndri farþegavél Malaysia Airlines. 14. mars 2014 13:13 Dularfullt hvarf farþegaflugvélar Þegar flug MH370 hjá Malaysia Airlines hvarf af ratsjá í góðu veðri síðastliðið laugardagskvöld gat enginn útskýrt hvernig þessi Boeing 777-farþegaflugvél gat horfið að því er virtist upp úr þurru. Síðan þá hafa misvísandi upplýsingar og alls kyns kenningar verið í gangi um hvarfið án þess að nein sönnunargögn hafi komið fram. Hvað sem því líður þá er þessi þota með 239 manneskjur um borð enn ófundin 15. mars 2014 07:00 25 lönd taka nú þátt í leit að flugvélinni Lögregla lagði hald á flughermi á heimili annars flugmanna þotunnar. 16. mars 2014 21:00 Tilkynntu ekki um flugvél á ratsjá taílenska hersins Malasísk yfirvöld fengu ekki upplýsingar um atvikið vegna þess að ekki var beðið sérstaklega um það. 18. mars 2014 14:33 Uppþot á blaðamannafundi vegna týndu flugvélarinnar Kona á miðjum aldri flutt á brott með valdi. 19. mars 2014 10:28 Óttast að 239 séu látnir Forsætisráðherra Malasíu segir of snemmt að kalla hvarf farþegaþotunnar í dag hryðjuverk. 8. mars 2014 21:15 Farþegavél hvarf af ratsjá Víðtæk leit stendur yfir á Suður- Kínahafi að farþegaþotu Malaysian Airlines sem hvarf af radar í gærkvöldi. 239 manns voru um borð. 8. mars 2014 13:44 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Vísbendingar um að vélin hafi snúið við Nú er leitað á Indlandshafi að týndri farþegavél Malaysia Airlines. 14. mars 2014 13:13
Dularfullt hvarf farþegaflugvélar Þegar flug MH370 hjá Malaysia Airlines hvarf af ratsjá í góðu veðri síðastliðið laugardagskvöld gat enginn útskýrt hvernig þessi Boeing 777-farþegaflugvél gat horfið að því er virtist upp úr þurru. Síðan þá hafa misvísandi upplýsingar og alls kyns kenningar verið í gangi um hvarfið án þess að nein sönnunargögn hafi komið fram. Hvað sem því líður þá er þessi þota með 239 manneskjur um borð enn ófundin 15. mars 2014 07:00
25 lönd taka nú þátt í leit að flugvélinni Lögregla lagði hald á flughermi á heimili annars flugmanna þotunnar. 16. mars 2014 21:00
Tilkynntu ekki um flugvél á ratsjá taílenska hersins Malasísk yfirvöld fengu ekki upplýsingar um atvikið vegna þess að ekki var beðið sérstaklega um það. 18. mars 2014 14:33
Uppþot á blaðamannafundi vegna týndu flugvélarinnar Kona á miðjum aldri flutt á brott með valdi. 19. mars 2014 10:28
Óttast að 239 séu látnir Forsætisráðherra Malasíu segir of snemmt að kalla hvarf farþegaþotunnar í dag hryðjuverk. 8. mars 2014 21:15
Farþegavél hvarf af ratsjá Víðtæk leit stendur yfir á Suður- Kínahafi að farþegaþotu Malaysian Airlines sem hvarf af radar í gærkvöldi. 239 manns voru um borð. 8. mars 2014 13:44